Erlent

Andstæðingar standa saman

Rannsókn hefst
Stephen Carroll, tæplega fimmtuguur írskur lögreglumaður, var skotinn til bana í lögreglubifreið sinni.
fréttablaðið/AP
Rannsókn hefst Stephen Carroll, tæplega fimmtuguur írskur lögreglumaður, var skotinn til bana í lögreglubifreið sinni. fréttablaðið/AP

 Leiðtogar kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi sýndu fulla samstöðu í gær og lýstu yfir eindregnum vilja til að brjóta á bak aftur klofningshópa úr Írska lýðveldishernum, sem hafa reynt að lífga glæður borgarastyrjaldar.

Sameiginleg yfirlýsing þeirra var gefin út eftir að samtök, sem nefna sig Continuity IRA, lýstu ábyrgð sinni á morði á lögregluþjóni í fyrrinótt, aðeins tveimur dögum eftir að önnur klofningssamtök úr IRA, sem nefna sig Hið sanna IRA, myrtu tvo hermenn skammt frá Belfast.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×