Erlent

Páfi heimsækir Breta á næsta ári

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Benedikt XVI.
Benedikt XVI.

Benedikt XVI páfi heldur í opinbera heimsókn til Bretlands á næsta ári og verður það í fyrsta sinn síðan 1982 sem páfi heimsækir landið. Búist er við að Vatíkanið gefi út formlega tilkynningu um þetta á næstu dögum og að boðinu verði tekið í Buckingham-höll. Áætlað er að hundruð þúsunda Breta verði við messur og aðra viðburði í heimsókninni en í Bretlandi eru um fjórar milljónir kaþólikka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×