Erlent

Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad

Fjöldi fréttamanna slösuðust í árásinni og hér er verið að flytja einn þeirra á sjúkrahús.
Fjöldi fréttamanna slösuðust í árásinni og hér er verið að flytja einn þeirra á sjúkrahús. MYND/AP

Að minnsta kosti 33 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás sem gerð var í Abu Ghraib hverfinu í vesturhluta Bagdad í Írak í dag. 46 eru særðir og á meðal látinna er háttsettur hershöfðingi í íraska hernum. Árásin var gerð þegar hátt settir menn í írösku þjólífi komu saman á ráðstefnu sem ætlað var að sætta stríðandi fylkingar í landinu.

Á meðal gesta voru ættbálkahöfðingjar, lögregluforingjar og hershöfðingjar auk blaðamanna. Talið er að minnsta kosti fjórir fréttamenn hafi látið lífið í árásinni.

Dregið hefur úr ofbeldi í Bagdad síðustu misserin en þessi árás er sú þriðja sem gerð er í borginni á síðustu dögum. Á fimmtudaginn var sprakk bílsprengja með þeim afleiðingum að tugur manns lét lífið og á sunnudag létust þrjátíu í árás sem gerð var á lögreglustöð í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×