Bretar fákunnandi í ritningunni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2009 07:26 Forsvarsmenn bresku kirkjunnar hafa þungar áhyggjur af því hve illa Bretar eru að sér í Biblíunni. Staðan þykir orðin ískyggileg í kjölfar nýrrar könnunar þar sem sú blákalda staðreynd var leidd fram í dagsljósið að aðeins tæplega einn af hverjum 20 Bretum getur að meðaltali þulið öll tíu boðorðin upp. Tæpur helmingur Breta hefur ekki hugmynd um að sá siður að gefa jólagjafir er kominn til vegna gjafanna sem vitringarnir þrír gáfu frelsaranum nýfæddum en þar var um að ræða gull, reykelsi og myrru. Þá könnuðust 60 prósent ekki við miskunnsama samverjann né gátu kastað fram nokkrum fróðleik um þann ágæta mann. Séra Brian Brown, sem Reuters-fréttastofan ræddi við, segir það ljóst að kirkjan þurfi að leggjast í heilmikla vinnu við að kynna hina helgu bók fyrir almenningi, einkum þeim sem séu 45 ára og yngri en hjá þeim aldurshópi sé vankunnáttan mest áberandi. Brown segir samfélagið byggjast að mörgu leyti á ritningunni og það sé skelfilegt þegar ungt fólk annaðhvort misskilji hana eða hafi varla heyrt hennar getið. Dæmi voru um það í könnuninni að fólk héldi að Davíð og Golíat væru heiti á skipum og að teiknimyndin The Lion King væri byggð á sögunni um Daníel sem var varpað fyrir ljón en lifði af á undraverðan hátt. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Forsvarsmenn bresku kirkjunnar hafa þungar áhyggjur af því hve illa Bretar eru að sér í Biblíunni. Staðan þykir orðin ískyggileg í kjölfar nýrrar könnunar þar sem sú blákalda staðreynd var leidd fram í dagsljósið að aðeins tæplega einn af hverjum 20 Bretum getur að meðaltali þulið öll tíu boðorðin upp. Tæpur helmingur Breta hefur ekki hugmynd um að sá siður að gefa jólagjafir er kominn til vegna gjafanna sem vitringarnir þrír gáfu frelsaranum nýfæddum en þar var um að ræða gull, reykelsi og myrru. Þá könnuðust 60 prósent ekki við miskunnsama samverjann né gátu kastað fram nokkrum fróðleik um þann ágæta mann. Séra Brian Brown, sem Reuters-fréttastofan ræddi við, segir það ljóst að kirkjan þurfi að leggjast í heilmikla vinnu við að kynna hina helgu bók fyrir almenningi, einkum þeim sem séu 45 ára og yngri en hjá þeim aldurshópi sé vankunnáttan mest áberandi. Brown segir samfélagið byggjast að mörgu leyti á ritningunni og það sé skelfilegt þegar ungt fólk annaðhvort misskilji hana eða hafi varla heyrt hennar getið. Dæmi voru um það í könnuninni að fólk héldi að Davíð og Golíat væru heiti á skipum og að teiknimyndin The Lion King væri byggð á sögunni um Daníel sem var varpað fyrir ljón en lifði af á undraverðan hátt.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira