Erlent

Kanadamanni teflt fram

Biden í Brussel. Varaforsetinn ásamt framkvæmdastjóra NATO, Jaap de Hoop Scheffer. fréttablaðið/AP
Biden í Brussel. Varaforsetinn ásamt framkvæmdastjóra NATO, Jaap de Hoop Scheffer. fréttablaðið/AP

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær að sér þætti að næsti framkvæmdastjóri bandalagsins ætti ekki endilega að vera Evrópumaður.

Hefð er fyrir því að framkvæmdastjórinn sé Evrópumaður þar sem hernaðarlegur yfirmaður er ávallt Bandaríkjamaður. Með þessu er Biden talinn vera að lýsa stuðningi við að kanadíski varnar­málaráðherrann Peter Mackay taki við af Hollendingnum Jaap de Hoop Scheffer í júlí. Evrópsku NATO-ríkin hafa flest lýst stuðningi við danska forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen. - aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×