Erlent

Obama hefur afnumið bann

Forsetinn undirritar. Afnam bann forverans á rannsóknum á stofnfrumum fósturvísa. fréttablaðið/AP
Forsetinn undirritar. Afnam bann forverans á rannsóknum á stofnfrumum fósturvísa. fréttablaðið/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti felldi í gær úr gildi bann við því að ríkið styrkti rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum. Forveri hans í embætti, George W. Bush, hafði sett þetta bann í lög af trúarástæðum. Obama sagðist lofa því að engar vísindarannsóknir yrðu framar „afbakaðar eða hafðar í felum til þess að þjóna pólitískum markmiðum“. Obama undirritaði tilskipun um málið í Hvíta húsinu, og var salurinn fullur af vísindamönnum sem fögnuðu ákaft þessum tímamótum. Stuðningsmenn stofnfrumurannsókna telja mögulegt að þær leiði af sér lækningu á ýmsum alvarlegustu sjúkdómum mannkyns.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×