Fleiri fréttir Sautján látnir - byssumaðurinn skotinn Tala látinna í gagnfræðaskólanum í Winnenden heldur áfram að hækka og nú segir lögregla að sautján hafi látist af skotsárum. Árásarmaðurinn er einnig látinn að sögn lögreglu. 11.3.2009 12:23 Fjöldamorð í Þýskalandi: Maðurinn enn á flótta Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir að maður íklæddur hermannafötum hóf skothríð í skóla í bænum Winnenden nálægt þýsku borginni Stuttgart. Fjölmargir eru slasaðir eftir árásina en byssumaðurinn flúði af vettvangi og er enn á flótta. 11.3.2009 10:13 Lögregla skaut fyrrum hermann til bana Maður, sem lögreglan í Kaupmannahöfn skaut til bana á Nørrebro í gær, reyndist vera fyrrverandi hermaður sem meðal annars gegndi herþjónustu fyrir danska herinn í Bosníu. 11.3.2009 07:36 Deila YouTube gæti náð til MySpace Deila YouTube-vefjarsins við samtök höfundarréttareigenda í Bretlandi, sem Vísir greindi frá í gær, gæti breiðst út og haft víðtækari afleiðingar, til dæmis þær að önnur fjölsótt vefsíða, MySpace, fái sams konar afgreiðslu og YouTube og verði þar með gert að loka með öllu aðgangi að þúsundum tónlistarmyndbanda auk tónlistar án myndbanda. 11.3.2009 07:28 Líklegt að Madoff kveðist sekur um 50 milljarða svik Líklegast þykir að svikahrappurinn Bernard Madoff lýsi yfir sekt sinni í einu stærsta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna en hann er ákærður í 11 liðum fyrir svik sem talin eru nema allt að 50 milljörðum dollara. 11.3.2009 07:26 Óður byssumaður myrti tíu manns í Alabama Að minnsta kosti 10 manns liggja í valnum eftir skotárás óðs manns í tveimur smábæjum í Alabama í gær. 11.3.2009 07:06 Kanadamanni teflt fram Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær að sér þætti að næsti framkvæmdastjóri bandalagsins ætti ekki endilega að vera Evrópumaður. 11.3.2009 05:15 Dalaí Lama ásakar Kínverja Dalaí Lama, sem er í senn andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, segir að kínversk stjórnvöld hafi gert lífið í Tíbet að „helvíti á jörðu“. 11.3.2009 04:15 Andstæðingar standa saman Leiðtogar kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi sýndu fulla samstöðu í gær og lýstu yfir eindregnum vilja til að brjóta á bak aftur klofningshópa úr Írska lýðveldishernum, sem hafa reynt að lífga glæður borgarastyrjaldar. 11.3.2009 04:00 Hóta fleiri morðum á N-Írlandi Tveir írskir morðingjahópar hóta að halda áfram að myrða hermenn og lögreglumenn meðan Bretar hafi nokkur umsvif á N-Írlandi. 10.3.2009 19:14 Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Að minnsta kosti 33 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás sem gerð var í Abu Ghraib hverfinu í vesturhluta Bagdad í Írak í dag. 46 eru særðir og á meðal látinna er háttsettur hershöfðingi í íraska hernum. Árásin var gerð þegar hátt settir menn í írösku þjólífi komu saman á ráðstefnu sem ætlað var að sætta stríðandi fylkingar í landinu. 10.3.2009 14:33 Biden segir Afganistan ógn við hinn vestræna heim Varaforseti Bandaríkjanna segir að síversnandi ástandið í Afganistan sé ógn við allan hinn vestræna heim. Joe Biden sat í dag fund í höfuðstöðvum NATO í Brussel þar sem hann hvatti aðildarþjóðirnar til þess að hjálpa Bandaríkjamönnum að koma böndum á Talibana í Afganistan. 10.3.2009 12:18 Mörg þúsund myndbönd tekin af YouTube í kvöld Mörg þúsund tónlistarmyndbönd verða fjarlægð af myndskeiðavefnum YouTube í kvöld þar sem samningar náðust ekki við eigendur höfundarréttar. 10.3.2009 08:13 Segir handritshöfundum hafa farið aftur Höfundur margra þekktustu setninga kvikmyndanna segir handritshöfundum hafa farið mjög aftur. 10.3.2009 07:27 Farsímar á sjúkrahúsum sýklabrunnur Farsímar starfsfólks á sjúkrahúsum eru oft þaktir sýklum sem geta haft slæm áhrif á heilsufar sjúklinga sem starfsfólkið umgengst. Þetta sýnir tyrknesk rannsókn sem fram fór á sjúkrahúsi í Samsun í Tyrklandi. 10.3.2009 07:26 Spá 9,4 prósenta atvinnuleysi vestra Búist er við að atvinnuleysi í Bandaríkjunum nái 9,4 prósentum á þessu ári og verði áfram mikið, að minnsta kosti út árið 2011 samkvæmt spá sem fréttavefurinn Bloomberg greinir frá. 10.3.2009 07:23 Áttræð sýningardama lætur engan bilbug á sér finna Elsta tískusýningarstúlka Bretlands fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir og hefur verið tæp 60 ár í sýningarbransanum. Þetta er Daphne Selfe sem sýnir föt meðal annars fyrir Dolce & Gabbana og á orðið fjögur barnabörn. 10.3.2009 07:21 Lögreglumaður skotinn til bana á Norður-Írlandi Lögreglumaður var skotinn til bana í bæ skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Hann var í útkalli þegar atvikið átti sér stað. 10.3.2009 07:16 Obama hefur afnumið bann Barack Obama Bandaríkjaforseti felldi í gær úr gildi bann við því að ríkið styrkti rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum. Forveri hans í embætti, George W. Bush, hafði sett þetta bann í lög af trúarástæðum. Obama sagðist lofa því að engar vísindarannsóknir yrðu framar „afbakaðar eða hafðar í felum til þess að þjóna pólitískum markmiðum“. Obama undirritaði tilskipun um málið í Hvíta húsinu, og var salurinn fullur af vísindamönnum sem fögnuðu ákaft þessum tímamótum. Stuðningsmenn stofnfrumurannsókna telja mögulegt að þær leiði af sér lækningu á ýmsum alvarlegustu sjúkdómum mannkyns.- gb 10.3.2009 04:45 Sonur Kims er ekki á þinginu Norður-Kóreustjórn skipaði hersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu í gær og hótaði „stríði“ ef önnur ríki reyna að skjóta niður gervihnött, sem hún sagðist ætla að skjóta á loft. 10.3.2009 04:15 Kúgaði fé út úr ríkum konum Helg Sgarbi, 44 ára gamall svikahrappur sem nú er jafnan nefndur „svissneski flagarinn“ viðurkenndi fyrir dómi að hafa svikið milljónir evra út úr fjórum auðugum konum. 10.3.2009 04:00 ESB vill aðstoða Rúmeníu Evrópusambandið er reiðubúið að hefja viðræður við ráðamenn í Rúmeníu um fjárhagsaðstoð vegna efnahagserfiðleika landsins í kjölfar fjármálakreppunnar. 9.3.2009 21:51 Andstaða við hugsanlegan utanríkisráðherra Ráðamenn í Washington og víða í Evrópu eru andsnúnir því að Avigdor Lieberman, leiðtogi ísrelska öfgahægriflokksins Yisrael Beitein, verði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudbandalagins. Liberman hefur meðal annars verið líkt við Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans. 9.3.2009 20:24 Tekist á um örlög katta í Kína Í Kína berjast dýraverndunarsinnar og þeir sem vilja halda í gamlar hefðir um örlög katta í landinu. Verndarsinnar vilja að þeir fái allir um frjálst höfuð að strjúka. Hinir vilja áfram fá að leggja sér ketti til munns. Fréttastofa varar viðkvæma við myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. 9.3.2009 19:15 Obama vill Kúbu inn úr kuldanum Breska blaðið The Guardian segir að Barack Obama ætli að nota ráðstefnu Ameríkuríkja sem haldin verður í vor til þess að draga Kúbu inn úr kuldanum. 9.3.2009 17:39 Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum Yfir sjötíu vísindamenn sem efast um að Jörðinni stafi ógn af hlýnun af mannavöldum sitja nú ráðstefnu í New York. 9.3.2009 17:00 Græddi 13 milljarða á hruninu Fjölskyldufaðir í smábænum Köge í Danmörku græddi 700 milljónir danskra króna á hruninu á hlutabréfamarkaðinum. 9.3.2009 13:50 Tsvangirai segir að um slys hafi verið að ræða Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve, segir að ekki hafi verið reynt að ráða hann af dögum þegar vöruflutningabílstjóri ók á bifreið hans á föstudaginn. Það hafi verið slys. 9.3.2009 13:21 Mladic í felum í Belgrad Serbneska blaðið Press segir að Ratko Mladic hafi í mörg ár verið í felum í íbúð í Belgrad. 9.3.2009 11:50 Ástralskur kokkur barðist við þriggja metra kengúru Áströlsk hjón héldu að óður ræningi væri kominn inn á heimili þeirra um miðja nótt en sú var þó ekki raunin. 9.3.2009 08:08 Neita að gefa út bók um óstjórn Bretlands Tveir breskir útgefendur hafa neitað að gefa út bók sem fjallar á gagnrýninn hátt um stöðu Bretlands og fer ofan í saumana á því hvernig landinu hefur verið stjórnað. 9.3.2009 07:37 Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafa misst tökin Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa misst tökin á forvarnastarfsemi í borginni. Þetta segir Karen Jespersen, félagsmálaráðherra Danmerkur, og bendir sérstaklega á ástandið í Nørrebro-hverfinu máli sínu til stuðnings þar sem morð og ofbeldi hafa verið nánast daglegt brauð upp á síðkastið. 9.3.2009 07:35 Spennan eykst á Kóreuskaganum Árlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hófust í morgun í Suður-Kóreu og lýsti herforingjastjórn Norður-Kóreu því yfir að æfingarnar væru ekkert annað en ögrun við Norður-Kóreumenn og hefði viðbúnaðarstig hers Norður-Kóreu verið aukið til samræmis við það. 9.3.2009 07:28 Mótmæli við húsnæðisuppboð í New York Hópur mótmælenda lét í sér heyra við uppboð í New York í gær þar sem verið var að bjóða upp íbúðarhúsnæði sem eigendurnir höfðu verið bornir út úr vegna vangoldinna húsnæðisskulda. 9.3.2009 07:26 Flytja 12.000 hermenn frá Írak í september Bandaríkjamenn hyggjast flytja 12.000 hermenn heim frá Írak í september á þessu ári. Þessu lýsti talsmaður Bandaríkjahers yfir í gær og sagði aðgerðina lið í áætlun Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að ljúka hernaðarafskiptum í Írak haustið 2010. Sem stendur eru um 135.000 bandarískir hermenn í Írak. 9.3.2009 07:24 Ráðist á hermenn á N-Írlandi Tveir breskir hermenn biðu bana í skotárás á herstöð í Antrim sýslu á Norður - Írlandi í gærkvöld. Talsmaður ráðuneytisins segir að fjórir starfsmenn heðu særst, einn af þeim mjög alvarlega í árásinni á Massereene herstöðina í Antrim skammt frá Belfast á Írlandi. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hendur sér en talið er að 8.3.2009 10:02 Á þriðja tug létust í sjálfsvígsárás Tuttugu og átta létust og fimmtíu og sjö særðust í sjálfsvígsárás á lögreglustöð í Baghdad, höfuðborg Írak, í morgun. Að sögn lögreglu var ódæðismaðurinn klæddur sprengjuvesti og á mótorhjóli sem var þakið sprengjuefni. Vettvangurinn var þannig að erfitt reynist að bera kennsl á líkin. 8.3.2009 09:44 Kaupmannahafnabúar forðast einstaka bæjarhluta Kaupmannahafnabúar eru farnir að forðast einstaka bæjarhluta vegna óeirða sem hafa einkennt borgina að undanförnu. 8.3.2009 09:00 Klifruköttur slapp með skrekkinn Karlmaður frá Georgíufylki í Bandaríkjunum slapp með skrekkinn þegar að hann klifraði upp í 4,5 metra háan rafmagnsstaur í gær. Maðurinn rann til í staurnum en svo vel vildi til að buxurnar sem hann var íklæddur festust í staurnum og hann fell því ekki í jörðina. 8.3.2009 08:00 Leiðtogar stærstu banka heims ræða eftirlitskerfið Stjórnendur stærstu banka í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum ætla að hittast í London til að ræða eftirlit með fjármálakerfinu, eftir því sem fram kemur á vef AFP fréttastofunnar. 7.3.2009 21:30 Stunginn í nárann í brúðkaupsveislu Brúðkaupsveisla í Gladsaxe í Kaupmannahöfn tók óvæntan og ofbeldisfullan endi í morgun. Tveir ungir menn voru stungnir með hníf og lögreglan í Vestegnes í Kaupmannahöfn óskar nú eftir upplýsingum frá almenningi til að geta upplýst málið. 7.3.2009 17:24 Ökumaðurinn sem ók á Tsvangirai handtekinn Ökumaður bifreiðarinnar sem ók á bifreið Morgans Tsvangirai, forseta Zimbabwe, með þeim afleiðingum að konan hans beið bana hefur verið handtekinn. Ökumaðurinn starfaði fyrir bandarísk stjórnvöld og sá um að flytja lyf gegn alnæmisveirunni. Susan Tsvangiarai, eiginkona Morgans, lést í slysinu en þau hjónin voru á ferð í syðri hluta Harare, sem er höfuðborg Zimbabwe. Morgan Tsvangirai hlaut áverka á höfði og hálsi en hann var útskrifaður af spítala í dag. 7.3.2009 15:51 Obama ætlar að gera allt til að örva hagkerfið Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að gera allt sem þyrfti til þess að örva hagkerfið en sagði jafnframt að erfiðir tímar væru framundan fyrir Bandaríkjamenn. Obama, sem hefur hrint af stað ýmsum aðgerðum til að fást við kreppuna frá því að hann tók við embætti þann 20. janúar 7.3.2009 15:19 Gera grín að Clinton Rússneskir miðlar gera óspart grín að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton. Hún hitti kollega sinn frá Rússlandi í Genf og gaf honum við það tilefni gjöf. Það var starthnappur í litlu gulu boxi sem átti að tákna hið nýja samband Bandaríkjanna og Rússlands. Stafsetningin var þó eitthvað að flækjast fyrir Hillary. Í stað þess að á hnappnum stæði endurræsing stóð of hátt verð. Gjöfinni hefur verið lýst sem táknrænum mistökum í rússneskum miðlum í dag. 7.3.2009 10:15 Tsvangirai á batavegi Morgan Tsvangirai forsætisráðhera Simbabve er á batavegi eftir að hafa slasast í árekstri í gær. Hann fékk að fara heim af spítala í morgun. Eiginkona forsætisráðherrans lést í slysinu. Aðeins er um mánuður frá því að ráðherrann svór embættiseiðinn og tók við af Mugabe. 7.3.2009 09:59 Sjá næstu 50 fréttir
Sautján látnir - byssumaðurinn skotinn Tala látinna í gagnfræðaskólanum í Winnenden heldur áfram að hækka og nú segir lögregla að sautján hafi látist af skotsárum. Árásarmaðurinn er einnig látinn að sögn lögreglu. 11.3.2009 12:23
Fjöldamorð í Þýskalandi: Maðurinn enn á flótta Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir að maður íklæddur hermannafötum hóf skothríð í skóla í bænum Winnenden nálægt þýsku borginni Stuttgart. Fjölmargir eru slasaðir eftir árásina en byssumaðurinn flúði af vettvangi og er enn á flótta. 11.3.2009 10:13
Lögregla skaut fyrrum hermann til bana Maður, sem lögreglan í Kaupmannahöfn skaut til bana á Nørrebro í gær, reyndist vera fyrrverandi hermaður sem meðal annars gegndi herþjónustu fyrir danska herinn í Bosníu. 11.3.2009 07:36
Deila YouTube gæti náð til MySpace Deila YouTube-vefjarsins við samtök höfundarréttareigenda í Bretlandi, sem Vísir greindi frá í gær, gæti breiðst út og haft víðtækari afleiðingar, til dæmis þær að önnur fjölsótt vefsíða, MySpace, fái sams konar afgreiðslu og YouTube og verði þar með gert að loka með öllu aðgangi að þúsundum tónlistarmyndbanda auk tónlistar án myndbanda. 11.3.2009 07:28
Líklegt að Madoff kveðist sekur um 50 milljarða svik Líklegast þykir að svikahrappurinn Bernard Madoff lýsi yfir sekt sinni í einu stærsta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna en hann er ákærður í 11 liðum fyrir svik sem talin eru nema allt að 50 milljörðum dollara. 11.3.2009 07:26
Óður byssumaður myrti tíu manns í Alabama Að minnsta kosti 10 manns liggja í valnum eftir skotárás óðs manns í tveimur smábæjum í Alabama í gær. 11.3.2009 07:06
Kanadamanni teflt fram Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær að sér þætti að næsti framkvæmdastjóri bandalagsins ætti ekki endilega að vera Evrópumaður. 11.3.2009 05:15
Dalaí Lama ásakar Kínverja Dalaí Lama, sem er í senn andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, segir að kínversk stjórnvöld hafi gert lífið í Tíbet að „helvíti á jörðu“. 11.3.2009 04:15
Andstæðingar standa saman Leiðtogar kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi sýndu fulla samstöðu í gær og lýstu yfir eindregnum vilja til að brjóta á bak aftur klofningshópa úr Írska lýðveldishernum, sem hafa reynt að lífga glæður borgarastyrjaldar. 11.3.2009 04:00
Hóta fleiri morðum á N-Írlandi Tveir írskir morðingjahópar hóta að halda áfram að myrða hermenn og lögreglumenn meðan Bretar hafi nokkur umsvif á N-Írlandi. 10.3.2009 19:14
Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Að minnsta kosti 33 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás sem gerð var í Abu Ghraib hverfinu í vesturhluta Bagdad í Írak í dag. 46 eru særðir og á meðal látinna er háttsettur hershöfðingi í íraska hernum. Árásin var gerð þegar hátt settir menn í írösku þjólífi komu saman á ráðstefnu sem ætlað var að sætta stríðandi fylkingar í landinu. 10.3.2009 14:33
Biden segir Afganistan ógn við hinn vestræna heim Varaforseti Bandaríkjanna segir að síversnandi ástandið í Afganistan sé ógn við allan hinn vestræna heim. Joe Biden sat í dag fund í höfuðstöðvum NATO í Brussel þar sem hann hvatti aðildarþjóðirnar til þess að hjálpa Bandaríkjamönnum að koma böndum á Talibana í Afganistan. 10.3.2009 12:18
Mörg þúsund myndbönd tekin af YouTube í kvöld Mörg þúsund tónlistarmyndbönd verða fjarlægð af myndskeiðavefnum YouTube í kvöld þar sem samningar náðust ekki við eigendur höfundarréttar. 10.3.2009 08:13
Segir handritshöfundum hafa farið aftur Höfundur margra þekktustu setninga kvikmyndanna segir handritshöfundum hafa farið mjög aftur. 10.3.2009 07:27
Farsímar á sjúkrahúsum sýklabrunnur Farsímar starfsfólks á sjúkrahúsum eru oft þaktir sýklum sem geta haft slæm áhrif á heilsufar sjúklinga sem starfsfólkið umgengst. Þetta sýnir tyrknesk rannsókn sem fram fór á sjúkrahúsi í Samsun í Tyrklandi. 10.3.2009 07:26
Spá 9,4 prósenta atvinnuleysi vestra Búist er við að atvinnuleysi í Bandaríkjunum nái 9,4 prósentum á þessu ári og verði áfram mikið, að minnsta kosti út árið 2011 samkvæmt spá sem fréttavefurinn Bloomberg greinir frá. 10.3.2009 07:23
Áttræð sýningardama lætur engan bilbug á sér finna Elsta tískusýningarstúlka Bretlands fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir og hefur verið tæp 60 ár í sýningarbransanum. Þetta er Daphne Selfe sem sýnir föt meðal annars fyrir Dolce & Gabbana og á orðið fjögur barnabörn. 10.3.2009 07:21
Lögreglumaður skotinn til bana á Norður-Írlandi Lögreglumaður var skotinn til bana í bæ skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Hann var í útkalli þegar atvikið átti sér stað. 10.3.2009 07:16
Obama hefur afnumið bann Barack Obama Bandaríkjaforseti felldi í gær úr gildi bann við því að ríkið styrkti rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum. Forveri hans í embætti, George W. Bush, hafði sett þetta bann í lög af trúarástæðum. Obama sagðist lofa því að engar vísindarannsóknir yrðu framar „afbakaðar eða hafðar í felum til þess að þjóna pólitískum markmiðum“. Obama undirritaði tilskipun um málið í Hvíta húsinu, og var salurinn fullur af vísindamönnum sem fögnuðu ákaft þessum tímamótum. Stuðningsmenn stofnfrumurannsókna telja mögulegt að þær leiði af sér lækningu á ýmsum alvarlegustu sjúkdómum mannkyns.- gb 10.3.2009 04:45
Sonur Kims er ekki á þinginu Norður-Kóreustjórn skipaði hersveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu í gær og hótaði „stríði“ ef önnur ríki reyna að skjóta niður gervihnött, sem hún sagðist ætla að skjóta á loft. 10.3.2009 04:15
Kúgaði fé út úr ríkum konum Helg Sgarbi, 44 ára gamall svikahrappur sem nú er jafnan nefndur „svissneski flagarinn“ viðurkenndi fyrir dómi að hafa svikið milljónir evra út úr fjórum auðugum konum. 10.3.2009 04:00
ESB vill aðstoða Rúmeníu Evrópusambandið er reiðubúið að hefja viðræður við ráðamenn í Rúmeníu um fjárhagsaðstoð vegna efnahagserfiðleika landsins í kjölfar fjármálakreppunnar. 9.3.2009 21:51
Andstaða við hugsanlegan utanríkisráðherra Ráðamenn í Washington og víða í Evrópu eru andsnúnir því að Avigdor Lieberman, leiðtogi ísrelska öfgahægriflokksins Yisrael Beitein, verði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudbandalagins. Liberman hefur meðal annars verið líkt við Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans. 9.3.2009 20:24
Tekist á um örlög katta í Kína Í Kína berjast dýraverndunarsinnar og þeir sem vilja halda í gamlar hefðir um örlög katta í landinu. Verndarsinnar vilja að þeir fái allir um frjálst höfuð að strjúka. Hinir vilja áfram fá að leggja sér ketti til munns. Fréttastofa varar viðkvæma við myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. 9.3.2009 19:15
Obama vill Kúbu inn úr kuldanum Breska blaðið The Guardian segir að Barack Obama ætli að nota ráðstefnu Ameríkuríkja sem haldin verður í vor til þess að draga Kúbu inn úr kuldanum. 9.3.2009 17:39
Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum Yfir sjötíu vísindamenn sem efast um að Jörðinni stafi ógn af hlýnun af mannavöldum sitja nú ráðstefnu í New York. 9.3.2009 17:00
Græddi 13 milljarða á hruninu Fjölskyldufaðir í smábænum Köge í Danmörku græddi 700 milljónir danskra króna á hruninu á hlutabréfamarkaðinum. 9.3.2009 13:50
Tsvangirai segir að um slys hafi verið að ræða Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve, segir að ekki hafi verið reynt að ráða hann af dögum þegar vöruflutningabílstjóri ók á bifreið hans á föstudaginn. Það hafi verið slys. 9.3.2009 13:21
Mladic í felum í Belgrad Serbneska blaðið Press segir að Ratko Mladic hafi í mörg ár verið í felum í íbúð í Belgrad. 9.3.2009 11:50
Ástralskur kokkur barðist við þriggja metra kengúru Áströlsk hjón héldu að óður ræningi væri kominn inn á heimili þeirra um miðja nótt en sú var þó ekki raunin. 9.3.2009 08:08
Neita að gefa út bók um óstjórn Bretlands Tveir breskir útgefendur hafa neitað að gefa út bók sem fjallar á gagnrýninn hátt um stöðu Bretlands og fer ofan í saumana á því hvernig landinu hefur verið stjórnað. 9.3.2009 07:37
Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafa misst tökin Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa misst tökin á forvarnastarfsemi í borginni. Þetta segir Karen Jespersen, félagsmálaráðherra Danmerkur, og bendir sérstaklega á ástandið í Nørrebro-hverfinu máli sínu til stuðnings þar sem morð og ofbeldi hafa verið nánast daglegt brauð upp á síðkastið. 9.3.2009 07:35
Spennan eykst á Kóreuskaganum Árlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hófust í morgun í Suður-Kóreu og lýsti herforingjastjórn Norður-Kóreu því yfir að æfingarnar væru ekkert annað en ögrun við Norður-Kóreumenn og hefði viðbúnaðarstig hers Norður-Kóreu verið aukið til samræmis við það. 9.3.2009 07:28
Mótmæli við húsnæðisuppboð í New York Hópur mótmælenda lét í sér heyra við uppboð í New York í gær þar sem verið var að bjóða upp íbúðarhúsnæði sem eigendurnir höfðu verið bornir út úr vegna vangoldinna húsnæðisskulda. 9.3.2009 07:26
Flytja 12.000 hermenn frá Írak í september Bandaríkjamenn hyggjast flytja 12.000 hermenn heim frá Írak í september á þessu ári. Þessu lýsti talsmaður Bandaríkjahers yfir í gær og sagði aðgerðina lið í áætlun Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að ljúka hernaðarafskiptum í Írak haustið 2010. Sem stendur eru um 135.000 bandarískir hermenn í Írak. 9.3.2009 07:24
Ráðist á hermenn á N-Írlandi Tveir breskir hermenn biðu bana í skotárás á herstöð í Antrim sýslu á Norður - Írlandi í gærkvöld. Talsmaður ráðuneytisins segir að fjórir starfsmenn heðu særst, einn af þeim mjög alvarlega í árásinni á Massereene herstöðina í Antrim skammt frá Belfast á Írlandi. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hendur sér en talið er að 8.3.2009 10:02
Á þriðja tug létust í sjálfsvígsárás Tuttugu og átta létust og fimmtíu og sjö særðust í sjálfsvígsárás á lögreglustöð í Baghdad, höfuðborg Írak, í morgun. Að sögn lögreglu var ódæðismaðurinn klæddur sprengjuvesti og á mótorhjóli sem var þakið sprengjuefni. Vettvangurinn var þannig að erfitt reynist að bera kennsl á líkin. 8.3.2009 09:44
Kaupmannahafnabúar forðast einstaka bæjarhluta Kaupmannahafnabúar eru farnir að forðast einstaka bæjarhluta vegna óeirða sem hafa einkennt borgina að undanförnu. 8.3.2009 09:00
Klifruköttur slapp með skrekkinn Karlmaður frá Georgíufylki í Bandaríkjunum slapp með skrekkinn þegar að hann klifraði upp í 4,5 metra háan rafmagnsstaur í gær. Maðurinn rann til í staurnum en svo vel vildi til að buxurnar sem hann var íklæddur festust í staurnum og hann fell því ekki í jörðina. 8.3.2009 08:00
Leiðtogar stærstu banka heims ræða eftirlitskerfið Stjórnendur stærstu banka í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum ætla að hittast í London til að ræða eftirlit með fjármálakerfinu, eftir því sem fram kemur á vef AFP fréttastofunnar. 7.3.2009 21:30
Stunginn í nárann í brúðkaupsveislu Brúðkaupsveisla í Gladsaxe í Kaupmannahöfn tók óvæntan og ofbeldisfullan endi í morgun. Tveir ungir menn voru stungnir með hníf og lögreglan í Vestegnes í Kaupmannahöfn óskar nú eftir upplýsingum frá almenningi til að geta upplýst málið. 7.3.2009 17:24
Ökumaðurinn sem ók á Tsvangirai handtekinn Ökumaður bifreiðarinnar sem ók á bifreið Morgans Tsvangirai, forseta Zimbabwe, með þeim afleiðingum að konan hans beið bana hefur verið handtekinn. Ökumaðurinn starfaði fyrir bandarísk stjórnvöld og sá um að flytja lyf gegn alnæmisveirunni. Susan Tsvangiarai, eiginkona Morgans, lést í slysinu en þau hjónin voru á ferð í syðri hluta Harare, sem er höfuðborg Zimbabwe. Morgan Tsvangirai hlaut áverka á höfði og hálsi en hann var útskrifaður af spítala í dag. 7.3.2009 15:51
Obama ætlar að gera allt til að örva hagkerfið Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að gera allt sem þyrfti til þess að örva hagkerfið en sagði jafnframt að erfiðir tímar væru framundan fyrir Bandaríkjamenn. Obama, sem hefur hrint af stað ýmsum aðgerðum til að fást við kreppuna frá því að hann tók við embætti þann 20. janúar 7.3.2009 15:19
Gera grín að Clinton Rússneskir miðlar gera óspart grín að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton. Hún hitti kollega sinn frá Rússlandi í Genf og gaf honum við það tilefni gjöf. Það var starthnappur í litlu gulu boxi sem átti að tákna hið nýja samband Bandaríkjanna og Rússlands. Stafsetningin var þó eitthvað að flækjast fyrir Hillary. Í stað þess að á hnappnum stæði endurræsing stóð of hátt verð. Gjöfinni hefur verið lýst sem táknrænum mistökum í rússneskum miðlum í dag. 7.3.2009 10:15
Tsvangirai á batavegi Morgan Tsvangirai forsætisráðhera Simbabve er á batavegi eftir að hafa slasast í árekstri í gær. Hann fékk að fara heim af spítala í morgun. Eiginkona forsætisráðherrans lést í slysinu. Aðeins er um mánuður frá því að ráðherrann svór embættiseiðinn og tók við af Mugabe. 7.3.2009 09:59