Evrópuríki semja um gas við Tyrki 14. júlí 2009 01:00 Undirritun afstaðin Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri ESB, ásamt forsætisráðherrunum Gordon Bajnai frá Ungverjalandi, Werner Fayman frá Austurríki, Recep Tayyip Erdogan frá Tyrklandi, Sergei Stanishev frá Búlgaríu og Emil Boc frá Rúmeníu.fréttablaðið/AP Fjögur Evrópusambandsríki undirrituðu í gær samning við Tyrkland um nýja gasleiðslu frá Kákasuslöndunum til Evrópu. Með þessu opnast sá möguleiki að Evrópuríki verði ekki jafn háð Rússlandi um gas og verið hefur. Nabucco-gasleiðslan, eins og hún hefur verið nefnd, verður 3.300 kílómetra löng og getur flutt allt að 31 milljarð rúmmetra af jarðgasi á ári. Gangi allt áfallalaust verður hún tekin í notkun árið 2014. „Nabucco mun veita Tyrklandi, Suðaustur-Evrópu og Mið-Evrópu orkuöryggi,“ sagði Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, þegar samningurinn var undirritaður við hátíðlega athöfn í Tyrklandi í gær. Fyrst í stað verður samið um flutning á jarðgasi frá Aserbaídsjan, en síðar er vonast til að jarðgas komi frá öðrum löndum í Mið-Asíu og Austurlöndum nær. Nú er staðan sú að meira en fjórðungur af því jarðgasi, sem notað er í Evrópu, kemur frá Rússlandi, og áttatíu prósent af því eru flutt um gasleiðslur sem liggja yfir Úkraínu. Síðastliðinn vetur urðu deilur milli Rússa og Úkraínumanna til þess að Úkraínumenn skrúfuðu fyrir gasið frá Rússlandi til Evrópu, með alvarlegum afleiðingum í sumum Mið-Evrópuríkjum, þegar húshitun brást á köldustu vetrarvikunum. Ekki er þó ætlunin að útiloka Rússa frá markaðnum, heldur er hugmyndin fyrst og fremst sú að jarðgas til Evrópuríkja komi frá fleiri aðilum. Til greina kemur einnig að hluti af gasinu, sem kemur frá Rússlandi, verði fluttur um Nabucco-leiðsluna. Rússar hafa síðan eigin áform um að leggja nýja leiðslu frá Rússlandi yfir Svartahaf, sem getur flutt gas til Búlgaríu, Rúmeníu, Ítalíu og fleiri Evrópuríkja. Barroso lagði þó í gær einkum áherslu á að framkvæmdin komi til með að styrkja samband Tyrklands við Evrópusambandið. „Ég tel að þegar fyrsta gasið fer að streyma, og sumir sérfræðingar hafa sagt að það geti orðið strax árið 2014,“ sagði Barroso, „þá muni þessi samningur opna dyrnar að nýju tímabili í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Fjögur Evrópusambandsríki undirrituðu í gær samning við Tyrkland um nýja gasleiðslu frá Kákasuslöndunum til Evrópu. Með þessu opnast sá möguleiki að Evrópuríki verði ekki jafn háð Rússlandi um gas og verið hefur. Nabucco-gasleiðslan, eins og hún hefur verið nefnd, verður 3.300 kílómetra löng og getur flutt allt að 31 milljarð rúmmetra af jarðgasi á ári. Gangi allt áfallalaust verður hún tekin í notkun árið 2014. „Nabucco mun veita Tyrklandi, Suðaustur-Evrópu og Mið-Evrópu orkuöryggi,“ sagði Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, þegar samningurinn var undirritaður við hátíðlega athöfn í Tyrklandi í gær. Fyrst í stað verður samið um flutning á jarðgasi frá Aserbaídsjan, en síðar er vonast til að jarðgas komi frá öðrum löndum í Mið-Asíu og Austurlöndum nær. Nú er staðan sú að meira en fjórðungur af því jarðgasi, sem notað er í Evrópu, kemur frá Rússlandi, og áttatíu prósent af því eru flutt um gasleiðslur sem liggja yfir Úkraínu. Síðastliðinn vetur urðu deilur milli Rússa og Úkraínumanna til þess að Úkraínumenn skrúfuðu fyrir gasið frá Rússlandi til Evrópu, með alvarlegum afleiðingum í sumum Mið-Evrópuríkjum, þegar húshitun brást á köldustu vetrarvikunum. Ekki er þó ætlunin að útiloka Rússa frá markaðnum, heldur er hugmyndin fyrst og fremst sú að jarðgas til Evrópuríkja komi frá fleiri aðilum. Til greina kemur einnig að hluti af gasinu, sem kemur frá Rússlandi, verði fluttur um Nabucco-leiðsluna. Rússar hafa síðan eigin áform um að leggja nýja leiðslu frá Rússlandi yfir Svartahaf, sem getur flutt gas til Búlgaríu, Rúmeníu, Ítalíu og fleiri Evrópuríkja. Barroso lagði þó í gær einkum áherslu á að framkvæmdin komi til með að styrkja samband Tyrklands við Evrópusambandið. „Ég tel að þegar fyrsta gasið fer að streyma, og sumir sérfræðingar hafa sagt að það geti orðið strax árið 2014,“ sagði Barroso, „þá muni þessi samningur opna dyrnar að nýju tímabili í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira