Erlent

Spá 9,4 prósenta atvinnuleysi vestra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Búist er við að atvinnuleysi í Bandaríkjunum nái 9,4 prósentum á þessu ári og verði áfram mikið, að minnsta kosti út árið 2011 samkvæmt spá sem fréttavefurinn Bloomberg greinir frá.

Í febrúar fór atvinnuleysi þar í 8,1 prósent og eykst enn hröðum skrefum. Greiningaraðilar sem Bloomberg ræddi við segja það vel hugsanlegt að 787 milljarða dollara fjárveiting Baracks Obama til bjargar efnahagslífinu muni ekki nægja til að koma því á réttan kjöl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×