Erlent

Fleiri Danir teknir fyrir lyfjaakstur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fjöldi þeirra, sem teknir eru fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í Danmörku, hefur margfaldast á stuttum tíma. Meðalfjöldinn var lengi vel í kringum 20 á ári en búist er við að í ár verði tilfellin yfir 200. Langflestir ökumannanna eru undir áhrifum kannabisefna en amfetamín fylgir í kjölfarið. Danska lögreglan bendir á að fíkniefni greinist í blóði marga daga eftir neyslu og slíkt varði ökuleyfissviptingu undir öllum kringumstæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×