Erlent

Þyrlan hafði takmarkaða burðargetu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrlan var af gerðinni Bell 206.
Þyrlan var af gerðinni Bell 206.
Þyrlan sem notuð var við að ræna peningageymslu öryggisfyrirtækis í Svíþjóð í morgun hafði mjög takmarkaða burðargetu. Aram Rubinstein, sem er þyrluflugmaður og rekur þyrluflugþjónustu, telur að hún hafi getað borið um 100 kíló af peningaseðlum sem gæti samsvarað 45 milljónum sænskra króna eða um 810 milljónum íslenskra króna. Þyrlan var af gerðinni Bell 206.

Í sænska Aftonbladet segir að Mat Rubinsteins sé byggt á því að ræningjarnir hafi tekið með sér sænska fimmhundruð króna seðla, en einn slíkur vegur rúmt gramm. Ekki kemur fram hvað þúsund króna seðill vegur.

Rubinsten telur að ræningjarnir hafi kosið að fljúga einungis stutta vegalengd, áður en þeir yfirgáfu þyrluna, svo þeir kæmust af með eins lítið eldsneyti og mögulegt væri.

„Ef fjórir menn hafa verið um borð og um 20% af eldsneytistankinum hafi verið fylltur þá geta þeir í mesta lagi hafa verið með 100 kíló af peningaseðlum," segir hann.

Hvorki ræningjarnir né ránsféð hefur náðst eftir því sem fram kemur í Aftonbladet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×