Erlent

Áttræð sýningardama lætur engan bilbug á sér finna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Daphne Selfe.
Daphne Selfe.

Elsta tískusýningarstúlka Bretlands fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir og hefur verið tæp 60 ár í sýningarbransanum. Þetta er Daphne Selfe sem sýnir föt meðal annars fyrir Dolce & Gabbana og á orðið fjögur barnabörn.

Daphne hóf ferilinn árið 1950 og hefur aldrei gengist undir fegrunaraðgerðir af neinu tagi. Hún þénar vel yfir 100.000 krónur á dag, finnst hún ekki vera degi eldri en sextug og er ekkert farin að hugsa um að hætta í bransanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×