Erlent

Nýtt bóluefni gegn alnæmi dregur úr líkum á sýkingu

Nýtt bóluefni hefur fundist gegn alnæmi sem dregur úr líkum á sýkingu af völdum þessa sjúkdóms. Bóluefnið er enn á tilraunastigi en fyrstu niðurstöður benda til að það minnki líkur á sýkingu um þriðjung.

Samkvæmt frétt í breska blaðinu The Times var bólefnið prófað á 16.000 mönnum í Taílandi með framangreindum niðurstöðum.

Vísindamenn segja að þótt árangurinn af notkun bóluefnisins mælist ekki meiri megi þó benda á að þetta er í fyrsta sinn sem sýnt hefur verið fram á að hægt er að berjast gegn alnæmi með bóluefni.

Bóluefnið er samsett úr tveimur eldri bóluefnum sem höfðu ekki virkuðu vel ein og sér. Nú voru bóluefnin notuð saman. Fyrra bóluefnið virkjar ónæmiskerfi líkamans til þess að ráðast gegn alnæmisveirunni á meðan seinna bóluefnið eflir viðbrögð ónæmiskerfisins.

Vísindamenn hafa ekki skýringar á því afhverju bóluefnið, þekkt sem RV144, virkar þegar tveimur bóluefnunum er blandað saman þar sem hvorugt þeirra hafði virkað sem vörn gegn alnæmi áður.

Frekari prófanir eru framundan í öðrum löndum en Taílandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×