Fleiri fréttir

Kínverjar mótmæla fundi Bush og Dalai Lama

Bush Bandaríkjaforseti hitti gær Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbet, þrátt fyrir hörð mótmæli kínverskra stjórnvalda. Leiðtogarnir hittust í íbúð Bandaríkjaforseta.

Óttast skaðleg áhrif þráðlausra módema

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi vilja nú kanna hvort rafbylgjur frá þráðlausum módemum sem notuð eru víða á heimilum geti haft skaðleg áhrif á heilann.

Madonna gerir nýjan útgáfusamning

Söngkonan Madonna undirritaði í gær einn stærsta plötu og tónleikasamning sögunnar við útgáfufyrirtækið Live Nation.

Tyrkneska þingið tekur afstöðu til innrásar inn í Írak

Tyrkneska þingið greiðir í dag atkvæði um frumvarp ríkisstjórnar landsins sem kveður á um heimild til að senda tyrkneska hersveitir yfir landamærin til norðurhluta Íraks. Yfirvöld í Írak hafa varað við afleiðingum innrásarinnar.

Sænskar orrustuþotur til Tælands

Búist er við að Tælenski flugherinn kaupi sænskar Gripen orrustuþotur frekar en bandarískar F-16 þotur, þegar kemur að því að skipta út hluta af orrustuflugflota landsins.

Engar myndir fundust af Madeleine

Portúgalska lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar um Madeleine McCann meðal efnis á 150 tölvum grunaðra barnaníðinga . Vonast hafði verið til að komast á snoðir um hvarf stúlkunnar í tengslum við stærstu rannsókn lögreglunnar á barnaníðingum í landinu til þessa.

Danaprinsi snúið frá Eystri-landsrétti

Jafnvel Jóakim Danaprins komst ekki framhjá öryggisvörðum við Eystri-Landsréttinn í Kaupmannahöfn í dag, þegar þar fóru fram vitnaleiðslur í máli meintra hryðjuverkmanna sem handteknir voru í Óðinsvéum á dögunum.

Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu

Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt.

Fjögurra hæða risaeðla

Steingervingafræðingar í Argentínu hafa fundið einstaklega heillega beinagrind af einhverri stærstu risaeðlu sem um getur.

Andvaka sebrafiskar

Fiskar hafa kannski ekki augnlok, en þeir sofa samt. Og sumir þeirra þjást jafnvel af svefntruflunum.

Vilja fjölga klósettum í heiminum

Sérfræðingar í heilbrigðis- og hreinlætismálum frá yfir fjörtíu löndum hittast á ráðstefnu í Nýju Delí á Indlandi í lok mánaðarins. Markmiðið er að finna leiðir til að fjölga klósettum í heiminum.

Afganskur harmleikur

Afgönsk móðir og fjögur börn hennar létu lífið þegar hún reyndi að hindra son sinn í að gera sjálfsmorðssprengjuárás á erlenda hermenn í landinu.

Nýskráðum bílum fækkar í Evrópu í september

Nýskráningum bíla innan Evrópusambandsins og á Íslandi, í Noregi og Sviss, fækkaði um eitt og hálft prósent miðað við sama mánuð í fyrra eftir því sem fram kemur í tölum Samtaka bílaframleiðenda í Evrópu.

Fundu göng undir landamærum Egyptalands og Palestínu

Egypsk yfirvöld hafa fundið tvö göng sem liggja undir landamæri Palestínu og Egyptalands. Svo virðist sem göngin hafi verið notuð til að smygla vopnum og fíkniefnum milli landanna. Þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins.

„Ruglaði" barnaníðingurinn talinn Kanadamaður

Grunaður internet-barnaníðingur sem Interpol hefur leitað að hefur verið nafngreindur sem Kanadamaðurinn Christopher Paul Neil. Alþjóðalögreglan hefur birt nýja mynd af manninum úr öryggismyndavél á flugvelli í Bangkok í Taílandi. Þar er hann með rakað höfuð og gleraugu.

Kínverjar sprengja lengstu kínverjakeðju í heimi

Borgaryfirvöld í kínversku borginni Liuyang vona að borgin komist á spjöld sögunnar og síður heimsmetabóka með því að sprengja yfir 18 km langa keðju af "kínverjum" eða hvellbombum. Þessi sprengjuveisla er samvinnuverkefni 35 flugeldaverksmiðja í borginni.

Rússar selja Írönum þotuhreyfla í herþotur

Íranir hafa ákveðið að kaupa 50 rússneska RD-33 þotuhreyfla sem sérstaklega eru hannaðir fyrir herþotur. Gert er ráð fyrir því að Pútín, forseti Rússlands, undirriti samkomulag þessa efnis á meðan opinber heimsókn hans í Íran stendur yfir.

Kosningasjóður Hillary Clinton stækkar hratt

Kosningasjóður Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar, stækkar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Henni hefur nú tekist að safna nærri 200 milljónum króna meira en helsti keppinautur hennar Barack Obama.

Tyrkir undirbúa innrás í Írak

Stjórnvöld í Írak hvöttu Tyrki í gær til hætta við yfirvofandi árás gegn kúrdískum skæruliðum í norðurhluta Írak. Um sextíu þúsund tyrkneskir hermenn eru nú í viðbragðsstöðu við landamæri ríkjanna.

Níu látast í umferðarslysi

Níu létust og sjö slösuðust í sjálfstjórnarhéraðinu Tatarstan í Rússlandi í morgun þegar vörubifreið lenti í árekstri við smárútu.

Pútín kemur í opinbera heimsókn til Írans

Pútín Rússlandsforseti kom í opinbera heimsókn til Írans í morgun. Er um að ræða fyrstu heimsókn moskvuleiðtoga síðan Jósef Stalín heimsótti landið árið 1943.

Bandaríkjamenn styðja stofnun Palestínuríkis

Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að styðja stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Þetta kom fram í máli Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,í Ísrael í gær. Sagði hún ennfremur að aðeins með stofnun sjálfstæðs palestínuríkis sé hægt að tryggja frið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Írakar biðja Tyrki að hugsa sig um

Íraska stjórnin hvatti Tyrki í dag til að hætta við yfirvofandi sókn gegn kúrdískum skæruliðum yfir landamæri Tyrklands og Íraks.

Pútin fer til Írans í fyrramálið

Pútin Rússlandsforseti ætlar að fara til Írans í fyrramálið, þó að njósnir hafi borist um að þar verði setið um líf hans. Pútin var í Þýskalandi í dag og búist var við að hann færi til Írans í kvöld. Því var þó frestað til morguns.

Bíll Díönu gæti hafa lent í árekstri

Bíllinn sem Díana prinsessa var í þegar hún lést gæti hafa rekist á annan stóran og dökkan bíl þegar hann keyrði inn göngin í París. Þetta eru upplýsingar vitna við réttarrannsókn á dauða Díönu og Dodi Fayed.

Vírus strádrepur seli

Óþekktur vírus hefur í sumar og haust drepið á þriðja þúsund seli í Kattegat og Skagerrak.

"Ruglaði" barnaníðingurinn í Taílandi

Alþjóðalögreglan Interpol telur sig hafa fundið barnaníðing sem birti myndir á internetinu af sjálfum sér þar sem hann misnotaði ung börn í Kambodíu og Víetnam. Maðurinn er talinn vera breskur enskukennari sem nú er í Taílandi. Hann hafði ruglað andlit sitt, en Interpol beitti sömu aðferð til að afrugla andlit hans.

Serbar draga lappirnar í málum stríðsglæpamanna

Yfirsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, sagði í dag að samvinna serbneskra stjórnvalda hefði skánað nokkuð á síðasta ári, en væri samt ekki nógu góð.

Tyrkir halda fast við innrás í Írak

Tyrkneskur hershöfðingi sagði í dag að of snemmt sé að segja til um nákvæmlega hvenær verður ráðist inn í Írak eða hversu miklum herafla verði beitt.

Hrukkukrem virka ekki

Árum saman hefur fólk trúað því að dýru fínu hrukkukremin væru betri en þau ódýru. Það er rangt, ef marka má nýlega rannsókn í Svíþjóð.

A380 afhent

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus afhenti Singapore Airlines í morgun fyrstu A380 risaflugvélina. Framleiðsla á vélinni hefur verið langt frá því átakalaus.

Óvíst um för Pútins til Írans

Rússneskir embættismenn segjast nú vera óvissir um hvort Pútin forseti haldi sig við fyrirhugaða heimsókn til Írans. Pútin er núna í Þýskalandi, þar sem hann hefur verið að ræða við Angelu Merkel kanslara.

Hu vill leggja áherslu á umhverfisvernd

Kínverjar ætla á næstu fimm árum að leggja ofurkapp á umhverfisvernd, sem forseti landsins segir að sé nauðsynlegt til að kínverska þjóðin lifi af.

Hvernig er að deyja?

Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn.

Þrír fá Nóbelsverðlaun í hagfræði

Bandaríkjamennirnir Leonid Hurwicz, Eric Maskin og Roger Myerson fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Frá þessu greindi sænska nóbelsakademían í morgun. Verðlaunin fá þremenningarnir fyrir að hafa lagt grundvöllinn að kenningu um kerfisskipulagningu markaða.

Báturinn er bambusstöng

Ný vatnsíþróttagrein hefur litið dagsins ljós í Kína en það er sigling á bambusstöng. Það voru íbúar í þorpinu Chishui, nálægt borginni Zuity, sem fundu þessa íþróttagrein upp og æfa sig í henni á Pinzhou ánni.

Sakaður um að gefa Saddam vindla

Bandarískur fangavörður Saddams Hussein mætir fyrir rétt í dag fyrir það meðal annars að hafa gefið hinum fallna einræðisherra kúbverska vindla.

Réttað yfir hryðjuverkamönnum í Belgíu

Réttarhöld yfir sex einstaklingum sem eru sakaðir um hryðjuverkastarfsemi hófust í Brussel í Belgíu í dag. Hópurinn er talinn tengjast sjálfsmorðssprengjuárásum í Írak og er fólkið ennfremur sakað um að hafa notað Belgíu sem þjálfunarmiðstöð fyrir samtök herskárra múslima.

Sjá næstu 50 fréttir