Fleiri fréttir Liðsmönnum Sea Shepherd sleppt af japönsku skipi Tveimur liðsmanna samtakanna Sea Shepherd sem voru í haldi japanskra hvalveiðimanna í Suðurhöfum hefur verið sleppt. 18.1.2008 12:57 Ómögulegt að vinna sigur á Srí Lanka með hernaði Fyrrverandi upplýsingafulltrúi vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ómögulegt fyrir stríðandi fylkingar í landinu að vinna sigur með hernaði. Hann er svartsýnn á þróun í landinu fyrir almenna borgara. 18.1.2008 12:32 Indverjar aftra yfirvöldum að hefta fuglaflensufaraldur Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hvetja íbúa þorpa þar sem hið banvæna afbrigði fuglaflensu H5N1 kom upp í vikunni, að hætta að henda dauðum fuglum í vötn og tjarnir. Vanþekking þorpsbúa aftrar yfirvöldum frá því að hefta útbreiðslu flensunnar. 18.1.2008 10:51 200 látnir í kuldakasti í Afghanistan Tvö hundruð manns hafa látist í miklu kuldakasti í Afghanistan síðustu daga. Flestir hinna látnu eru fjárhirðar, en konur og börn hafa einnig látist af völdum kuldanna. Fólk virðist ekki vera viðbúið þessum kulda, en ekki hefur fallið jafnmikill snjór í sumum hlutum landsins í 20 ár. Rauði krossinn segir fólk hafa búist við snjókomu í einungis tvo daga. 18.1.2008 10:31 Segja flugstjóra Boeing þotunnar hetju Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hrósaði flugstjóra farþegaþotunnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær fyrir fagmennsku. Brown var einmitt staddur á Heathrow og tafðist flug hans til Kína vegna atviksins. Willie Walsh yfirmaður British Airways flugfélagsins sem á þotuna segir flugstjórann og áhöfn hans hetju. 18.1.2008 09:57 Bush tilkynnir um aðgerðir gegn kreppu George Bush Bandaríkjaforseti muni í dag tilkynna um aðgerðir stjórnar sinnar til að koma í veg fyrir kreppu í efnahagslífi landsins. 18.1.2008 09:28 Stálu 430 þúsund dósum af neftóbaki Risastórt neftóbaksrán var framið í Gautaborg í Svíþjóð í fyrrinótt þegar 430.000 dósum af neftóbaki var stolið úr kæligeymslu við höfnina í borginni. 18.1.2008 09:14 Ekkert samkomulag um varnarmál á Norðurlöndum Yfirmaðurinn Juhani Kaskeala, staðhæfir að rök vanti í umræðu um varnarmál á Norðurlöndum. Kaskeala bendir á að ekkert norrænt samkomulag sé til um varnarmál og því séu norrænu ríkin ekki skuldbundin til að senda herlið til að aðstoða hvert annað. 18.1.2008 08:46 Gordon Brown í sinni fyrstu heimsókn til Kína Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Kína. Brown mun ræða við kínverska ráðamenn um aukin viðskipti milli landanna og umhverfismál 18.1.2008 07:52 Dirfast ekki að ráðast á Íran Forseti Íran, Mamhoud Ahmedinejad, sagði í dag að Ísralar munu ekki dirfast að ráðast á Íran. Þetta voru viðbrögð forsetans við tilraunum Ísraela eldflaugavopnakerfi sínu í dag. Ísraelar segja að tilraunirnar séu viðbröðg við þeirri ógn sem stendur af Íran. 17.1.2008 17:53 Brotlending á Heathrow flugvelli Engan sakaði þegar Boeing 777 farþegaflugvél British Airways flugfélagsins nauðlenti á Heathrow flugvelli í London á öðrum tímanum í dag. Allir farþegar vélarinnar sem var að koma frá Peking í Kína komust út um neyðarrennur. Breska lögreglan segir atvikið ekki af tengt hryðjuverkum. Mikil mildi þykir að vélin lenti ekki á hraðbraut sem hún flaug yfir örskömmu áður en hún skall í jörðina nokkur hundruð metrum frá flugbrautarendanum. Samkvæmt sjónvarvottum rann vélin svo á hliðinni áfram þar til hún stöðvaði. 17.1.2008 14:27 Bretar loka menningarskrifstofu í Rússlandi Bretar hafa lokað menningarskrifstofu sinni í Sánkti Pétursborg í Rússlandi tímabundið. Það gera þeir vegna þess að Rússar hafa ákveðið að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til breskra diplómata sem starfa þar og á menningarskrifstofunni í Yekaterinburg í Úrafjöllum. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni við upphaflega ákvörðun Breta um að hundsa kröfur Rússa um að þeim yrði lokað. 17.1.2008 12:33 Hafa tvo liðsmenn Sea Shephard í haldi Áströlsk stjórnvöld ætla að senda strandgæsluskip að japönsku hvalveiðiskipi í Suður Íshafinu, til að sækja þangað tvo liðsmenn Sea Shephard samtakanna sem áhöfn skipsins hefur í haldi. 17.1.2008 12:20 Lögregla skýtur sjö til bana í Kenía Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía segir að lögregla hafi skotið sjö manns til bana í mótmælum í dag og meira en eitt þúsund hefðu látist frá úrslitum forsetakosninganna 27. desember. Þetta er annar dagur þriggja daga mótmæla. Í gær létust að minnsta kosti fjórir. 17.1.2008 11:51 Áfram átök á milli lögreglu og mótmælenda í Kenía Stjórnarandstæðingar í Kenía héldu í dag áfram mótmælum sínum á götum ýmissa borga landsins og hefur komið til átaka á milli þeirra og lögreglu í nokkrum tilvikum 17.1.2008 11:47 O.J. Simpson laus úr fangelsi á ný O.J. Simpson er laus úr fangelsi á ný eftir að hafa verið stungið í steininn á föstudag fyrir að brjóta skilmála vegna þjófnaðarmáls gegn honum. Honum var sleppt einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómari sakaði hann um „hroka og fáfræði“ og fyrir að rjúfa skilmála um fangelsisvist í málinu. 17.1.2008 11:12 Fundu leyndarmálið bakvið fullkomna leggi Kylie Minogue Vísindamenn telja sig hafa fundið leyndarmálið á bakvið fullkomna fótleggi söngkonunnar Kylie Minogue. Rannsókn leiddi í ljós að kona sem væri 160 sm á hæð þyrfti lögulega 76 sm leggi til að ná fullkomnun. 17.1.2008 10:27 Norski olíusjóðurinn er fyrirmynd alþjóðlegra fjárfesta ”Siðareglur norska olíusjóðsins hafa haft mikil áhrif á fjárfesta víða um heim þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Við vitum að margir fjárfestar í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kanada, taka sjóðinn til fyrirmyndar”. Þetta kom fram á ráðstefnu norska fjármálaráðuneytisins sem haldin var í Osló í gær, undir yfirskriftinni Fjárfest í framtíðinni. 17.1.2008 09:27 Danir vinna mest allra svarta vinnu í Evrópu Danmörk nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera það Evrópulandi þar sem flestir stunda svarta vinnu. 17.1.2008 09:01 Bandaríkjamenn telja mestu hryðjuverkaógnina frá Evrópu Ráðherra innri öryggismála í Bandaríkjunum segir að mesta hryðjuverkaógnin geti stafað frá Evrópu. Því sé nauðsynlegt að auka enn frekar öryggiseftirlit meðal farþega sem ferðast frá Evrópu til Bandaríkjanna 17.1.2008 08:07 Eldsvoði á Plaza hótelinu í Kaupmannahöfn Eldur kom upp á Plaza hótelinu í nótt en það stendur við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. 67 gestir og tveir starfsmenn voru fluttir á brott þar sem mikinn reyk lagði um allt hótelið. 17.1.2008 07:59 Sænsk sprengjusveit kölluð út vegna titrara Sprengjusveit sænsku lögreglunnar var kölluð til að kjallara í blokk í Gautaborg í vikunni. Húsvörður blokkarinnar hafði fundið þar pakka sem gaf frá sér dularfull hljóð og taldi hann að um tímasprengju væri að ræða. 17.1.2008 07:52 Ike Turner lést af ofstórum skammti af kókaíni Dánarorsök tónlistarmannsins Ike Turner var ofstór skammtur af kókaíni en Turner lést í síðasta mánuði 76 ára að aldri. 17.1.2008 07:50 Þrír Bandaríkjamenn féllu í Írak Þrír bandarískir hermenn létust eftir að hafa orðið fyrir skothríð vígamanna í Salahuddin héraði í Írak í dag. Tveir hermenn til viðbótar særðust í árásinni. 16.1.2008 20:12 Bandaríkjamenn í Líbanon beðnir um að vera á varðbergi Bandaríska sendiráðið í Beirut hefur fyrirskipað starfsfólki sínu að hafa hægt um sig og beðið bandaríska ríkisborgara að forðast fjölfarna staði. Þetta eru viðbrögð sendiráðsins við sprengjuárás á bíl þess í gær sem varð þremur að bana. 16.1.2008 17:57 Þreyttur á norrænu þrugli Krafan um almennt samkomulag kemur stundum í veg fyrir nýjungar í norrænu samstarfi. 16.1.2008 16:22 Barnsrán á Spáni minnir á mál Madeleine Örvæntingarfull leit fer nú fram af fimm ára gamalli spænskri stúlku sem hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar hún hvarf skammt frá heimili sínu í Huelva á Spáni. Stúlkan, Mari Luz Cortes, fór út að kaupa kartöfluflögur í hverfissjoppunni örfáar húsalengdir frá heimili sínu. Fjölskyldan fór að leita hennar þegar hún kom ekki til baka og tilkynnti um hvarfið. 16.1.2008 16:03 Ég má láta hengja hann -nei ég Það er svo mikill losarabragur og ósætti í ríkisstjórn Íraks að þar er jafnvel ekki hægt að hengja menn sem búið er að dæma til dauða. 16.1.2008 15:37 Ráðsmaður Díönu laug um hring Paul Burrell fyrrverandi ráðsmaður Díönu prinsessu kom fram sem vitni við réttarrannsóknina á dauða hennar í dag. Þar sagðist hann af ásettu ráði hafa haldið því leyndu að Dodi Fayed hafi gefið prinsessunni hring skömmu áður en þau létust í bílslysi. 16.1.2008 15:31 Milljarða sekt fyrir skipstapa Franski olíurisinn Total SA var í dag dæmdur til þess að greiða háa sekt og enn hærri bætur vegna olíuflutningaskipsins Eriku sem brotnaði og tvennt og sökk árið 1999. 16.1.2008 14:34 Og forða oss frá kertum - Amen Rúmensk kirkja sem alfarið er búin til úr ís er svo vinsæl að gripið hefur verið til þess ráðs að banna að kveikja á kertum í kirkjunni, svo hún bráðni ekki. 16.1.2008 13:57 Jónatan Motzfeldt segir af sér Jónatan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 16.1.2008 13:24 Táragasi beitt gegn mótmælendum í Mombasa Lögregla í Kenía skaut táragasi að mótmælendum í ferðamannabænum Mombasa í dag. 16.1.2008 13:15 Hægri flokkur dregur sig út úr stjórn Olmerts Hægri flokkur sem er andvígur samningaviðræðum við Palestínumenn dró sig í morgun út úr samsteypustjórn Ehud Olmert í Ísrael. 16.1.2008 12:45 Keníska lögreglan skaut mótmælanda til bana Lögreglan í Kenía skaut mann til bana í mótmælum stjórnarandstöðunnar í borginni Kisumu í dag. Alfred Onyango, íbúi og vitni að atburðinum, sagði að þegar lögreglan leysti upp eitt þúsund manna mótmæli, hefði hún skotið tvo menn, einn hefði látist og annar væri alvarlega slasaður. 16.1.2008 11:47 Rússar ógna starfsmönnum British Council Bresk stjórnvöld segja að það sé ólíðandi að Rússar reyni að ógna starfsmönnum menningarstofnunar þeirra, British Council. 16.1.2008 11:02 Ekki tilbúnir að kyngja klónuðu kjöti Japanir segja að þeir muni gera sínar eigin rannsóknir á því hvort kjöt af klónuðum skepnum sé hæft til manneldis. 16.1.2008 10:37 Saudi Arabía tekur vel í að auka olíuframleiðslu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til þess að fundur hans með Abdullah, konungi Saudi Arabíu leiði til þess að samtök olíuframleiðsluríkja auki framleiðslu sína. 16.1.2008 10:21 Fundu fornsögulegt nagdýr á stærð við nautgrip Vísindamenn hafa greint frá steingerðri hauskúpu nagdýrs sem er það stærsta sem fundist hefur í heiminum. Nagdýrið var á stærð við nautgrip og var um eitt tonn að þyngd. 16.1.2008 10:08 Fidel Castro sagður við góða heilsu á ný Nýjar myndir af Fidel Castro leiðtoga Kúbu sýna að hann er í fínu formi í dag eftir langvarandi veikindi. 16.1.2008 09:23 Ítalska lögreglan ræðst gegn nígerísku mafíunni Nígeríska mafían hefur verið að koma sér fyrir í Evrópu á undanförnum árum. Ítalska lögreglan lét til skarar skríða gegn henni í vikunni og handtók tugi nígeríska glæpamanna 16.1.2008 09:20 Klónað kjöt hæft til manneldis í Bandaríkjunum Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kjöt af klónuðum dýrum og afkvæmum þeirra sé jafn öruggt til neyslu og kjöt af öðrum dýrum. 16.1.2008 09:18 Kaldasti vetur á Grænlandi í áratug Grænlendingar verða ekki mikið varir við hlýnun jarðar þessa daganna því veturinn þar í landi, það sem af er, mun vera sá kaldasti í áratug. 16.1.2008 09:09 Páfinn afboðar heimsókn í háskóla Benedikt páfi hefur afboðað heimsókn sína í virtan háskóla á Ítalíu eftir að kennarar við skólann mótmæltu skoðunum páfans á réttarhöldunum yfir Galileo. 16.1.2008 07:52 Margir liggja í valnum eftir sprengjuárás á Sri Lanka Að minnsta kosti 23 eru látnir eftir sprengjuárás á rútu á Sri Lanka í morgun og fimmtíu liggja sárir eftir. 16.1.2008 07:46 Sjá næstu 50 fréttir
Liðsmönnum Sea Shepherd sleppt af japönsku skipi Tveimur liðsmanna samtakanna Sea Shepherd sem voru í haldi japanskra hvalveiðimanna í Suðurhöfum hefur verið sleppt. 18.1.2008 12:57
Ómögulegt að vinna sigur á Srí Lanka með hernaði Fyrrverandi upplýsingafulltrúi vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ómögulegt fyrir stríðandi fylkingar í landinu að vinna sigur með hernaði. Hann er svartsýnn á þróun í landinu fyrir almenna borgara. 18.1.2008 12:32
Indverjar aftra yfirvöldum að hefta fuglaflensufaraldur Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hvetja íbúa þorpa þar sem hið banvæna afbrigði fuglaflensu H5N1 kom upp í vikunni, að hætta að henda dauðum fuglum í vötn og tjarnir. Vanþekking þorpsbúa aftrar yfirvöldum frá því að hefta útbreiðslu flensunnar. 18.1.2008 10:51
200 látnir í kuldakasti í Afghanistan Tvö hundruð manns hafa látist í miklu kuldakasti í Afghanistan síðustu daga. Flestir hinna látnu eru fjárhirðar, en konur og börn hafa einnig látist af völdum kuldanna. Fólk virðist ekki vera viðbúið þessum kulda, en ekki hefur fallið jafnmikill snjór í sumum hlutum landsins í 20 ár. Rauði krossinn segir fólk hafa búist við snjókomu í einungis tvo daga. 18.1.2008 10:31
Segja flugstjóra Boeing þotunnar hetju Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hrósaði flugstjóra farþegaþotunnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær fyrir fagmennsku. Brown var einmitt staddur á Heathrow og tafðist flug hans til Kína vegna atviksins. Willie Walsh yfirmaður British Airways flugfélagsins sem á þotuna segir flugstjórann og áhöfn hans hetju. 18.1.2008 09:57
Bush tilkynnir um aðgerðir gegn kreppu George Bush Bandaríkjaforseti muni í dag tilkynna um aðgerðir stjórnar sinnar til að koma í veg fyrir kreppu í efnahagslífi landsins. 18.1.2008 09:28
Stálu 430 þúsund dósum af neftóbaki Risastórt neftóbaksrán var framið í Gautaborg í Svíþjóð í fyrrinótt þegar 430.000 dósum af neftóbaki var stolið úr kæligeymslu við höfnina í borginni. 18.1.2008 09:14
Ekkert samkomulag um varnarmál á Norðurlöndum Yfirmaðurinn Juhani Kaskeala, staðhæfir að rök vanti í umræðu um varnarmál á Norðurlöndum. Kaskeala bendir á að ekkert norrænt samkomulag sé til um varnarmál og því séu norrænu ríkin ekki skuldbundin til að senda herlið til að aðstoða hvert annað. 18.1.2008 08:46
Gordon Brown í sinni fyrstu heimsókn til Kína Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Kína. Brown mun ræða við kínverska ráðamenn um aukin viðskipti milli landanna og umhverfismál 18.1.2008 07:52
Dirfast ekki að ráðast á Íran Forseti Íran, Mamhoud Ahmedinejad, sagði í dag að Ísralar munu ekki dirfast að ráðast á Íran. Þetta voru viðbrögð forsetans við tilraunum Ísraela eldflaugavopnakerfi sínu í dag. Ísraelar segja að tilraunirnar séu viðbröðg við þeirri ógn sem stendur af Íran. 17.1.2008 17:53
Brotlending á Heathrow flugvelli Engan sakaði þegar Boeing 777 farþegaflugvél British Airways flugfélagsins nauðlenti á Heathrow flugvelli í London á öðrum tímanum í dag. Allir farþegar vélarinnar sem var að koma frá Peking í Kína komust út um neyðarrennur. Breska lögreglan segir atvikið ekki af tengt hryðjuverkum. Mikil mildi þykir að vélin lenti ekki á hraðbraut sem hún flaug yfir örskömmu áður en hún skall í jörðina nokkur hundruð metrum frá flugbrautarendanum. Samkvæmt sjónvarvottum rann vélin svo á hliðinni áfram þar til hún stöðvaði. 17.1.2008 14:27
Bretar loka menningarskrifstofu í Rússlandi Bretar hafa lokað menningarskrifstofu sinni í Sánkti Pétursborg í Rússlandi tímabundið. Það gera þeir vegna þess að Rússar hafa ákveðið að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til breskra diplómata sem starfa þar og á menningarskrifstofunni í Yekaterinburg í Úrafjöllum. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni við upphaflega ákvörðun Breta um að hundsa kröfur Rússa um að þeim yrði lokað. 17.1.2008 12:33
Hafa tvo liðsmenn Sea Shephard í haldi Áströlsk stjórnvöld ætla að senda strandgæsluskip að japönsku hvalveiðiskipi í Suður Íshafinu, til að sækja þangað tvo liðsmenn Sea Shephard samtakanna sem áhöfn skipsins hefur í haldi. 17.1.2008 12:20
Lögregla skýtur sjö til bana í Kenía Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía segir að lögregla hafi skotið sjö manns til bana í mótmælum í dag og meira en eitt þúsund hefðu látist frá úrslitum forsetakosninganna 27. desember. Þetta er annar dagur þriggja daga mótmæla. Í gær létust að minnsta kosti fjórir. 17.1.2008 11:51
Áfram átök á milli lögreglu og mótmælenda í Kenía Stjórnarandstæðingar í Kenía héldu í dag áfram mótmælum sínum á götum ýmissa borga landsins og hefur komið til átaka á milli þeirra og lögreglu í nokkrum tilvikum 17.1.2008 11:47
O.J. Simpson laus úr fangelsi á ný O.J. Simpson er laus úr fangelsi á ný eftir að hafa verið stungið í steininn á föstudag fyrir að brjóta skilmála vegna þjófnaðarmáls gegn honum. Honum var sleppt einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómari sakaði hann um „hroka og fáfræði“ og fyrir að rjúfa skilmála um fangelsisvist í málinu. 17.1.2008 11:12
Fundu leyndarmálið bakvið fullkomna leggi Kylie Minogue Vísindamenn telja sig hafa fundið leyndarmálið á bakvið fullkomna fótleggi söngkonunnar Kylie Minogue. Rannsókn leiddi í ljós að kona sem væri 160 sm á hæð þyrfti lögulega 76 sm leggi til að ná fullkomnun. 17.1.2008 10:27
Norski olíusjóðurinn er fyrirmynd alþjóðlegra fjárfesta ”Siðareglur norska olíusjóðsins hafa haft mikil áhrif á fjárfesta víða um heim þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Við vitum að margir fjárfestar í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kanada, taka sjóðinn til fyrirmyndar”. Þetta kom fram á ráðstefnu norska fjármálaráðuneytisins sem haldin var í Osló í gær, undir yfirskriftinni Fjárfest í framtíðinni. 17.1.2008 09:27
Danir vinna mest allra svarta vinnu í Evrópu Danmörk nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera það Evrópulandi þar sem flestir stunda svarta vinnu. 17.1.2008 09:01
Bandaríkjamenn telja mestu hryðjuverkaógnina frá Evrópu Ráðherra innri öryggismála í Bandaríkjunum segir að mesta hryðjuverkaógnin geti stafað frá Evrópu. Því sé nauðsynlegt að auka enn frekar öryggiseftirlit meðal farþega sem ferðast frá Evrópu til Bandaríkjanna 17.1.2008 08:07
Eldsvoði á Plaza hótelinu í Kaupmannahöfn Eldur kom upp á Plaza hótelinu í nótt en það stendur við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. 67 gestir og tveir starfsmenn voru fluttir á brott þar sem mikinn reyk lagði um allt hótelið. 17.1.2008 07:59
Sænsk sprengjusveit kölluð út vegna titrara Sprengjusveit sænsku lögreglunnar var kölluð til að kjallara í blokk í Gautaborg í vikunni. Húsvörður blokkarinnar hafði fundið þar pakka sem gaf frá sér dularfull hljóð og taldi hann að um tímasprengju væri að ræða. 17.1.2008 07:52
Ike Turner lést af ofstórum skammti af kókaíni Dánarorsök tónlistarmannsins Ike Turner var ofstór skammtur af kókaíni en Turner lést í síðasta mánuði 76 ára að aldri. 17.1.2008 07:50
Þrír Bandaríkjamenn féllu í Írak Þrír bandarískir hermenn létust eftir að hafa orðið fyrir skothríð vígamanna í Salahuddin héraði í Írak í dag. Tveir hermenn til viðbótar særðust í árásinni. 16.1.2008 20:12
Bandaríkjamenn í Líbanon beðnir um að vera á varðbergi Bandaríska sendiráðið í Beirut hefur fyrirskipað starfsfólki sínu að hafa hægt um sig og beðið bandaríska ríkisborgara að forðast fjölfarna staði. Þetta eru viðbrögð sendiráðsins við sprengjuárás á bíl þess í gær sem varð þremur að bana. 16.1.2008 17:57
Þreyttur á norrænu þrugli Krafan um almennt samkomulag kemur stundum í veg fyrir nýjungar í norrænu samstarfi. 16.1.2008 16:22
Barnsrán á Spáni minnir á mál Madeleine Örvæntingarfull leit fer nú fram af fimm ára gamalli spænskri stúlku sem hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar hún hvarf skammt frá heimili sínu í Huelva á Spáni. Stúlkan, Mari Luz Cortes, fór út að kaupa kartöfluflögur í hverfissjoppunni örfáar húsalengdir frá heimili sínu. Fjölskyldan fór að leita hennar þegar hún kom ekki til baka og tilkynnti um hvarfið. 16.1.2008 16:03
Ég má láta hengja hann -nei ég Það er svo mikill losarabragur og ósætti í ríkisstjórn Íraks að þar er jafnvel ekki hægt að hengja menn sem búið er að dæma til dauða. 16.1.2008 15:37
Ráðsmaður Díönu laug um hring Paul Burrell fyrrverandi ráðsmaður Díönu prinsessu kom fram sem vitni við réttarrannsóknina á dauða hennar í dag. Þar sagðist hann af ásettu ráði hafa haldið því leyndu að Dodi Fayed hafi gefið prinsessunni hring skömmu áður en þau létust í bílslysi. 16.1.2008 15:31
Milljarða sekt fyrir skipstapa Franski olíurisinn Total SA var í dag dæmdur til þess að greiða háa sekt og enn hærri bætur vegna olíuflutningaskipsins Eriku sem brotnaði og tvennt og sökk árið 1999. 16.1.2008 14:34
Og forða oss frá kertum - Amen Rúmensk kirkja sem alfarið er búin til úr ís er svo vinsæl að gripið hefur verið til þess ráðs að banna að kveikja á kertum í kirkjunni, svo hún bráðni ekki. 16.1.2008 13:57
Jónatan Motzfeldt segir af sér Jónatan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 16.1.2008 13:24
Táragasi beitt gegn mótmælendum í Mombasa Lögregla í Kenía skaut táragasi að mótmælendum í ferðamannabænum Mombasa í dag. 16.1.2008 13:15
Hægri flokkur dregur sig út úr stjórn Olmerts Hægri flokkur sem er andvígur samningaviðræðum við Palestínumenn dró sig í morgun út úr samsteypustjórn Ehud Olmert í Ísrael. 16.1.2008 12:45
Keníska lögreglan skaut mótmælanda til bana Lögreglan í Kenía skaut mann til bana í mótmælum stjórnarandstöðunnar í borginni Kisumu í dag. Alfred Onyango, íbúi og vitni að atburðinum, sagði að þegar lögreglan leysti upp eitt þúsund manna mótmæli, hefði hún skotið tvo menn, einn hefði látist og annar væri alvarlega slasaður. 16.1.2008 11:47
Rússar ógna starfsmönnum British Council Bresk stjórnvöld segja að það sé ólíðandi að Rússar reyni að ógna starfsmönnum menningarstofnunar þeirra, British Council. 16.1.2008 11:02
Ekki tilbúnir að kyngja klónuðu kjöti Japanir segja að þeir muni gera sínar eigin rannsóknir á því hvort kjöt af klónuðum skepnum sé hæft til manneldis. 16.1.2008 10:37
Saudi Arabía tekur vel í að auka olíuframleiðslu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til þess að fundur hans með Abdullah, konungi Saudi Arabíu leiði til þess að samtök olíuframleiðsluríkja auki framleiðslu sína. 16.1.2008 10:21
Fundu fornsögulegt nagdýr á stærð við nautgrip Vísindamenn hafa greint frá steingerðri hauskúpu nagdýrs sem er það stærsta sem fundist hefur í heiminum. Nagdýrið var á stærð við nautgrip og var um eitt tonn að þyngd. 16.1.2008 10:08
Fidel Castro sagður við góða heilsu á ný Nýjar myndir af Fidel Castro leiðtoga Kúbu sýna að hann er í fínu formi í dag eftir langvarandi veikindi. 16.1.2008 09:23
Ítalska lögreglan ræðst gegn nígerísku mafíunni Nígeríska mafían hefur verið að koma sér fyrir í Evrópu á undanförnum árum. Ítalska lögreglan lét til skarar skríða gegn henni í vikunni og handtók tugi nígeríska glæpamanna 16.1.2008 09:20
Klónað kjöt hæft til manneldis í Bandaríkjunum Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kjöt af klónuðum dýrum og afkvæmum þeirra sé jafn öruggt til neyslu og kjöt af öðrum dýrum. 16.1.2008 09:18
Kaldasti vetur á Grænlandi í áratug Grænlendingar verða ekki mikið varir við hlýnun jarðar þessa daganna því veturinn þar í landi, það sem af er, mun vera sá kaldasti í áratug. 16.1.2008 09:09
Páfinn afboðar heimsókn í háskóla Benedikt páfi hefur afboðað heimsókn sína í virtan háskóla á Ítalíu eftir að kennarar við skólann mótmæltu skoðunum páfans á réttarhöldunum yfir Galileo. 16.1.2008 07:52
Margir liggja í valnum eftir sprengjuárás á Sri Lanka Að minnsta kosti 23 eru látnir eftir sprengjuárás á rútu á Sri Lanka í morgun og fimmtíu liggja sárir eftir. 16.1.2008 07:46