Erlent

Lögregla skaut fyrrum hermann til bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Nørrebro-hverfinu.
Frá Nørrebro-hverfinu.

Maður, sem lögreglan í Kaupmannahöfn skaut til bana á Nørrebro í gær, reyndist vera fyrrverandi hermaður sem meðal annars gegndi herþjónustu fyrir danska herinn í Bosníu.

Maðurinn var skotinn eftir að hann gerði árás á tvo lögregluþjóna, vopnaður sveðju og hnífi. Hann átti við geðræn vandamál að stríða en lögreglumennirnir hugðust sækja hann á heimili hans og færa hann til nauðungarvistunar á sjúkrahúsi þegar hann brást við með fyrrgreindum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×