Fleiri fréttir

Lestarsamgöngur í London hægari nú en 1939

Rannsókn á vegum London School of Economics hefur dregið það fram í dagsljósið að það tekur orðið heila eilífð að komast milli staða með lestarkerfi Lundúna.

Víetnamar öflugir í heimabrugginu

Bruggun alls konar korn- og hrísgrjónabrennivíns er nánast þjóðaríþrótt í Víetnam og nú er svo komið að aðeins fjögur prósent þess áfengis, sem Víetnamar neyta, er innflutt.

Hjón styttu sér aldur saman hjá Dignitas

Bresk hjón bundu enda á líf sitt í sameiningu á Dignitas-stofnuninni í Sviss í lok febrúar en stofnunin býður fólki aðstoð við að stytta sér aldur, til dæmis þegar það þjáist af ólæknandi sjúkdómum. Hjónin, milljónamæringarnir Peter og Penelope Duff, eru 70 og 80 ára.

Hjálp -kjúklinganaggarnir eru búnir

Tuttugu og sjö ára gömul kona í Flórída hefur verið ákærð fyrir misnotkun á neyðarlínunni eftir að hún hringdi þrisvar sinnum til þess að kvarta yfir því að kjúklinganaggarnir á McDonalds væru búnir.

Bresk sveitarfélög fá gálgafrest vegna Icesave

Breska ríkisstjórnin greip í taumana í dag til að hindra að sveitastjórnir skæru niður margvíslega þjónustu og hækkuðu gjöld til að mæta tapi sem þær urðu fyrir á Icesave reikningum sínum.

Gerði árás með hjólaskóflu

Palestinskur maður var skotinn til bana í Jerúsalem í dag eftir að hann réðst á hjólaskóflu á lögreglubíl og rútu.

NATO fyrirgefur Rússum vegna Georgíu

Rússar fagna því að NATO skuli hafa ákveðið að taka aftur upp samband við Moskvu á æðstu stöðum. Því sambandi var slitið eftir fimm daga stríð Rússlands og Georgíu á síðasta ári.

Viðbygging við Hvíta húsið

Þess eru farin að sjást merki að það eru komin ung börn í Hvíta húsið. Dætur forsetahjónanna þær Natasha og Malia eru átta og ellefu ára gamlar.

Mandela í framboði

Mandla Mandela, sonarsonur Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, er á leið í stjórnmál. Hann verður í framboði til þings fyrir Afríska þjóðarráðið í kosningum í Suður-Afríku í næsta mánuði.

Hjálparstarfsmenn reknir úr landi vegna ákæru um stríðsglæpi

Stjórnvöld í Súdan hafa rekið tíu hjálparstofnanir úr landi vegna stríðsglæpaákæru Alþjóða glæpadómstólsins á hendur forseta landsins. Í gær var handtökuskipun gefin út á hendur honum vegna ódæða í Darfúr-héraði í Vestur-Súdan. Forsetinn segist saklaus og ætlar hvergi að fara.

Rænt í Osló vegna lottóvinnings pabba

Mál þetta hefur farið hljótt þar sem lögreglan hefur varist frétta meðan á rannsókn stendur. Norska blaðið Aftenposten hefur nú grafið upp að manninum hafi verið rænt á miðvikudag í síðustu viku.

Atvinnuleysisklúbbar spretta upp í Bandaríkjunum

Tom Skidmore í Kansas missti vinnuna í desember og er svo sem ekkert einn um það. Hann hefur hins vegar fyrir fimm manna fjölskyldu að sjá og er því ekkert á því að sitja með hendur í skauti.

Myndavélar í breskar skólastofur

Fjórir breskir barnaskólar hafa komið upp eftirlitsmyndavélum með hljóðupptöku í kennslustofunum til að fylgjast með hegðun nemendanna og frammistöðu kennara.

Tryggingasvik stóraukast í Noregi

Norsk tryggingafyrirtæki segjast í auknum mæli verða vör við ýmiss konar svik og pretti í þeim tilgangi að fá tryggingafé greitt út og kenna versnandi efnahagsástandi um.

Á ekki von á tekjusamdrætti hjá Google

Eric Schmidt, stjórnarformaður leitarvélarisans Google, segist ekki eiga von á miklum samdrætti í tekjum fyrirtækisins þrátt fyrir versnandi ástand á auglýsingamörkuðum en stór hluti tekna Google er af auglýsingum. Schmidt játaði þó að hann teldi botninum ekki náð í kreppunni og Google yrði að fylgja straumnum og lækka verð netauglýsinga eins og aðrir aðilar á þeim markaði.

Pakistanar saka Indverja um árás á krikketlið

Pakistanar saka nágranna sína, Indverja, um að standa á bak við árásina á krikketlandslið Sri Lanka í pakistönsku borginni Lahore í gær en átta manns létu lífið í árásinni og aðrir átta særðust. Indverjar vísa ásökunum Pakistana á bug en sjálfir sökuðu þeir pakistönsku hryðjuverjasamtökin Lashkar-e-Taiba um hryðjuverkaárásirnar á indversku borgina Mumbai í nóvember.

Dönskum lögreglumönnum fjölgað

Einkennisklæddum lögregluþjónum mun fjölga á götum Kaupmannahafnar verði hugmynd dönsku ríkisstjórnarinnar að veruleika. Tilgangurinn er að freista þess að koma í veg fyrir þau skrílslæti sem Kaupmannahafnarbúar hafa orðið varir við að undanförnu.

Var Brown sýnd óvirðing í Washington?

Breskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort Grodon Brown forsætisráðherra þeirra hafi verið sýnd óvirðing í opinberri heimsókn sinni til Washington.

Ákærður fyrir glæp gegn mannkyninu

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Hollandi sendi í dag frá sér ákæru á hendur Omar al-Bashir, forseta Afríkuríkisins Súdans, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Darfúr-héraði. Dómstóllinn ákvað hins vegar ekki að ákæra al-Bashir fyrir þjóðarmorð. Forsetinn neitar sök. Þetta er í fyrsta sinn sem stríðsglæpadómstóllinn gefur frá sér ákæru á hendur sitjandi þjóðarleiðtoga.

Leit að árásarmönnum hert

Pakistanskar öryggissveitir hafa hert leitina af fjórtán mönnum sem gerðu í gær skotárás á landslið Sri Lanka í krikket sem var í keppnisferð í pakistönsku borginni Lahore. Átta landsliðsmenn særðust, sex lögreglumenn féllu í árásinni og bílstjóri liðsins.

Fasteignamarkaður hrynur í Noregi

Eins og annarsstaðar hefur lausafjárkreppan komið niður á fasteignamarkaðinum í Noregi. Þar standa nú á annað þúsund nýjar íbúðir auðar.

Þriggja enn saknað eftir að hús hrundi í Köln

Þriggja er enn saknað eftir að borgarskjalasafnið í Köln í Þýskalandi hrundi óvænt til grunna í gær. Tvö samliggjandi hús hrundu einnig að hluta þegar sex hæða skjalasafnsbyggingin féll á þau. Fjölmargir voru í húsunum þegar þau hrundu og tókst langflestum að komast út af sjálfsdáðum.

MA-nám í Bítlunum við háskóla í Liverpool

Meistarapróf í mannfræði, málvísindum og hagfræði er meðal þess sem útskrifast má með frá Hope-háskólanum í Liverpool. Hagnýtt, sígilt og staðgott nám allt saman. En nýjasta MA-gráða skólans er próf í sjálfum Bítlunum, rokksveitinni góðkunnu sem uppfóstraðist einmitt þar í borginni og sleit þar bæði barnsskónum og bítlaskónum.

Samkynhneigðir stefna Massachusetts

Átta samkynhneigð pör, sem gefin voru saman í hjónaband í Massachusetts í Bandaríkjunum, hafa stefnt ríkinu til að öðlast sömu réttindi og hefðbundin hjón en ýmis lög standa enn í vegi fyrir því að margs konar félagsleg úrræði og réttindi geti nýst samkynhneigðum sem gengið hafa í hjónaband þótt hjónavígslan sjálf sé lögleg. Er þar meðal annars um að ræða ýmiss konar erfðaréttindi auk réttar hjóna til félagslegrar aðstoðar.

Aukning í íbúðasölu vestra vegna útburðar

Sala íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum jókst um sjö prósent árið 2008 eftir að hafa dregist saman um 40 prósent árið 2007. Söluaukningin kemur til vegna mikils fjölda íbúða og íbúðarhúsa sem eigendurnir hafa verið bornir út úr vegna vangoldinna húsnæðisskulda og nýir eigendur kaupa af lánardrottnum, oft fyrir mjög lágt verð. Dæmi eru um að fólk hafi keypt meðalstórar íbúðir á 1.100 dollara, jafnvirði tæplega 130.000 króna.

Mexíkóski herinn gegn kókaínbarónum

Mörg hundruð þungvopnaðir hermenn stormuðu inn í mexíkósku borgina Ciudad Juarez í gær til aðstoðar lögreglu þar, sem farið hefur halloka í baráttu við kókaínbaróna. Þetta er lokaúrræði ríkisstjórans Victors Valencia til að koma á friði í borginni en yfir 2.000 manns voru myrtir í valdabaráttu eiturlyfjagengja þar í fyrra.

Vill fleiri konur og minnihlutafulltrúa á þing

Fleiri konur og fulltrúar minnihlutahópa þurfa að komast á þing í Bretlandi. Þetta segir Trevor Phillips, formaður jafnréttis- og mannréttindanefndar Bretlands. Hann segir það út í hött miðað við samsetningu þjóðfélagsins að af 646 þingmönnum séu aðeins 15 svartir eða af asískum uppruna og 125 konur, eða 19 prósent. Phillips segir að þingið verði að endurspegla þjóðina sem það starfar fyrir og það geri það ekki eins og staðan sé nú.

Sólkerfi í dauðateygjum

Hubble geimsjónaukinn tók þessa mynd af þrem sólkerfum langt langt í burtu. Þessi sólkerfi eru að togast á um tilveru sína.

Japanar skera 100 ára bikar við nögl

Svo margir Japanar eru nú 100 ára og eldri að silfurbikarinn, sem gefinn er þeim sem ná þessum aldri, hefur verið minnkaður í sparnaðarskyni.

Blagojevich með bók í smíðum

Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri Illinois, undirritaði í gær samning við bókaútgefandann Phoenix Books um að skrifa bók um feril sinn sem ríkisstjóra, brottreksturinn úr því embætti í janúar og skuggahliðar stjórnmálanna.

Cromwell Crown er versta hótel Bretlands

Það er sennilega frekar vafasamur heiður að lenda á lista Trip Advisor yfir tíu verstu hótel Bretlands og sennilega er það heldur ekki spennandi hlutskipti fyrir London að sjö af þessum 10 eru einmitt staðsett í miðborginni þar.

Ákærður fyrir að selja ungmennum skotvopn

Rúmlega fimmtugur verslunareigandi í Kaupmannahöfn hefur verið ákærður fyrir að selja ungmennum skotvopn undir borðið. Maðurinn var handtekinn í október og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en í verslun hans fundust yfir 20 byssur af ýmsum gerðum sem sýnt þykir að ætlaðar hafi verið til sölu.

Fimm fallnir eftir árás á krikketlandslið

Fimm öryggisverðir létu lífið og nokkrir særðust auk þess sem sex manns úr landsliði Sri Lanka í krikket hlutu sár eftir að allt að 12 vopnaðir menn réðust á bílalest sem flutti landslið Sri Lanka og Pakistans í borginni Lahore í Pakistan í morgun.

Skotar vilja lögfesta áfengisverð

Skoska þingið hyggst setja lög sem marka áfengisverði ákveðið lágmark auk þess sem áfengistilboð, á borð við eina ókeypis flösku séu tvær keyptar, verða bönnuð. Þetta er liður í baráttu Skota gegn áfengisbölinu en talið er að misnotkun áfengis kosti hið opinbera þar í landi um 25 milljarða punda ár hvert. Eins er til skoðunar að einstök sveitarfélög geti ákveðið að lágmarksaldur til áfengiskaupa verði hækkaður í allt að 21 ár en hann er nú 18 ár.

Á tvöhundruð með soninn á aftursætinu

Breskur mótorhjólamaður var á dögunum dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að aka á 196 kílómetra hraða með 14 ára gamlan son sinn á aftursætinu. Maðurinn játaði brotið fyrir dómi enda náðist atvikið á hraðamyndavél.

Japanskeisari heimsækir Pearl Harbour

Japanskeisari mun að öllum líkindum heimsækja Pearl Harbour á Hawaii eyjum í sumar. Árás Japana á höfnina í desember árið 1941 kom Bandaríkjunum inn í síðari heimsstyrjöldina.

Sjá næstu 50 fréttir