Fleiri fréttir

Líklega kosið í Serbíu ellefta maí

Allt stefnir í að kosið verði til þings í Serbíu ellefta maí næstkomandi. Borist Tadic, forseti landsins, tilkynnti á blaðamannafundi í Belgrad í gærkvöldi að hann myndi skipa bráðabirgðastjórn á morgun og leggja síðan til við þing að kosið verði ellefta maí.

Obama vann í Wyoming

Barack Obama hafði sigur á Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins í Wyoming í Bandaríkjunum í gær. Sigurinn er sagður styrkja framboð Obama eftir ósigur í Ohio og Texas í síðustu viku en vonir Obama stóðu til þess að hann hefði betur þar.

Bush beitir neitunarvaldinu á vatnspyntingafrumvarpið

George Bush Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að frumvarp sem meðal annars bannar vatnspyntingar verði að lögum. Frumvarpið hefði gert það að verkum að leyniþjónustunni CIA hefði verið óheimilt að beita harkalegum aðferðum við yfirheyrslur yfir grunuðum hryðjuverkamönnum.

Thatcher útskrifuð af spítalanum

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Thatcher var í matarboði hjá vinum sínum í gærkvöldi þegar hún fékk aðsvif. Rannsóknir næturinnar leiddu ekkert í ljós en um tíma var óttast að hún hefði fengið slag. Hún var því útskrifuð í dag og er við góða heilsu að sögn aðstandenda.

Kostunica segir af sér

Forsætisráðherra Serbíu, Vojuslav Kostunica, sagði af sér á blaðamannafundi fyrir stundu. Hann segir stjórnarsamstarfið í landinu vera fyrir bí og því sé ekkert annað að gera enn að leysa upp stjórnina.

Hillary sögð skreyta sig með stolnum fjöðrum

David Trimble, fyrrverandi forsætisráðherra Norður-Írlands, segir að Hillary Clinton skreyti sig með stolnum fjöðrum. Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur Hillary sagst hafa átt stóran þátt í því að koma á friði á Norður-Írlandi þegar hún var forsetafrú í Hvíta húsinu. Trimble, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir aðkomu sína að málinu, kannast hins vegar ekki við að Hillary hafi lagt mikið af mörkum.

Margaret Thatcher lögð inn á spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, var lögð inn á sjúkrahús í Lundúnum í gær. Að sögn lækna er líðan Thatcher stöðug.

Kallaði Hillary skrímsli og þurfti að segja af sér

Helsti ráðgjafi Baracks Obama í utanríkismálum sagði af sér í gær. Samantha Power sagði í viðtali við skoska blaðið The Scotsman að Hillary Clinton væri skrímsli sem svifist einskis til að ná völdum.

Dagblöðin í sókn í Danmörku

Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð Síðan fríblöðunum fjölgaði í Danmörku með tilkomu Nyhedsavisen, sem hin íslenska Dagsbrún gefur út , hefur upplag áskriftarblaðanna minnkað og tekjur sömuleiðis. Nú virðist hilla í viðsnúning.

Járnfrúin á spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var í kvöld flutt á sjúkrahús í Lundúnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins

Waris Dirie er fundin

Waris Dirie, sómalska fyrirsætan og fyrrverandi James Bond stúlkan, er fundin, eftir því sem fram kemur á vefsiðu Fox fréttastofunnar. Lögreglan fann hana í miðborg Brussel í dag, þremur dögum eftir að hún hvarf, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar í landi.

Írakar heimsækja Tyrki eftir hernaðaraðgerðir

Jalal Talabani forseti Íraks hóf sína fyrstu opinberu heimsókn til Tyrklands í dag, einni viku eftir að Tyrkir enduðu umdeilda hernaðaraðgerð gegn Kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Írak.

Leita réttar til að koma í veg fyrir lestarverkfall

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hefur lagt fram lagalega kvörtun fyrir þýskum dómstólum til að koma í veg fyrir verkfall lestarstjóra sem áætlað er í næstu viku. Fréttastofa Reuters hefur eftir þýskum dómsstól í Frankfurt að kvörtunin verði tekin fyrir á mánudagsmorgun.

Spænska stjórnin sakar ETA um manndráp

Alfredo Perez Rubalcaba innanríkisráðherra Spánar sakaði í dag aðskilnaðarsinna Baska, ETA, fyrir morð á fyrrverandi bæjarfulltrúa í Baskahéraði í dag. Helstu stjórnmálaflokkar Spánar frestuðu lokakosningafundum sínum í dag vegna morðsins, en kosið verður á sunnudag.

Hamas lýsir ábyrgð á skotárás í skóla

Hamasliðar hafa lýst yfir ábyrgð á skotárásinni á prestaskóla gyðinga í Jerúsalem sem varð átta að bana í gær. Ónafngreindur liðsmaður Hamas sagði fréttastofu Reuters í dag að samtökin lýstu yfir fullri ábyrgð á árásinni í Jerúsalem. Samtökin myndu birta nánari atvik árásarinnar síðar.

FBI yfirheyrir mann vegna Times Square sprengingar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur yfirheyrt mann sem sendi bandarískum þingmönnum bréf með mynd af skrifstofu nýliðaskráningar hersins á Times Square. Bréfið þótti grunsamlegt þar sem það var afhent í gær, daginn sem sprengja sprakk fyrir utan skrifstofuna.

Banna vestræna eftirlitsaðila

Stjórnvöld í Zimbabwe hafa bannað eftirlitsaðilum frá vestrænum ríkjum að fylgjast með forsetakosningunum sem fara fram í landinu seinna í mánuðinum. Simbarashe Mumbengegwei utanríkisráðherra sagði að Afríkuríkjum yrði heimilað að senda eftirlitsmenn, eins og bandamönnum þeirra í Kína, Íran og Venesúela.

Abkasía krefst sjálfstæðis frá Georgíu

Abkasíu-hérað í Georgíu hefur farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir viðurkenni sjálfstæði þess. Beiðni þess efnis var sett fram í dag, degi eftir að Rússland sagðist ætla að aflétta viðskiptaþvingunum á svæðinu. Georgía hefur fordæmt ákvörðun Rússa og sakað þá um að hvetja til aðskilnaðar.

Tsjad - Börnin 103 send til foreldra sinna

Ríkisstjórnin í Tsjad hefur heimilað að börnin 103 sem reynt var að smygla úr landi í október síðastliðinn fái að fara heim. Sex franski meðlimir góðgerðarsamtakanna Örk Zoe voru dæmdir fyrir að tilraun til að ræna börnunum frá Tsjad og segja að þau væru munaðarlaus börn frá hinu stríðshrjáða Darfur héraði í Súdan. Flest barnanna reyndust hins vegar eiga foreldra í Tsjad sem liggur við landamæri Súdan.

Rannsaka hugsanleg tengsl á milli sprenginga

Lögreglan í Ribe í Danmörku hefur handtekið tvo unga karlmenn sem grunaðir eru um að vera viðriðnir sprengingu á matsölustað í bænum Bramming á Jótlandi. Ung kona lét lífið í sprengingunni.

Ástralska lögreglan upprætir mansals-glæpahring

Ástralska lögreglan segist hafa upprætt alþjóðlegan mansals-glæpahring eftir björgun tíu suður-kóreskra kvenna úr vændishúsum í Sydney. Fimm manns hafa verið handteknir og meðal annars ákærðir fyrir mansal og skuldaánauð.

Þúsundir syrgja nemendur í prestaskóla

Þúsundir manna hafa safnast saman við Mercas Harav prestaskólann í Jerúsalem þar sem byssumaður drap átta manns og særði níu í gærkvöldi. Mikil sorg ríkti meðal fólksins þegar gyðingaprestur fór með bænir yfir líkum fórnarlambanna í dag.

Watson segir Japan hafa skotið á sig

Paul Watson, leiðtogi samtakanna Sea Shepherd, segir að skotið hafi verið á sig í átökum samtakanna við japanska hvalveiðimenn í suðurhluta Kyrrahafs í morgun. Hann hafi hins vegar komist lífs af þar sem hann hafi verið í skotheldu vesti.

Kona lést í mikilli sprengingu í Bramming á Jótlandi

Kona lést og fleiri eru særðir í bænum Bramming á Jótlandi. Slökkviliðið í bænum barðist við mikinn eldsvoða í miðhluta bæjarins eftir að mjög öflug sprenging varð í pizzustað þar í morgun.

Þýskir hermenn of feitir

Þýskir hermenn eru feitir, reykja of mikið og æfa of lítið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð var til að kanna ástand þýska hersins.

55 látnir eftir skæðar sprengjuárásir

Yfirvöld í Írak segja að 55 hafi látist og 130 til viðbótar særst eftir tvær sprengjur sem sprungu með skömmu millibili á verslunarsvæði í miðborg Bagdad í dag.

Eitra fyrir 100 þúsund hundum

Yfirvöld í Kashmír héraði á Indlandi hafa byrjað að eitra fyrir 100 þúsund flækingshundum í herferð gegn hundaæði í helstu borg héraðsins.

Helsti vopnasali heims handtekinn í Taílandi

Rússneskur maður sem talið er að sé helsti ólöglegi vopnasali heims hefur verið handtekinn í Taílandi. Viktor Bout sem kallaður hefur verið „Kaupmaður dauðans“ var gómaður á lúxushóteli í Bangkok. Taílenska lögreglan var með handtökuheimild frá Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um að útvega vopn til kólumbískra uppreisnarmanna.

Mótmæltu hvalveiðum Japana

Hvalaverndunarsinnar létu óánægju sína með hvalveiðar Japana í ljós í morgun þegar þeir klifruðu upp á japanska sendiráðsins í Lundúnum. Þar hengdu þeir borða með slagorðum gegn veiðunum. Hvalveiðar Japana verða eitt helsta umræðuefnið á sérstökum aukafundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hófst í Lundúnum í morgun og stendur fram á laugardag.

Sprengja sprakk á Times Square

Sprengja sprakk á Times Square í New York nú fyrir skömmu. Sprengjan var lítil samkvæmt heimildum lögreglu og varð nálægt nýliðaskráningaskrifstofu hersins. Sjónvarpsstöðvar á svæðinu segja að enginn hafi slasast og ekki hafi orðið skemmdir á byggingum í sprengjunni.

Morgnmaturinn heldur unglingum grönnum

Ný rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum sýnir að unglingar sem borða morgunmat að staðaldri eru 2,3 kílóum léttari að meðaltali en jafnaldrar þeirra sem sleppa morgunmatnum.

Sjá næstu 50 fréttir