Erlent

Óeirðir í Belfast - lögreglumenn slasaðir

Óeirðir á götum úti.
Óeirðir á götum úti.

Fimm breskir lögregluþjónar eru meiddir eftir óeirðir í norður-Belfast í dag. Upptök óeirðanna má rekja til göngu Óraníumanna í Belfast

Talsmaður Sinn Fein, Gerry Kelly, sakar The real IRA, sem er ofbeldisfullur klofningshópur úr IRA, um að eiga sök á óeirðunum.

Bensínssprengjum og grjóti hefur verið hent í lögregluþjónanna en fjórir einstaklingar hafa nú verið handteknir vegna óláta og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar. Þá var flugskeyti skotið að lögregluþjóni þar sem hann var við störf í Armagh.

Þá hefur nokkrum bílum verið stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×