Fleiri fréttir

Ferðaskrifstofur bjóða sólskinstryggingu

Fréttastofan greindi frá því á föstudaginn að franskir ferðamenn þættu samkvæmt könnun þeir verstu í heimi. Hins vegar virðast franskar ferðaskrifstofur standa sig öllu betur.

Skjálfti upp á 6,3 á Taiwan

Snarpur jarðskjálfti upp á 6,3 stig á Richter skók Taiwan snemma í morgun. Að sögn bandarísku jarðskjálftavaktarinnar átti hann upptök sín um 135 kílómetra suð-suðaustur af höfuðborginni Taipei og á 25 kílómetra dýpi.

Nauðlenti eftir að gat kom á farþegaþotu

Boeing 737-farþegaþota frá Southwest Airlines nauðlenti í Charleston í Vestur-Virginíu í gær eftir að gat á stærð við fótbolta kom skyndilega á skrokk hennar.

Hleypti óvart af byssu í miðju ráni

Þrír menn, sem gerðu tilraun til að ræna verðmætaflutningabíl í Tåstrup í Danmörku í gærkvöldi, höfðu ekkert upp úr krafsinu.

Flugmenn BA samþykkja kauplækkun

Flugmenn breska flugfélagsins British Airways hafa samþykkt að taka á sig kauplækkun sem ætlað er að spara félaginu 26 milljónir punda, jafnvirði rúmra fimm milljarða króna, á ársgrundvelli.

Kortleggja glæpastarfsemi í Bretlandi

Að minnsta kosti 30.000 afbrotamenn í Bretlandi tilheyra einhvers konar skipulögðum glæpahópum. Þetta er niðurstaða rannsóknar þarlendrar lögreglu sem hefur nú í fyrsta sinn kortlagt glæpastarfsemi á Englandi og í Wales.

Segir áhættuna óhjákvæmilega

Bob Ainsworth, varnarmálaráðherra Bretlands, varði í gær aðgerðir breska hersins í Afganistan, sem hafa kostað 15 breska hermenn lífið það sem af er þessum mánuði.

Sotomayor spurð út úr

Sonia Sotomayor sat fyrir svörum í Öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Þingmenn þurfa að staðfesta skipun hennar í embætti Hæstaréttardómara.

Talinn glíma við krabbamein

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, er talinn veikur af krabbameini í brisi. Reynist það rétt þykir ólíklegt að hann eigi nema nokkur ár ólifuð. Suðurkóresk sjónvarpsstöð hélt þessu fram og vitnar í ónafngreinda heimildarmenn í leyniþjónustu Suður-Kóreu. Leyniþjónustan vildi þó ekki staðfesta upplýsingarnar.

Evrópuríki semja um gas við Tyrki

Fjögur Evrópusambandsríki undirrituðu í gær samning við Tyrkland um nýja gasleiðslu frá Kákasuslöndunum til Evrópu. Með þessu opnast sá möguleiki að Evrópuríki verði ekki jafn háð Rússlandi um gas og verið hefur.

Sakaður um skjalaleynd

Leon Panetta, yfirmaður CIA, sakar Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um að hafa leynt bandaríska þingið mikilvægum skjölum um aðgerðir eftir 11. september.

Arabaríki geta ekki gagnrýnt

Tveir Úígúrar létu lífið í gær og sá þriðji særðist af völdum byssuskota frá lögreglunni, sem sagðist hafa verið að verjast árás. Kínversk vitni segja að mennirnir þrír hafi hlaupið í áttina að hópi lögreglumanna vopnaðir hnífum í Urumqi, höfuðborg Xinjiang-héraðs.

Óeirðir í Belfast - lögreglumenn slasaðir

Fimm breskir lögregluþjónar eru meiddir eftir óeirðir í norður-Belfast í dag. Upptök óeirðanna má rekja til skrúðgöngu þar sem fylgismenn frjáls Írlands gengu.

Svínaflensubarn dó vegna læknamistaka

Ungabarn lést vegna læknamistaka á spítala á Spáni. Það athyglisverða við það var hinsvegar að móðir þess, tuttugu ára gömul kona sem var innflytjandi frá Maraokkó lést aðeins nokkrum klukkustundum eftir fæðingu úr svínaflensu.

Líbýskur hryðjuverkamaður vill deyja heima

Skoski dómsmálaráðherrann Kenny MacAskill hefur ákveðið að hitta líbýska hryðjuverkamanninn Abdelbaset Ali Al-Megrahi sem var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir Lockerbie-sprenginguna svo kölluðu en þá sprengdi Megrahi sprengju um borð í flugvélinni Pan Am Flight 103 en 270 manns létu lífið við sprenginguna árið 1988.

Herforingjastjórn Búrma sleppir pólitískum föngum

Herforingjastjórnin í Búrma hefur ákveðið að sleppa hluta af pólitískum föngum sínum en alls eru rétt rúmlega tvö þúsund manns í fangelsum þar í landi vegna stjórnarandstöðu sinnar.

Danir vilja hátekjuskatt

Meirihluti Dana er hlynntur því að þeir sem þéni meira en eina milljón danskra króna á ári, eða 24 milljónir íslenskra króna, greiði hátekjuskatt. Þetta sýnir rannsókn sem Capacent hefur gert fyrir TV Avisen.

Sex ára stúlka lést í London af völdum svínaflensunnar

Sex ára stúlka í Bretlandi lést úr svínaflensunni síðastliðinn fimmtudag. Þetta er aðeins í annað skiptið sem einstaklingur lætur lífið af völdum flensunnar, sem á ekki við nein undirliggjandi heilsuvandamál að stríða. Alls hafa nú sautján manns látið lífið af völdum flensunnar í Bretlandi en hinir fimmtán áttu við einhvers konar heilsuvandamál að etja.

Japanar spenntir vegna sólmyrkva

Japanar bíða nú spenntir eftir að fylgjast með sólmyrkva sem verður 22. júlí og er sá langvinnasti á þessari öld.

Stefna anda fyrir hótanir og ónæði

Sádiarabísk fjölskylda hefur höfðað mál gegn anda nokkrum og sakar hann um að lesa hótanir inn á símsvara, stela farsímum og grýta fjölskylduna þegar hún fer út úr húsi.

Fleiri Danir teknir fyrir lyfjaakstur

Fjöldi þeirra, sem teknir eru fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í Danmörku, hefur margfaldast á stuttum tíma. Meðalfjöldinn var lengi vel í kringum 20 á ári en búist er við að í ár verði tilfellin yfir 200.

Kim Jong-il með krabbamein í brisi

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur verið greindur með krabbamein í briskirtli. Kínverskar og suðurkóreskar fréttastofur greindu frá þessu um helgina en lengi hefur verið vitað að leiðtoginn norðurkóreski ætti við heilsufarsvanda að stríða.

Hyggjast banna reykingar í hernum

Bandaríska varnarmálaráðuneytið íhugar nú að setja her landsins í algjört reykingabann, þannig að hermönnum verði bannað að reykja tóbak þegar þeir klæðast einkennisbúningi sínum.

Geimskoti frestað á ný

Geimskoti Endeavour-geimskutlunnar var frestað enn einu sinni í gær vegna veðurs en til stóð að hún legði af stað í 16 daga leiðangur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Alþjóðasamfélagið brást íbúum Srebrenica

Charles English, sendiherra Breta í Bosníu, sagði við minningarathöfn í Srebrenica í gær að alþjóðasamfélagið hefði brugðist íbúum bæjarins fyrir 14 árum. Alþjóðsamfélagið hafi mistekist að koma í veg fyrir að ígasveitir Bosníu-Serba myrtu um 8000 íbúa, flesta karlmenn og drengi, þegar þeir reyndu að flýja heimabæ sinn í júlí 1995.

Leiðtogi þjóðernissinna vill sökkva bátum

Nick Griffin, flokksleiðtogi breskra þjóðernissinna, telur ekki raunhæft að Bretland verði einungis byggt hvítu fólki. Hann segir slíkt einfaldlega ekki mögulegt í framkvæmd.

Kirkjur skotmörk vígamanna í Bagdad

Undanfarin sólarhring hafa sprengjur verið sprengdar við sex kirkjur í Bagdad, höfuðborg Íraks. Samkvæmt CNN féllu að minnsta kosti fjórir almennir borgarar í tilræðunum sem liðsmenn Al-Kaída í Írak eru taldir bera ábyrgð á. Á fjórða tug eru særðir og þá eru kirkjurnar mikið skemmdar.

Blóðbað í Pamplona

Nautahlaupið í Pamplóna hefur verið óvenju blóðugt í ár. Þessi vikulanga hátíð á sér meira en hundrað ára sögu.

Big Ben á afmæli

Hinn frægi klukkuturn Big Ben á þinghúsinu í Lundúnum er orðinn eitthundrað og fimmtíu ára gamall.

Ísraelar biðja um friðarviðræður

Fyrir nokkrum vikum ljáði Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels loks máls á því að palestínumenn fengju að stofna sitt sjálfstæða palestinska ríki.

Maóistar felldu 23 lögreglumenn

Skæruliðar Maóista á Indlandi myrtu að minnsta kosti 23 lögreglumenn í Sjattisgar héraði í dag. Lögreglumennirnir voru á hefðbundinni eftirlitsferð þegar skæruliðarnir gerðu þeim fyrirsát.

Sleppt úr halda Al-Kaída

Svissenskum karlmanni hefur verið sleppt úr haldi liðsmanna Al-Kaída í Afríkuríkinu Malí. Maðurinn hefur verið haldið föngnum í rúmt hálft ár.

Réðust samtímis á sex lögreglustöðvar

Hópar byssumanna sem taldir eru tilheyra glæpasamtökum réðust í gær inn á sex lögreglustöðvar í Mexíkó. Fimm lögreglumenn féllu og fjölmargir særðust en árásirnar eru taldar tengjast handtöku Arnoldo Rueda, foringja alræmds glæpagengis í vesturhluta landsins. Mennirnir réðust inn á lögreglustöðvarnar samtímis vopnaðir byssum og handsprengjum.

Moskítóplága í Svíþjóð

Það hefur mikið rignt í mörgum landshlutum Svíþjóðar undanfarna daga. Það hefur leitt til þess að moskítóflugur hafa fjölgað sér gríðarlega.

Sendur til Íslands til að finna skúrka

Lynx heitir lítil lögfræðistofa sem norska blaðið Aftenposten segir frá. Þar verður fyrir svörum Helge Skogseth Berg sem er bæði lögfræðingur og löggiltur endurskoðandi.

Palestínumenn hafna frekari stækkun landnemabyggða Ísraela

Palestínumenn hafna hverskonar samningum milli Bandaríkjanna og Ísraels um frekari stækkun landnemabyggða Ísraela. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Bandaríkjamenn og Ísraelar séu að reyna að ná málamiðlun um það sem Ísraelar vilja kalla eðlilega stækkun landnemabyggða.

Bandamenn hafa unnið góða sigra

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fullyrðir að hermenn bandamanna í Afganistan hafi unnið góða sigra gegn uppreisnarsveitum talibana í landinu. Hann segir þó að baráttunni sé langt frá því lokið.

Hluti fórnarlambanna í Srebrenica borin til grafar

Líkamsleifar 534 bosnískra múslima sem voru myrtir í bænum Srebrenica fyrir 14 árum hefur verið komið fyrir í merktum gröfum. Þúsundir syrgjenda minntust fórnarlambanna við minningarathöfn í dag rétt fyrir utan í bæinn.

Leiðtogarnir verða að hætta að misnota aðstöðu sína

Leiðtogar þróunarríkjanna verða að hætta að misnota aðstöðu sína á kostnað efnahagslífsins og nýta þróunaraðstoð Vesturlandanna með skynsömum hætti. Þetta segir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sem í dag heimsótti Afríkuríkið Gana.

Mannskæð sprengjuárás í Írak

Fjórir óbreyttir borgarar og að minnsta kosti 40 særðust þegar bílasprengja sprakk á markaði í ú útjaðri Mosul í norðurhluta Íraks í dag.

Sjá næstu 50 fréttir