Erlent

Obama vill lesa betri dagblöð

Forseti Bandaríkjanna kynnti ritstjórum tveggja dagblaða hugmyndir sínar í vikunni.
Forseti Bandaríkjanna kynnti ritstjórum tveggja dagblaða hugmyndir sínar í vikunni.
Forseti Bandaríkjanna hefur hug á að gera lagafrumvarp til að auðvelda dagblöðum að sporna gegn þeirri hnignun sem þau standa frammi fyrir.

Til greina mun koma að dagblöðin, í breyttu rekstrarformi, fái skattaívilnanir. Fari svo verði þau ekki rekin í ágóðaskyni.

Forsetinn, Barack Obama, kynnti ritstjórum tveggja dagblaða þessar hugmyndir á fundi með þeim í Hvíta húsinu í vikunni. Hann sagðist þar hafa áhyggjur af því að fjölmiðlun líktist æ meira bloggsíðum, þar sem skoðanir réðu ríkjum, en ekki staðreyndir.- kóþ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×