Erlent

Herforingjastjórn Búrma sleppir pólitískum föngum

Aung San Suun Kyi verður sennilega ekki gefið frelsi þrátt fyrir fögur fyrirheit herforingjastjórnarinnar.
Aung San Suun Kyi verður sennilega ekki gefið frelsi þrátt fyrir fögur fyrirheit herforingjastjórnarinnar.

Herforingjastjórnin í Búrma hefur ákveðið að sleppa hluta af pólitískum föngum sínum en alls eru rétt rúmlega tvö þúsund manns í fangelsum þar í landi vegna stjórnarandstöðu sinnar.

Föngunum verður sleppt til þess að þeir geti tekið þátt í kosningum í Búrma sem verða árið 2010. Aðgerð herforingjastjórnarinnar má þakka heimsókn Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna en hann var í opinberri heimsókn þar í landi fyrir um viku síðan.

Heimsókn hans komst í heimsfréttirnar þegar herforingjastjórnin meinaði honum að hitta frægasta stjórnarandstæðing landsins, Aung San Suun Kyi. Hún sætir nú leynilegum réttarhöldum eftir að bandarískur maður synti til hennar þar sem hún var í haldi í stofufangelsi.

Ekki er ljóst hversu mörgum stjórnarandstæðingum verður sleppt en það þykir ólíklegt að Suun Kyi verði einn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×