Erlent

Sautján látnir - byssumaðurinn skotinn

Tala látinna í gagnfræðaskólanum í Winnenden heldur áfram að hækka og nú segir lögregla að sautján hafi látist af skotsárum. Árásarmaðurinn er einnig látinn að sögn lögreglu.

Að minnsta kosti sextán féllu þegar byssumaðurinn, sem talinn er fyrrverandi nemandi í skólanum,  gekk berserksgang í morgun. Fjölmargir særðust einnig í skotárásinni. Maðurinn var í svörtum hermannabúningi og flúði hann af vettvangi eftir árásina. Lögregla fann hann eftir mikla leit á bílastæði verslunarmiðstöð í bænum. Tveir munu hafa látist í skotbardaga á milli lögreglu og árásarmannsins.

Nokkrar skotárásir hafa verið gerðar í þýskum skólum á síðustu árum. Grímuklæddur maður réðst með riflum og sprengjum inn í skóla í bænum Emsdetten í vesturhluta Þýskalands 2006.

Ellefu særðust í þeirri árás áður en ódæðismaðurinn svipti sig lífi. Versta árás af þessu tagi hingað til var gerð í skóla í bænum Erfurt í austurhluta Þýskalands 2002. Þá skaut árásamaður sextán til bana áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×