Erlent

Moskítóplága í Svíþjóð

Óli Tynes skrifar
Namm, namm.
Namm, namm.

Það hefur mikið rignt í mörgum landshlutum Svíþjóðar undanfarna daga. Það hefur leitt til þess að moskítóflugur  hafa fjölgað sér gríðarlega.

Sklordýrafræðingurinn Jan Lundeström við háskólann í Uppsölum hefur beðið ríkisstjórnina um neyðarhjálp upp á sem svarar áttatíu milljónum íslenskra króna til þess að kaupa eiturefni frá Bandaríkjunum.

Lundeström segir að hann verði að fá að vita fyrir þriðjudaginn hvort þessir peningar fáist, annars verði og seint að takast á við vandann.

Ríkisstjórnin hefur verið í vafa um að nota eiturefni til þess að berjast við flugurnar. Á föstudag var ástandið hinsvegar talið svo alvarlegt að það var rætt í ríkisstjórninni hvort rétt sé að fara þá leið.

Lundström segir að að víðsvegar um landið megi búast við að moskítóurnar  verði yfir þolmörkum í langan tíma ef ekkert verði að gert.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×