Erlent

Leiðtogar stærstu banka heims ræða eftirlitskerfið

Gert er ráð fyrir að stjórnendur HSBC bankans verði viðstaddir.
Gert er ráð fyrir að stjórnendur HSBC bankans verði viðstaddir.
Stjórnendur stærstu banka í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum ætla að hittast í London til að ræða eftirlit með fjármálakerfinu, eftir því sem fram kemur á vef AFP fréttastofunnar.

Gert er ráð fyrir að fundurinn verði haldinn í Bretlandi 24 mars næstkomandi, en þá munu fjármálaráðherrar 20 ríkja hafa fundað í London. Heimildir herma að búið sé að bjóða stjórnendum helstu stofnenda, svo sem JPMorgan og HSBC. Þá er gert ráð fyrir að forstjóri Mitsubishi UFJ Financial Group verði viðstaddur.

Leiðtogar tuttugu stærstu ríkja heims munu svo funda 2. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×