Erlent

Kirkjur skotmörk vígamanna í Bagdad

Við eina af kirkjunum í Bagdad fyrr í dag. Mynd/AP
Við eina af kirkjunum í Bagdad fyrr í dag. Mynd/AP
Undanfarin sólarhring hafa sprengjur verið sprengdar við sex kirkjur í Bagdad, höfuðborg Íraks. Samkvæmt CNN féllu að minnsta kosti fjórir almennir borgarar í tilræðunum sem liðsmenn Al-Kaída í Írak eru taldir bera ábyrgð á. Á fjórða tug eru særðir og þá eru kirkjurnar mikið skemmdar.

Rúmlega milljón Íraka eru kristnir og hafa fjölmargir þeirra flúið úr landinu á síðustu árum vegna ódæðisverka öfgamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×