Erlent

Danir vilja hátekjuskatt

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Meirihluti Dana er hlynntur því að þeir sem þéni meira en eina milljón danskra króna á ári, eða 24 milljónir íslenskra króna, greiði hátekjuskatt. Þetta sýnir rannsókn sem Capacent hefur gert fyrir TV Avisen.

Um 61% aðspurðra sögðust annað hvort vera mjög sammála eða sammála því að efnafólk greiddi hærri skatt. Danska ríkisútvarpið DR segir að niðurstöðurnar séu vatn á myllu vinstriflokkanna sem hafi lagt til í síðustu viku að allir Danir sem hefðu meira en 1 milljón danskra króna í árstekjur greiddu 5% hærri skatt af þeim tekjum sem þeir þéna umfram milljónina.

Fyrr í sumar samþykkti Alþingi Íslendinga lagafrumvarp þess efnis að þeir sem hefðu tekjur yfir 700 þúsund krónur á mánuði greiddu hátekjuskatt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×