Erlent

Verðið lækkar erlendis

Dregið hefur úr eldsneytiskaupum í skugga efnahagsþrenginga víða um heim.
Dregið hefur úr eldsneytiskaupum í skugga efnahagsþrenginga víða um heim.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tæp fjögur prósent og fór undir sjötíu dali á tunnu í gær eftir að bandaríska orkumálaráðuneytið birti vikulega tölur um olíubirgðir í landinu.

Olíubirgðirnar jukust um 2,8 milljónir tunna á milli vikna sem er þvert á væntingar. Mjög hefur dregið úr olíunotkun og eldsneytiskaupum um heim allan upp á síðkastið og hafa aðildarríki Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) því ekki séð ástæðu til að auka olíuframleiðsluna á næstu mánuðum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×