Erlent

Maóistar felldu 23 lögreglumenn

Frá Indlandi í dag. Mynd/AP
Frá Indlandi í dag. Mynd/AP
Skæruliðar Maóista á Indlandi myrtu að minnsta kosti 23 lögreglumenn í Sjattisgar héraði í dag. Lögreglumennirnir voru á hefðbundinni eftirlitsferð þegar skæruliðarnir gerðu þeim fyrirsát.

Maóistarnir sem segjast vera að berjast fyrir rétti fátækra bænda og farandverkamanna eru að herða árásir sínar á austur, mið og suður Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×