Erlent

Dalaí Lama ásakar Kínverja

Mótmæli í Berlín. Þessi snáði tók þátt í mótmælum fyrir utan kínverska sendiráðið í Berlín.fréttablaðið/AP
Mótmæli í Berlín. Þessi snáði tók þátt í mótmælum fyrir utan kínverska sendiráðið í Berlín.fréttablaðið/AP

Dalaí Lama, sem er í senn andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, segir að kínversk stjórnvöld hafi gert lífið í Tíbet að „helvíti á jörðu“.

Tíbetar og stuðningsmenn þeirra víða um heim minntust þess í gær að hálf öld er liðin frá því að Dalaí Lama flúði ásamt hópi fólks undan ofríki Kínverja til Indlands, þar sem hann hefur haft aðsetur síðan.

Í ávarpi sínu í gær sagði Dalaí Lama að Kínastjórn komi fram við tíbetsku þjóðina eins og „glæpamenn sem eigi líflát skilið“.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×