Erlent

Kaupmannahafnabúar forðast einstaka bæjarhluta

Kaupmannahafnabúar eru farnir að forðast einstaka bæjarhluta vegna óeirða sem hafa einkennt borgina að undanförnu.

Skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Berlinske sýnir að næstum sex af hverjum tíu Kaupmannahafnarbúum forðast vissa staði. Það eru sérstaklega konurnar sem eru óöruggar með sig. Um 48% þeirra hafa breytt hegðun sinni vegna stríðsástandsins á götunum, en þrír hafa verið myrtir og 30 skotárásir átt sér stað að undanförnu.

Liðlega 1000 íbúar voru spurðir í könnuninni sem var gerð eftir að stjórnvöld kynntu aðgerðir sem farið verður í til að skapa frið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×