Erlent

Réðust samtímis á sex lögreglustöðvar

Glæpaforinginn Arnoldo Rueda í haldi lögreglu. Mynd/AP
Glæpaforinginn Arnoldo Rueda í haldi lögreglu. Mynd/AP
Hópar byssumanna sem taldir eru tilheyra glæpasamtökum réðust í gær inn á sex lögreglustöðvar í Mexíkó. Fimm lögreglumenn féllu og fjölmargir særðust en árásirnar eru taldar tengjast handtöku Arnoldo Rueda, foringja alræmds glæpagengis í vesturhluta landsins. Mennirnir réðust inn á lögreglustöðvarnar samtímis vopnaðir byssum og handsprengjum.

Felipe Calderon, forseti Mexíkó, hefur sagt glæpasamtökum og eiturlyfjagengjum í landinu stríð á hendur. Talið er að 6000 manns dáið í Mexíkó á síðasta ári í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×