Erlent

Fjöldamorð í Þýskalandi: Maðurinn enn á flótta

Lögreglumaður stendur vörð fyrir framan gagnfræðaskólann í Winnenden.
Lögreglumaður stendur vörð fyrir framan gagnfræðaskólann í Winnenden. MYND/AP

Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir að maður íklæddur hermannafötum hóf skothríð í skóla í bænum Winnenden nálægt þýsku borginni Stuttgart. Fjölmargir eru slasaðir eftir árásina en byssumaðurinn flúði af vettvangi og er enn á flótta.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins í Þýskalandi staðfesti í morgun að tala látinna væri að minnsta kosti tíu en líklega hærri.

Fréttir bárust af því fyrir stundu að maðurinn hefði verið handtekinn og var sagt frá því á Vísi. AFP hefur nú dregið það til baka og segir manninn enn vera á flótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×