Fleiri fréttir 300 slasaðir eftir 200 bíla árekstur Þrír létust í fjöldaárekstri 200 bíla á þjóðvegi á milli Dubai og Abu Dhabi í dag. Þrír til viðbótar létust í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru sex manns alvarlega slasaðir og 39 illa slasaðir en stöðugir. Að minnsta kosti 255 hlutu minni háttar meiðsli. 11.3.2008 16:00 Arabísk kona notar YouTube í kvennabaráttu Sádi-Arabísk kona hefur sett myndband af sjálfri sér undir stýri á YouTube til að þrýsta á þarlend yfirvöld að auka réttindi kvenna og leyfa þeim að keyra bíl. Wajeha Al-Huwaider er með ökuskírteini, en hún má einungis keyra á afskekktum svæðum í Sádí-Arabíu. Hún segir að hömlurnar lami helming þjóðarinnar og vill að yfirvöld leyfi konum að keyra í borgum. 11.3.2008 15:34 Mál samkynhneigða Íranans til Evrópuþingsins Michael Cashman þingmaður Evrópuþingsins í Strassborg mun taka fyrir mál samkynhneigðs írana sem á von á dauðadómi í Íran verði honum vísað úr landi í Bretlandi. Mehdi Kazemi er 19 ára og er nú í haldi í Hollandi þar sem hann berst gegn því að vera snúið aftur til Bretlands. 11.3.2008 14:55 Flugræningi vill kaupa Múhameðsteikningu Westergaards Bandarískur karlmaður, sem situr í fangelsi fyrir flugrán, vill kaupa fræga mynd danska teiknarans Kurts Westergaards af Múhameð spámanni. 11.3.2008 14:32 Hugsa um hvort fiskur sem borðaður er sé í útrýmingarhættu Íslensk stjórnvöld hafa töluverðar áhyggjur af tilraunum umhverfissinna til þess reyna að fá fólk til þess að hætta að kaupa fisk sem þeir segja sjálfir að sé í útrýmingarhættu. 11.3.2008 14:15 Húsleit hjá evrópskum flugfélögum vegna gruns um samráð Starfsmenn á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gerðu í dag húsleit á skrifstofum hjá nokkrum evrópskum flugfélögum vegna gruns um verðsamráð á tilteknum leiðum. 11.3.2008 14:13 Móðir sökuð um vanrækslu eftir morð dótturinnar Móðir breskrar unglingsstúlku sem var nauðgað og myrt í Goa á Indlandi segist ekki hafa yfirgefið dóttur sína, en hún er nú sökuð um vanrækslu. Scarlett Keeling var 15 ára þegar hún fannst látin á Anjuna ströndinni að morgni 18. febrúar. 11.3.2008 13:58 Kynferðisglæpamenn í sænskum skólum Svíar eru slegnir yfir fréttum af því að ekki færri en 75 dæmdir barnaníðingar hafi fengið vinnu í sænskum skólum og dagheimilum frá árinu 2003. 11.3.2008 13:45 Komst ekki í eigið megrunarpartý Mexíkanskur maður sem eitt sinn vóg hálft tonn missti af eigin megrunarpartýi eftir vegaóhapp. Manuel Uribe var talinn þyngsti maður heims og mældist ein 560 kíló. Í fimm ár var hann ófær um að komast úr rúminu sínu, en tókst að missa 200 kíló á tveimur árum í próteinríkum megrunarkúr. Hann er nú 360 kíló. 11.3.2008 13:37 Sprengja grandar 16 í írak Að minnsta kosti 16 farþegar rútu létust þegar sprengja sprakk á vegi í suðurhluta Íraks í dag. Auk hinna látnu slösuðust 22 í árásinni. Farþegarútan var á Basra-Nasiriya veginum um 80 kílómetra suður af Nasiriya þegar sprengjan sprakk. 11.3.2008 13:13 Evrópuþingið styður Breta vegna flóða Evrópuþingið samþykkti á fundi sínum í dag að styrkja breska stjórnvöld um 162 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 17 milljarða króna, vegna flóða sem riðu yfir England síðastliðið sumar. 11.3.2008 13:04 Forkosningar í Missisippi í dag Forkosningar Demókrata verða haldnar í Missisippi í Bandaríkjunum í dag. Barack Obama og Hillary Clinton halda áfram baráttu sinni fyrir útnefningu flokksins. Skoðanakannanir sýna að Obama hafi forskot í ríkinu þar sem meirihluti kjósenda er svartur. 11.3.2008 12:59 Reyndu að smygla 1,5 tonnum af kókaíni frá Perú Lögregluyfirvöld í Perú komu í veg fyrir að einu og hálfu tonni af kókaíni yrði smyglað úr landi þegar hún réðst nýverið til atlögu við hóp fíkniefnasmyglara í landinu. 11.3.2008 12:51 Endeavour í 16 daga leiðgangur út í geim Geimskutlunni Endeavour var skotið á loft frá Kennedy-geimstöðinni á Canaveral-höfða í nótt. 11.3.2008 12:36 Mannskæðar sprengjuárásir í Lahore Tuttugu og tveir hið minnsta eru látnir og hundrað eru særðir eftir tvær sprengingar í borginni Lahore í austurhluta Pakistans í dag 11.3.2008 11:50 Þjóðarmorð gegn Króatíu-Serbum fyrir dóm Mál gegn þremur fyrrverandi hershöfðingjum í Króatíu er hafið fyrir stríðsglæpadómsstóli Sameinuðu þjóðanna. Mennirnir eru sakaðir um þjóðarmorð og ofsóknir gegn Króatíuserbum á tíunda áratugnum. 11.3.2008 11:30 Hvítur háhyrningur sést undan strönd Alaska Mjög sjaldgæfur hvítur háhyrningur hefur sést undan ströndum Alaska og hefur það leitt til þess að fjöldi vísindamanna er nú á leið á svæðið. 11.3.2008 10:23 Veikindi hermanna í Flóabardaga raktar til skordýraeiturs Fundist hafa sannanir fyrir því að þrálát veikindi hermannanna sem tóku þátt í Flóabardaganum árið 1991 stafi af efnasamböndum í mótefni gegn taugagasi og skordýraeitri sem notað var gegn sandflugum í eyðimörkinni. 11.3.2008 08:15 Deilt um byggingu píramýda í Kristjaníu Ný deila er komin upp milli íbúa í Kristjaníu og borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn. 11.3.2008 08:04 Geimskutlan Endeavour á loft Geimskutlunni Endeavour hefur verið skotið á loft en hún á að fljúga til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 11.3.2008 07:57 Obama hafnar "draumaparinu" Barak Obama hefur hafnað því að verða varaforseti Hillary Clinton í næstu forsetakosningum. 11.3.2008 07:55 Vísbendingar um að fluglaflensuveiran geti stökkbreyttst Kínverskur læknir hefur fundið vísbendingar um að fuglaflensuveiran geti stökkbreyttst og verði þar með lífhættuleg mönnum. 11.3.2008 07:52 Ríkisstjóri New York gripinn með lúxusmellu Ríkisstjórinn í New York berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hann var gripinn með lúxusmellu á hóteli í Washington í síðasta mánuði. 11.3.2008 06:45 Útlægðir Tíbetar mótmæla Ólympíuleikum í Peking Indverska lögreglan handtók nokkur hundruð útlægða Tíbeta sem hófu mótmælagöngu í landinu í dag. Hópurinn var að mótmæla sumarólympíuleikunum í Peking, og vildi þannig koma á framfæri óánægju sinni með kínversk stjórnvöld. 10.3.2008 22:40 Bandaríkin nútímavæða pólska herinn George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann hefði samþykkt að Bandaríkin myndu hjálpa til við nútímavæðingu pólska hersins. Þetta er hluti af áætlun Bandaríkjamanna um að koma upp alþjóða eldflaugavarnarstöðvum í Póllandi. Bush tilkynnti um áformin eftir viðræður við Donald Tusk forsætisráðherra Póllands í Hvíta húsinu í morgun. 10.3.2008 16:46 Keníski herinn skýtur að byssumönnum Þyrlur keníska hersins skutu að Elgon fjallahéraði í dag til að fæla burt byssumenn sem sakaðir eru um að drepa að minnsta kosti 12 manns í deilu um landssvæði. Fréttamaður Reuters sem heimsótti héraðið sagði að herþyrlur hefðu látið til skarar skríða í fjalllendi eftir ódæðið í síðustu viku þar sem fólk var skotið, skorið eða brennt til bana. 10.3.2008 15:23 Hersveitir NATO oftar í átökum í Afganistan í ár en í fyrra Hersveitir NATO í Afganistan hafa lent oftar í átökum á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. 10.3.2008 15:22 Níu látnir í óveðri í Bandaríkjunum og Kanada Að minnsta kosti átta manns eru látnir í Bandaríkjunum og tugir þúsunda eru rafmagnslausir í Kanada eftir óveður sem gengið hefur yfir með mikilli snjókomu og sterkum vindi. Ontario og Quebec hafa orðið hvað verst úti í Kanada. 10.3.2008 15:00 Fimm bandarískir hermenn drepnir í Bagdad Fimm bandarískir hermenn létust og þrír særðust þegar sjálfsmorðarárásarmaður sprengdi sig í loft upp í miðborg Bagdad í morgun. 10.3.2008 14:49 Fjöldi slasaður eftir hrun vinnupalls í Belfast Fjöldi manns hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að vinnupallur hrundi í miðborg Belfast á Írlandi. Að minnsta kosti fimm slösuðust og óttast er að iðnaðarmenn séu fastir í rústum byggingarinnar, en talið er að hluti hennar hafi hrunið. Samkvæmt heimildarmanni BBC er fjöldi manns slasaður. 10.3.2008 13:33 Á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir að misnota börn Kanadamaðurinn Christopher Paul Neil, sem grunaður er um að hafa misnotað fjölda barna víðs vegar í Asíu, var í morgun leiddur fyrir rétt í Bangkok í Taílandi. Hann á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. 10.3.2008 13:30 Vilja þingkosningar í Serbíu Serbneska ríkisstjórnin hefur farið fram á það við Boris Tadic forseta Serbíu að leysa upp þingið og efna til kosninga. Beiðnin kemur fram eftir að Vojislav Kostunica forsætisráðherra tilkynnti um afsögn sína eftir að ríkisstjórnin féll um helgina. 10.3.2008 13:18 Um ellefu þúsund heimili án rafmagns í Englandi Hátt í 11 þúsund heimili á suðvesturströnd Englands og í Wales eru án rafmagns þar sem nú geysar mikill stormur. Samgöngur hafa víða lamast en búist er við að vindhraðinni nái hamarki seinni partinn í dag. 10.3.2008 12:31 Zimbabwe: Svartir fá stjórn fyrirtækja Robert Mugabe forseti Zimbabwe hefur undirritað ný lög sem flytja meirihluta eignarhalds allra fyrirtækja til innfæddra íbúa landsins. Nýju lögin þýða að fyrirtæki í eigu útlendinga og hvítra þurfa að afsala sér að minnsta kosti 51 prósent eignarhluts til svartra. 10.3.2008 11:36 Jarðskjálfti skekur Chile Jarðskjálfti upp á 5,5 á Richter reið yfir Chile í morgun samvkæmt upplýsingum bandarísku jarðfræðistofnuninnar. Upptök skjálftans voru á 86 kílómetra dýpi, 152 kílómetra suðaustur af Copiapo. Engar fréttir hafa borist af meiðslum á fólki eða skemmdum á byggingarmannvirkjum enn. 10.3.2008 10:42 Dvergflóðhesturinn lifir af stríð, skógarhögg og veiðiþjófa Þrátt fyrir tvö borgarastríð, stóraukið skógarhögg og veiðiþjófa er hinn sjaldgæfi Dvergflóðhestur enn á lífi í Afríkuríkinu Líberíu. 10.3.2008 10:36 Samið um bætur til SAS vegna Dash-óhappa Norræna flugfélagið SAS hefur samið við flugvélaframleiðandann Bombardier og dekkjaframleiðandann Goodrich um bætur upp á milljarð sænskra króna, jafnvirði um ellefu milljarða króna, vegna óhappa Dash 8 véla á vegum SAS í haust. 10.3.2008 09:30 Sarkozy tapar fylgi í sveitarstjórnakosningum Flokkur Sarkozy Frakklandsforseta hefur tapað fylgi í fyrstu umferð sveitarstjórnarkosninganna þar í landi. 10.3.2008 08:05 Zapatero sjö sætum frá hreinum meirihluta Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin í spænsku þingkosningunum liggur ljóst fyrir að stjórnarflokkur Jose Zapatero hefur unnið 169 þingsæti eða aðeins 7 sætum frá hreinum meirihluta. 10.3.2008 08:01 Slegist um fjársjóð fyrir dómstól í Flórída Málið hófst með sjóorrustu árið 1804 úti fyrir ströndum Gíbraltar og hefur nú hafnað fyrir dómstóli í Flórída í Bandaríkjunum. 10.3.2008 07:54 Skotbardagi á tónleikum í Kaupmannahöfn Til skotbardaga kom á pakistönskum tónleikum í seint í gærkvöldi og eru þrír menn nú í haldi lögreglunnar í Valby, einu úthverfa Kaupmannahafnar. 10.3.2008 07:52 Björguðu 758 dorgveiðimönnum af rekís Þyrlur og bátar hafa bjargað 758 veiðimönnum af rekís undan Kyrrahafsströnd Rússlands. Mennirnir voru að dorgveiði á ísnum er hann brotnaði og flekinn sem mennirnir voru á rak til hafs. 10.3.2008 07:50 Obama vann sannfærandi sigur í Wyoming Barak Obama vann sannfærandi sigur í forkosningunni í ríkinu Wyoming í gær. Þegar atkvæði höfðu verið talin hafði Obama hlotið 61% atkvæða á móti 38% hjá Clinton. 10.3.2008 07:47 Versti stomur vetrarins skellur á Bretlandi og Írlandi Bretar og Írar glíma nú við versta stormveður vetrarins en stormurinn er nú kominn upp að ströndum suðvesturhluta Englands. Vindstyrkurinn er orðinn 30 metrar á sekúndu og færist enn í aukana 10.3.2008 07:34 Bretar búa sig undir storm Íbúar Bretlandseyja búa sig nú undir storm sem gæti orðið sá versti í manna minnum. Bretar um land allt eru beðnir um að halda sig innandyra í nótt á meðan stormurinn gengur yfir og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. 9.3.2008 20:34 Sjá næstu 50 fréttir
300 slasaðir eftir 200 bíla árekstur Þrír létust í fjöldaárekstri 200 bíla á þjóðvegi á milli Dubai og Abu Dhabi í dag. Þrír til viðbótar létust í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru sex manns alvarlega slasaðir og 39 illa slasaðir en stöðugir. Að minnsta kosti 255 hlutu minni háttar meiðsli. 11.3.2008 16:00
Arabísk kona notar YouTube í kvennabaráttu Sádi-Arabísk kona hefur sett myndband af sjálfri sér undir stýri á YouTube til að þrýsta á þarlend yfirvöld að auka réttindi kvenna og leyfa þeim að keyra bíl. Wajeha Al-Huwaider er með ökuskírteini, en hún má einungis keyra á afskekktum svæðum í Sádí-Arabíu. Hún segir að hömlurnar lami helming þjóðarinnar og vill að yfirvöld leyfi konum að keyra í borgum. 11.3.2008 15:34
Mál samkynhneigða Íranans til Evrópuþingsins Michael Cashman þingmaður Evrópuþingsins í Strassborg mun taka fyrir mál samkynhneigðs írana sem á von á dauðadómi í Íran verði honum vísað úr landi í Bretlandi. Mehdi Kazemi er 19 ára og er nú í haldi í Hollandi þar sem hann berst gegn því að vera snúið aftur til Bretlands. 11.3.2008 14:55
Flugræningi vill kaupa Múhameðsteikningu Westergaards Bandarískur karlmaður, sem situr í fangelsi fyrir flugrán, vill kaupa fræga mynd danska teiknarans Kurts Westergaards af Múhameð spámanni. 11.3.2008 14:32
Hugsa um hvort fiskur sem borðaður er sé í útrýmingarhættu Íslensk stjórnvöld hafa töluverðar áhyggjur af tilraunum umhverfissinna til þess reyna að fá fólk til þess að hætta að kaupa fisk sem þeir segja sjálfir að sé í útrýmingarhættu. 11.3.2008 14:15
Húsleit hjá evrópskum flugfélögum vegna gruns um samráð Starfsmenn á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gerðu í dag húsleit á skrifstofum hjá nokkrum evrópskum flugfélögum vegna gruns um verðsamráð á tilteknum leiðum. 11.3.2008 14:13
Móðir sökuð um vanrækslu eftir morð dótturinnar Móðir breskrar unglingsstúlku sem var nauðgað og myrt í Goa á Indlandi segist ekki hafa yfirgefið dóttur sína, en hún er nú sökuð um vanrækslu. Scarlett Keeling var 15 ára þegar hún fannst látin á Anjuna ströndinni að morgni 18. febrúar. 11.3.2008 13:58
Kynferðisglæpamenn í sænskum skólum Svíar eru slegnir yfir fréttum af því að ekki færri en 75 dæmdir barnaníðingar hafi fengið vinnu í sænskum skólum og dagheimilum frá árinu 2003. 11.3.2008 13:45
Komst ekki í eigið megrunarpartý Mexíkanskur maður sem eitt sinn vóg hálft tonn missti af eigin megrunarpartýi eftir vegaóhapp. Manuel Uribe var talinn þyngsti maður heims og mældist ein 560 kíló. Í fimm ár var hann ófær um að komast úr rúminu sínu, en tókst að missa 200 kíló á tveimur árum í próteinríkum megrunarkúr. Hann er nú 360 kíló. 11.3.2008 13:37
Sprengja grandar 16 í írak Að minnsta kosti 16 farþegar rútu létust þegar sprengja sprakk á vegi í suðurhluta Íraks í dag. Auk hinna látnu slösuðust 22 í árásinni. Farþegarútan var á Basra-Nasiriya veginum um 80 kílómetra suður af Nasiriya þegar sprengjan sprakk. 11.3.2008 13:13
Evrópuþingið styður Breta vegna flóða Evrópuþingið samþykkti á fundi sínum í dag að styrkja breska stjórnvöld um 162 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 17 milljarða króna, vegna flóða sem riðu yfir England síðastliðið sumar. 11.3.2008 13:04
Forkosningar í Missisippi í dag Forkosningar Demókrata verða haldnar í Missisippi í Bandaríkjunum í dag. Barack Obama og Hillary Clinton halda áfram baráttu sinni fyrir útnefningu flokksins. Skoðanakannanir sýna að Obama hafi forskot í ríkinu þar sem meirihluti kjósenda er svartur. 11.3.2008 12:59
Reyndu að smygla 1,5 tonnum af kókaíni frá Perú Lögregluyfirvöld í Perú komu í veg fyrir að einu og hálfu tonni af kókaíni yrði smyglað úr landi þegar hún réðst nýverið til atlögu við hóp fíkniefnasmyglara í landinu. 11.3.2008 12:51
Endeavour í 16 daga leiðgangur út í geim Geimskutlunni Endeavour var skotið á loft frá Kennedy-geimstöðinni á Canaveral-höfða í nótt. 11.3.2008 12:36
Mannskæðar sprengjuárásir í Lahore Tuttugu og tveir hið minnsta eru látnir og hundrað eru særðir eftir tvær sprengingar í borginni Lahore í austurhluta Pakistans í dag 11.3.2008 11:50
Þjóðarmorð gegn Króatíu-Serbum fyrir dóm Mál gegn þremur fyrrverandi hershöfðingjum í Króatíu er hafið fyrir stríðsglæpadómsstóli Sameinuðu þjóðanna. Mennirnir eru sakaðir um þjóðarmorð og ofsóknir gegn Króatíuserbum á tíunda áratugnum. 11.3.2008 11:30
Hvítur háhyrningur sést undan strönd Alaska Mjög sjaldgæfur hvítur háhyrningur hefur sést undan ströndum Alaska og hefur það leitt til þess að fjöldi vísindamanna er nú á leið á svæðið. 11.3.2008 10:23
Veikindi hermanna í Flóabardaga raktar til skordýraeiturs Fundist hafa sannanir fyrir því að þrálát veikindi hermannanna sem tóku þátt í Flóabardaganum árið 1991 stafi af efnasamböndum í mótefni gegn taugagasi og skordýraeitri sem notað var gegn sandflugum í eyðimörkinni. 11.3.2008 08:15
Deilt um byggingu píramýda í Kristjaníu Ný deila er komin upp milli íbúa í Kristjaníu og borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn. 11.3.2008 08:04
Geimskutlan Endeavour á loft Geimskutlunni Endeavour hefur verið skotið á loft en hún á að fljúga til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 11.3.2008 07:57
Obama hafnar "draumaparinu" Barak Obama hefur hafnað því að verða varaforseti Hillary Clinton í næstu forsetakosningum. 11.3.2008 07:55
Vísbendingar um að fluglaflensuveiran geti stökkbreyttst Kínverskur læknir hefur fundið vísbendingar um að fuglaflensuveiran geti stökkbreyttst og verði þar með lífhættuleg mönnum. 11.3.2008 07:52
Ríkisstjóri New York gripinn með lúxusmellu Ríkisstjórinn í New York berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hann var gripinn með lúxusmellu á hóteli í Washington í síðasta mánuði. 11.3.2008 06:45
Útlægðir Tíbetar mótmæla Ólympíuleikum í Peking Indverska lögreglan handtók nokkur hundruð útlægða Tíbeta sem hófu mótmælagöngu í landinu í dag. Hópurinn var að mótmæla sumarólympíuleikunum í Peking, og vildi þannig koma á framfæri óánægju sinni með kínversk stjórnvöld. 10.3.2008 22:40
Bandaríkin nútímavæða pólska herinn George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann hefði samþykkt að Bandaríkin myndu hjálpa til við nútímavæðingu pólska hersins. Þetta er hluti af áætlun Bandaríkjamanna um að koma upp alþjóða eldflaugavarnarstöðvum í Póllandi. Bush tilkynnti um áformin eftir viðræður við Donald Tusk forsætisráðherra Póllands í Hvíta húsinu í morgun. 10.3.2008 16:46
Keníski herinn skýtur að byssumönnum Þyrlur keníska hersins skutu að Elgon fjallahéraði í dag til að fæla burt byssumenn sem sakaðir eru um að drepa að minnsta kosti 12 manns í deilu um landssvæði. Fréttamaður Reuters sem heimsótti héraðið sagði að herþyrlur hefðu látið til skarar skríða í fjalllendi eftir ódæðið í síðustu viku þar sem fólk var skotið, skorið eða brennt til bana. 10.3.2008 15:23
Hersveitir NATO oftar í átökum í Afganistan í ár en í fyrra Hersveitir NATO í Afganistan hafa lent oftar í átökum á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. 10.3.2008 15:22
Níu látnir í óveðri í Bandaríkjunum og Kanada Að minnsta kosti átta manns eru látnir í Bandaríkjunum og tugir þúsunda eru rafmagnslausir í Kanada eftir óveður sem gengið hefur yfir með mikilli snjókomu og sterkum vindi. Ontario og Quebec hafa orðið hvað verst úti í Kanada. 10.3.2008 15:00
Fimm bandarískir hermenn drepnir í Bagdad Fimm bandarískir hermenn létust og þrír særðust þegar sjálfsmorðarárásarmaður sprengdi sig í loft upp í miðborg Bagdad í morgun. 10.3.2008 14:49
Fjöldi slasaður eftir hrun vinnupalls í Belfast Fjöldi manns hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að vinnupallur hrundi í miðborg Belfast á Írlandi. Að minnsta kosti fimm slösuðust og óttast er að iðnaðarmenn séu fastir í rústum byggingarinnar, en talið er að hluti hennar hafi hrunið. Samkvæmt heimildarmanni BBC er fjöldi manns slasaður. 10.3.2008 13:33
Á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir að misnota börn Kanadamaðurinn Christopher Paul Neil, sem grunaður er um að hafa misnotað fjölda barna víðs vegar í Asíu, var í morgun leiddur fyrir rétt í Bangkok í Taílandi. Hann á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. 10.3.2008 13:30
Vilja þingkosningar í Serbíu Serbneska ríkisstjórnin hefur farið fram á það við Boris Tadic forseta Serbíu að leysa upp þingið og efna til kosninga. Beiðnin kemur fram eftir að Vojislav Kostunica forsætisráðherra tilkynnti um afsögn sína eftir að ríkisstjórnin féll um helgina. 10.3.2008 13:18
Um ellefu þúsund heimili án rafmagns í Englandi Hátt í 11 þúsund heimili á suðvesturströnd Englands og í Wales eru án rafmagns þar sem nú geysar mikill stormur. Samgöngur hafa víða lamast en búist er við að vindhraðinni nái hamarki seinni partinn í dag. 10.3.2008 12:31
Zimbabwe: Svartir fá stjórn fyrirtækja Robert Mugabe forseti Zimbabwe hefur undirritað ný lög sem flytja meirihluta eignarhalds allra fyrirtækja til innfæddra íbúa landsins. Nýju lögin þýða að fyrirtæki í eigu útlendinga og hvítra þurfa að afsala sér að minnsta kosti 51 prósent eignarhluts til svartra. 10.3.2008 11:36
Jarðskjálfti skekur Chile Jarðskjálfti upp á 5,5 á Richter reið yfir Chile í morgun samvkæmt upplýsingum bandarísku jarðfræðistofnuninnar. Upptök skjálftans voru á 86 kílómetra dýpi, 152 kílómetra suðaustur af Copiapo. Engar fréttir hafa borist af meiðslum á fólki eða skemmdum á byggingarmannvirkjum enn. 10.3.2008 10:42
Dvergflóðhesturinn lifir af stríð, skógarhögg og veiðiþjófa Þrátt fyrir tvö borgarastríð, stóraukið skógarhögg og veiðiþjófa er hinn sjaldgæfi Dvergflóðhestur enn á lífi í Afríkuríkinu Líberíu. 10.3.2008 10:36
Samið um bætur til SAS vegna Dash-óhappa Norræna flugfélagið SAS hefur samið við flugvélaframleiðandann Bombardier og dekkjaframleiðandann Goodrich um bætur upp á milljarð sænskra króna, jafnvirði um ellefu milljarða króna, vegna óhappa Dash 8 véla á vegum SAS í haust. 10.3.2008 09:30
Sarkozy tapar fylgi í sveitarstjórnakosningum Flokkur Sarkozy Frakklandsforseta hefur tapað fylgi í fyrstu umferð sveitarstjórnarkosninganna þar í landi. 10.3.2008 08:05
Zapatero sjö sætum frá hreinum meirihluta Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin í spænsku þingkosningunum liggur ljóst fyrir að stjórnarflokkur Jose Zapatero hefur unnið 169 þingsæti eða aðeins 7 sætum frá hreinum meirihluta. 10.3.2008 08:01
Slegist um fjársjóð fyrir dómstól í Flórída Málið hófst með sjóorrustu árið 1804 úti fyrir ströndum Gíbraltar og hefur nú hafnað fyrir dómstóli í Flórída í Bandaríkjunum. 10.3.2008 07:54
Skotbardagi á tónleikum í Kaupmannahöfn Til skotbardaga kom á pakistönskum tónleikum í seint í gærkvöldi og eru þrír menn nú í haldi lögreglunnar í Valby, einu úthverfa Kaupmannahafnar. 10.3.2008 07:52
Björguðu 758 dorgveiðimönnum af rekís Þyrlur og bátar hafa bjargað 758 veiðimönnum af rekís undan Kyrrahafsströnd Rússlands. Mennirnir voru að dorgveiði á ísnum er hann brotnaði og flekinn sem mennirnir voru á rak til hafs. 10.3.2008 07:50
Obama vann sannfærandi sigur í Wyoming Barak Obama vann sannfærandi sigur í forkosningunni í ríkinu Wyoming í gær. Þegar atkvæði höfðu verið talin hafði Obama hlotið 61% atkvæða á móti 38% hjá Clinton. 10.3.2008 07:47
Versti stomur vetrarins skellur á Bretlandi og Írlandi Bretar og Írar glíma nú við versta stormveður vetrarins en stormurinn er nú kominn upp að ströndum suðvesturhluta Englands. Vindstyrkurinn er orðinn 30 metrar á sekúndu og færist enn í aukana 10.3.2008 07:34
Bretar búa sig undir storm Íbúar Bretlandseyja búa sig nú undir storm sem gæti orðið sá versti í manna minnum. Bretar um land allt eru beðnir um að halda sig innandyra í nótt á meðan stormurinn gengur yfir og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. 9.3.2008 20:34