Erlent

Skotbardagi við landamæri Mexíkó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þröng getur verið á þingi við landamærahliðið í San Ysidro.
Þröng getur verið á þingi við landamærahliðið í San Ysidro.

Hliðinu við San Ysidro, sem eru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er í Kaliforníu Bandaríkjamegin, var lokað í nokkrar klukkustundir í gær eftir að skotbardagi braust þar út. Skothríð barst skyndilega frá þremur sendiferðabílum sem yfir 70 manns höfðu troðið sér inn í á leið frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna. Landamæra- og tollverðir hleyptu af nokkrum skotum en fjórir vegfarendur urðu fyrir skotum frá bílunum og létust þrír þeirra. Lögregla handtók alla sem í sendiferðabílunum voru og rannsakar nú málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×