Erlent

Tsvangirai segir að um slys hafi verið að ræða

MYND/AP

Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve, segir að ekki hafi verið reynt að ráða hann af dögum þegar vöruflutningabílstjóri ók á bifreið hans á föstudaginn. Það hafi verið slys.

Susan, eiginkona Tsvangirais, lést í árekstrinum en forsætisráðherran slapp lifandi frá honum en nokkuð slasaður. Tsvangirai tók nýlega við embætti forsætisráðherra í þjóðstjórn með Robert Mugabe, forseta landsins. Þeir tveir hafa verið svarnir óvinir. Félagar í flokki forsætisráðherrans sögðu í morgun að slysið yrði rannskaða ítarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×