Erlent

Hyggjast banna reykingar í hernum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Bandaríska varnarmálaráðuneytið íhugar nú að setja her landsins í algjört reykingabann, þannig að hermönnum verði bannað að reykja tóbak þegar þeir klæðast einkennisbúningi sínum. Þessar vangaveltur koma í kjölfar rannsóknar sem bendir til þess að reykingar dragi úr allsherjarviðbragðsgetu hermanna, að ógleymdum öllum þeim heilsufarsvandamálum sem reykingum fylgja. Stefnan er að gera Bandaríkjaher reyklausan á fimm til tíu árum, að sögn varnarmálaráðuneytisins, en hermenn sem CNN ræddi við eru ekki allir á einu máli um að þetta sé góð hugmynd. Þeir segja tóbakið veita styrk á vígstöðvunum og spyrja hvað þeir muni þá fá í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×