Erlent

Deila YouTube gæti náð til MySpace

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MySpace.
MySpace.

Deila YouTube-vefjarsins við samtök höfundarréttareigenda í Bretlandi, sem Vísir greindi frá í gær, gæti breiðst út og haft víðtækari afleiðingar, til dæmis þær að önnur fjölsótt vefsíða, MySpace, fái sams konar afgreiðslu og YouTube og verði þar með gert að loka með öllu aðgangi að þúsundum tónlistarmyndbanda auk tónlistar án myndbanda.

Talsmaður höfunda segir málinu þó ekki lokið og að aðilar muni funda áfram. Hins vegar verði að tryggja lagalegan rétt höfundanna með öllum ráðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×