Erlent

Lögreglumaður skotinn til bana á Norður-Írlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vettvangur glæpsins.
Vettvangur glæpsins. MYND/Telegraph
Lögreglumaður var skotinn til bana í bæ skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Hann var í útkalli þegar atvikið átti sér stað. Ekki er enn ljóst hver skotmaðurinn er en böndin berast að liðsmönnum Hins sanna írska lýðveldishers, klofningshóps úr Írska lýðveldishernum, IRA. Hinn sanni írski lýðveldisher hefur lýst á hendur sér árás á herstöð Breta í nágrenni Belfast um helgina þar sem tveir létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×