Erlent

Farsímar á sjúkrahúsum sýklabrunnur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Farsímar starfsfólks á sjúkrahúsum eru oft þaktir sýklum sem geta haft slæm áhrif á heilsufar sjúklinga sem starfsfólkið umgengst. Þetta sýnir tyrknesk rannsókn sem fram fór á sjúkrahúsi í Samsun í Tyrklandi.

Rannsóknarhópurinn tók sýni af símum 200 lækna, hjúkrunarkvenna og annars starfsfólks á sjúkrahúsinu og var niðurstaðan sú að á 95 prósentum símanna reyndust vera sýklar og bakteríur sem eru hættuleg, til dæmis á skurðstofum, enda viðurkenndu 90 prósent símaeigendanna að þeir hreinsuðu símana aldrei.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×