Fleiri fréttir

Mazda brúar bilið

Mazda Furai er ætlað að brúa bilið á milli kappakstursbíls og sportbíls, í nýjum götubíl. Nýi bíllinn er grundvallaður Le Mans kappaksursbíl.

Á fjórða þúsund hermenn sendir til Íraks

Bandaríkjamenn ætla að senda 3200 hermenn til Íraks til viðbótar við þá sem eru þar nú. Sky fréttastöðin greinir frá þessu. Gagnrýni á hersetu Bandaríkjamenn fer sífellt vaxandi og Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að tuttugu þúsund hermenn yrðu kallaðir heim frá Írak innan hálfs árs.

Árás á bandaríska sendiráðsbifreið

Að minnsta kosti þrír létu lífið og fjölmargir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bandaríska sendiráðsbifreið í Beirut, höfuðborg Líbanons í dag.

Reyndu að flækja skrúfu hvalveiðiskips

Japanar segja að áður en tveir af liðsmönnum Sea Shepherd réðust um borð í hvalveiðiskip þeirra hafi skip Sea Shepherd reynd að flækja köðlum í skrúfu þess, auk þess sem áhöfnin hafi fleygt flöskum með sýru yfir á þilfar hvalveiðiskipsins.

Bundu hvalverndunarsinna við mastur hvalveiðiskips

Japanskir hvalveiðimenn voru ekki að tvínóna við hlutina þegar tveir hvalaverndunarsinnar réðust um borð í skip þeirra í morgun til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suður-Íshafi. Tvímenningarnir voru bundnir við mastur hvalveiðiskipsins.

Moon segir Störe hafa verið skotmark talibana

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir utanríkisráðherra Noregs og sendinefnd hans hafa verið skotmark talibana sem réðust á hótel í Kabúl í Afganistan í gær.

Þrjár drottningar í New York

Hinar þrjár drottningar Cunard skipafélagsins hittust í fyrsta og eina skiptið á sínum ferli í New York á sunnudag.

Hérna er jólatrÉÉÉÉÐ

Þýskur maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa losað sig við jólatréð sitt með því að fleygja því út um glugga á þriðju hæð.

Pylsuskortur hrellir Svisslendinga

Svissneskir slátrarar eru áhyggjufullir þessa dagana og hafa varað þjóðin við yfirvofandi pylsuskorti í landinu á þessu ári.

Hóta að draga úr aðstoð

Evrópusambandið íhugar nú alvarlega að draga verulega úr aðstoð sinni við Kenía náist ekki sættir á landinu eftir umdeildar kosningar sem fram fóru fyrr í mánuðinum.

Norski blaðamaðurinn látinn

Annar Norðmannan sem særðust í sprengjuárás í Afganista nú síðdegis er látinn. Hann var blaðamaður í fylgdarliði norska utanríkisráðherrans, Jonas Gahr Störe. Ráðherrann var staddur á hótelinu þegar ráðist var á það en hann er óskaddaður.

Störe slapp með skrekkinn - Tveir Norðmenn særðust

Tveir Norðmenn í fylgdarliði norska utanríkisráðherrans særðust í sprengjuárás á hótel í Kabúl í Afganistan nú síðdegis. Ráðherrann var staddur á hótelinu þegar ráðist var á það en hann er óskaddaður.

Fæturnir frá Össuri eru of góðir

Alþjóða frjálsíþróttasambandið sagði í dag að gervifæturnir sem Össur smíðaði fyrir suður-afríska hlauparann Oscar Pistorius gefi honum alltof mikið forskot á aðra keppendur.

Olof Palme var njósnari

Olof Palme fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar var njósnari á yngri árum. CIA vildi ráða hann til starfa eftir að hann gaf upp nöfn þriggja kommúnista sem voru að fara frá Svíþjóð á stúdentaráðstefnu í Prag.

Rússar vilja Breta burt

Rússar eru öskureiðir yfir því að Bretar skuli ekki hafa lokað menningarskrifstofum sínum í Sankti Pétursborg og Yekaterinburg.

Strumparnir fimmtugir í dag

Strumparnir fagna fimmtugsafmæli í dag. Í tilefni af afmælinu er búið að skipuleggja margvíslega viðburði í söfnum og bókaverslunum víða um heimaland þeirra, Belgíu.

Viðbúnaður vegna flóða í sunnanverðri Afríku

Rauði krossinn í Mósambík hefur kallað út rúmlega 400 sjálfboðaliða til björgunarstarfa á flóðasvæðum í landinu og hefur að minnsta kosti 200 manns verið bjargað úr sjálfheldu af láglendi. Flóðin má rekja til mikilla rigninga.

Rússneskur fánaberi látinn

Hermaðurinn sem dró rússneska fánann að húni á þinghúsinu í Berlín í síðari heimsstyrjöldinni er látinn, 85 ára að aldri.

Sportlegur lítill Ford

Ford verksmiðjurnar kynntu nýjan smábíl á Norður-Ameríku bílasýningunni í Detroit. Hann er á stærð við Ford Fiesta. Bíllinn er hannaður í Evrópu en ætlaður til sölu um allan heim.

Morðingi verður ráðherra

Veturinn 2004 myrti Rússinn Vitalij Kalojev danska flugumferðarstjórann Peter Nielsen. Tveim árum áður hafði Nielsen verið í flugturni í Sviss þegar rússnesk leiguflugvél og fragtþota frá DHL rákust saman.

Geimfar flýgur framhjá Merkúr

Fyrsta geimfarið sem heimsækir Merkúr í yfir 30 ár mun fljúga framhjá plánetunni í dag í aðeins 200 kílómetra fjarlægð. Stjarnfræðingar bíða spenntir eftir myndum og upplýsingum frá geimfarinu

Fíkniefni algeng á lokuðum geðdeildum í Danmörku

Fíkniefni fljóta um allt á lokuðum deildum á geðsjúkrahúsum í Danmörku. Í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið kemur meðal annars fram að allt að helmingur sjúklinga á þessum stofnunum notar ólögleg fíkniefni.

760 hermenn hafa látist í Afghanistan

Tala látinna hermanna úr alþjóðlegu herliði sem verið hefur í Afghanistan síðan 2001 er komin upp í 760. Tveir hollenskir hermenn létust í landinu í gær.

Tony Blair sendir sitt fyrsta SMS

Það er ekki oft sem fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, lendir í því að fólki viti ekki hver hann er. En eftir að hann fékk sinn fyrsta farsíma hefur hann lent í vandræðum.

Lögreglustjóri rekinn

Jackie Selebi, lögreglustjóri í Suður-Afríku og yfirmaður Alþjóðalögreglunnar Interpol, verður ákærður fyrir spillingu.

Neyð í Kenya

Um hálf milljón Keníabúa mun þurfa á mannúðaraðstoð að halda innan skamms ef ekki tekst að leysa deilur stríðandi fylkinga þar í landi.

Sþ rannsaka ekki morðið á Bhutto

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, útilokar að Sameinuðu þjóðunum verði falið að stýra rannsókn á morðinu á stjórnarandstöðuleiðtoganum Benazir Bhutto í síðasta mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir