Leiðtogarnir verða að hætta að misnota aðstöðu sína Kristín María Birgisdóttir skrifar 11. júlí 2009 18:30 Leiðtogar þróunarríkjanna verða að hætta að misnota aðstöðu sína á kostnað efnahagslífsins og nýta þróunaraðstoð Vesturlandanna með skynsömum hætti. Þetta segir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sem í dag heimsótti Afríkuríkið Gana. Barack Obama mætti til Gana í dag ásamt konu sinni Michelle. Forsetahjónunum var vel tekið en Obama bæði hrósaði og ámælti þjóðir í Afríku. Hann sagðist hafa ákveðið að heimsækja Gana, sem hann sagði fyrirmyndarríki, í þeim tilgangi að beina athygli að bestu hliðum þess heimshluta. Obama er hetja í augum margra Afríkubúa vegna uppruna hans en faðir hans var innflytjandi frá Kenýa. Aðrir eru ósáttir við að málefni heimsálfunnar hafi ekki náð meiri athygli í ríkisstjórn hans. Í ræðu sem Obama hélt í dag sagði hann tímabært að hverfa frá spillingu og að styrkja þyrfti rætur lýðræðis í álfunni. Hann sagði áframhaldandi þróunaraðstoð við Afríku vera undir góðum stjórnarháttum komið. Má líta svo á að Obama sé þar að vísa til óábyrgrar ráðstöfunar á því þróunarfé sem Vesturlöndin hafa lagt til álfunar undanfarna áratugi. Hann ítrekaði að þau lönd sem þæðu þróunaraðstoð yrðu að beina fjármagninu í réttan farveg svo bæta mætti lífskjör fólks í Afríku. Þá benti hann á mikilvægi þess að álfan yrði sjálfbjarga í stað þess að treysta alfarið á erlenda aðstoð. Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Leiðtogar þróunarríkjanna verða að hætta að misnota aðstöðu sína á kostnað efnahagslífsins og nýta þróunaraðstoð Vesturlandanna með skynsömum hætti. Þetta segir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sem í dag heimsótti Afríkuríkið Gana. Barack Obama mætti til Gana í dag ásamt konu sinni Michelle. Forsetahjónunum var vel tekið en Obama bæði hrósaði og ámælti þjóðir í Afríku. Hann sagðist hafa ákveðið að heimsækja Gana, sem hann sagði fyrirmyndarríki, í þeim tilgangi að beina athygli að bestu hliðum þess heimshluta. Obama er hetja í augum margra Afríkubúa vegna uppruna hans en faðir hans var innflytjandi frá Kenýa. Aðrir eru ósáttir við að málefni heimsálfunnar hafi ekki náð meiri athygli í ríkisstjórn hans. Í ræðu sem Obama hélt í dag sagði hann tímabært að hverfa frá spillingu og að styrkja þyrfti rætur lýðræðis í álfunni. Hann sagði áframhaldandi þróunaraðstoð við Afríku vera undir góðum stjórnarháttum komið. Má líta svo á að Obama sé þar að vísa til óábyrgrar ráðstöfunar á því þróunarfé sem Vesturlöndin hafa lagt til álfunar undanfarna áratugi. Hann ítrekaði að þau lönd sem þæðu þróunaraðstoð yrðu að beina fjármagninu í réttan farveg svo bæta mætti lífskjör fólks í Afríku. Þá benti hann á mikilvægi þess að álfan yrði sjálfbjarga í stað þess að treysta alfarið á erlenda aðstoð.
Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira