Erlent

Big Ben á afmæli

Óli Tynes skrifar

Hinn frægi klukkuturn Big Ben á þinghúsinu í Lundúnum er orðinn eitthundrað og fimmtíu ára gamall.

Voldugur bjölluhljómurinn frá Big Ben barst fyrst yfir Lundúnaborg hinn ellefta júlí árið 1859. Lundúnabúar elska þennan hljóm og klukkuna sína.

Ben hringir á klukkutíma fresti og útvarpsstöðin BBC notar hljóminn til þess að marka tíma í útsendingum sínum um allan heim.

Ben er í níutíu og sex metra háum klukkuturni á þinghúsinu þannig að hljómur hans berst víða.

Enginn má koma til Lundúna án þess að heimsækja hann og votta virðingu. Margvísleg hátíðadagsrká verður vegna afmælisins í allt sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×