Erlent

Indverjar finna vatn á tunglinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Loksins fundu þeir vatn einhvers staðar.
Loksins fundu þeir vatn einhvers staðar.

Indverjar hafa fundið vatn á tunglinu, fyrstir manna. Þetta gerðist í fyrsta tunglleiðangri þeirra en þar var á ferð ómannað könnunarfar með búnað sem sérstaklega var ætlað að leita að ummerkjum um vatn. Hér er þó hvorki um að ræða höf, ár né læki. Geimvísindamönnum nægir nefnilega að finna vatnssameindir til að segjast hafa fundið vatn og svo var í þessu tilfelli. Þeir segja mest vera um vatnseindirnar næst pólum tunglsins og bæta því við að fundurinn sé mikil tíðindi á sviði tunglrannsókna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×