Erlent

Jarðneskar leifar úr Trójustríðinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rústir Tróju í norðvesturhluta Tyrklands.
Rústir Tróju í norðvesturhluta Tyrklands. MYND/Reuters

Fornleifafræðingar í Tyrklandi hafa fundið jarðneskar leifar fólks sem talið er að hafi dáið í Trójustríðinu 1.200 árum fyrir Krists burð.

Ernst Pernicka og samstarfsfólk hans við háskólann í Tubingen halda varla vatni yfir fundi sínum en leifarnar eru af manni og konu og fundust rétt við stað þar sem varnarmúr hinnar fornfrægu Trójuborgar stóð.

Trója reis seint á ofanverðri bronsöldinni og segir af því í Ilíonskviðu blinda skáldsins Hómers þegar grískir hermenn laumuðu sér inn í borgina í gríðarmiklum tréhesti, sem Trójumenn voru látnir halda að væri gjöf, og lögðu hana í rúst. Talið var að sagan af Tróju væri hreinn skáldskapur þar til Þjóðverjinn Heinrich Schliemann gróf rústir borgarinnar upp árið 1873 en hún er skammt suður af Istanbúl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×