Fleiri fréttir

Simpson handtekinn vegna ráns

Lögreglan í Las Vegas handtók í dag fyrrverandi ruðningshetjuna O.J. Simpson vegna meintrar aðildar hans að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg.

Olía en ekki almannahagur

Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur.

Gates hafnar því að Íraksstríðið snúist um olíu

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði í dag á bug þeim fullyrðingum Alans Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra landsins, að ráðist hefði verið inn í Írak vegna olíuhagsmuna Vesturveldanna en ekki til þess að frelsa Íraka undan oki Saddams Husseins.

Skógareldar í fjallahéruðum Kaliforíu

Yfir fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna skógarelda sem geisa í San Bernardino skóginum í Kaliforníu. Eldsins varð vart á föstudag og hefur slökkviliðsmönnum gengið illa að ná tökum á honum, en hann geisar á 18.000 ekra svæði.

Útgönguspár benda til sigurs Karamalis

Útgönguspár eftir þingkosningar í Grikklandi benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, íhaldsflokkur forsætisráðherrans Costas Karamanlis, hafi tryggt sér nógu mörg þingsæti til þess að halda áfram völdum.

Fjölþjóðlegur hópur um borð í vélinni

Í það minnsta 87 manns hafa fundist látnir eftir að farþegaflugvél frá taílenska lággjaldaflugfélaginu One-Two-Go brotlenti á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands fyrr í dag. Farþegar frá 13 löndum lifðu slysið af.

Branson styður við vörn McCann-hjónanna

Milljarðarmæringurinn Sir Richard Branson hyggst leggja fram 100 þúsund pund, jafnvirði um 13 milljóna króna, í sjóð til þess að hjálpa foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann að hreinsa nafn sitt. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu í dag.

Sex látnir eftir að fellibylur gekk yfir hluta Suður-Kóreu

Sex eru látnir og fjögurra er saknað eftir að fellibylurinn Nari gekk yfir suðurströnd Suður-Kóreu í dag. Fimm hinna látnu og þeir sem saknað er voru á eyjunni Cheju, sem er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir meginlandinu, þegar bylurinn gekk yfir.

Krefjast aðgerða í Súdan

Efnt verður til mótmæla í um 30 löndum í dag til þess að vekja athygli á því ástandi sem ríkir í Darfur-héraði. Þar hafa um 200 þúsund manns látist á síðustu fjórum árum í átökum uppreisnarmanna og arabískra vígasveita sem sagðar eru njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar.

Þriðjungur komst lífs af úr flugslysi

Fjörutíu og þrír eru nú sagðir hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél frá taílenska flugfélaginu One-Two-Go hrapaði á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands í morgun. Ríkisstjóri Phuket-eyju segir að um helmingur farþeganna hafi verið útlendingar og hafa yfirvöld staðfest að átta Bretar, tveir Ástralar og sjö Taílendingar hafi verið í hópi þeirra sem komust lífs af.

McRae meðal þeirra sem létust í þyrluslysi

Lögregla í Skotlandi hefur staðfest að Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, og sonur hans hafi verið meðal þeirra fjögurra sem létust í þyrluslysi í gær.

61 látinn og 40 saknað eftir flugslys

Ríkisstjóri Phuket-eyju segir 61 látinn og 40 saknað eftir að flugvél á vegum taílenska lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go brotlenti við flugvöllinn á eyjunni.

Freyðandi sjór við Jótland?

Fjöldi Dana á Norðausturhluta Jótlands þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af hárþvotti á næstunni ef marka má fréttir héraðsblaðsins Nordjyske Stiftstidende.

Flugvél brotnaði í tvennt í lendingu í Taílandi

Farþegaflugvél hrapaði til jarðar á flugvelli við Phuket-strönd í Taílandi í morgun og er óttast að fjöldi fólks hafi látist. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC voru 123 farþegar í flugvélinni og skall hún harkalega til jarðar þegar flugmenn hugðust lenda henni í vondu veðri. Hún brotnaði í tvennt.

Lögregla verndar Vilks þegar hann snýr aftur heim

Sænski listamaðurinn Lars Vilks, sem hótað hefur verið lífláti vegna teikninga af Múhameð spámanni, snýr aftur til Svíþjóðar í dag eftir að hafa dvalið að undanförnu í Þýskalandi.

Grikkir ganga til kosninga

Grikkir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing. Costas Karamanlis forsætisráðherra flýtti kosningum um hálft ár í von um að tryggja mið- og hægristjórn sinni fjögur ár í viðbót.

Írak var hernumið vegna olíunnar, segir Greeenspan

Írak var hernumið vegna olíunnar en ekki til að frelsa Íraka undan oki Saddams Hússeins. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í nýrri sjálfsævisögu sem kemur út á morgun.

Óttast að McRae hafi látist í þyrluslysi

Óttast er að Skotinn Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, hafi farist í þyrluslysi í Skotlandi í gær. Fjórir voru í þyrlunni þegar hún skall til jarðar í skóglendi nærri heimili hans í Lanark.

Þúsundir mótmæltu Íraksstríðinu

Þúsundir manna tóku í dag þátt í mótmælum í Washington í Bandaríkjunum þar sem þess var krafist að endi yrði bundinn á Íraksstríðið.

SAS aflýsir yfir 160 flugferðum næstu þrjá daga

Enn er óljóst hvenær norræna flugfélagið SAS getur notað Dash-8 vélar sínar á ný en þær voru kyrrsetar fyrr í vikunni vegna tíðra bilana. Flugmálayfirvöld taka afstöðu til þess á mánudag hvort flugbanni vélanna verði aflétt en hvort sem verður búast forsvarsmenn SAS ekki við því að vélarnar fari í loftið fyrr en á miðvikudag.

Stökkmýs í geimnum

Rússneska geimferðastofnunin sendi í gær tíu stökkmýs út í geiminn til þess að rannsaka hvaða áhrif geimferðir manna til Mars kunni að hafa. Stökkmýsnar verða 12 daga úti í geimnum og eru í sérstökum búrum með matarbirgðum í Soyouz-geimfari sem skotið var frá Kasakstan.

Þyrla í eigu McRaes hrapar í Skotlandi

Þyrla í eigu Colins McRae, fyrrverandi heimsmeistara í ralli, hrapaði til jarðar nærri Lanark í Mið-Skotlandi í dag. Óttast var að að minnsta kosti einn hefði látist í slysinu en ekki er vitað hvort McRae var um borð.

Sendiskrifstofa og rammasamningur

Færeyingar opnuðu í dag sendiskrifstofu í Reykjavík. Við það tækifæri var undirritaður rammasamningur um samstarf Íslendinga og Færeyinga í heilbrigðismálum.

Ísland ekki lengur í alfaraleið

Ísland verður síður í alfaraleið í sjóflutningum þegar Norð-vestur siglingaleiðin er að verða greiðfær skipum. Þetta segir íslenskur skipulagsfræðingur og segir að bráðunin íss á svæðinu sé töluvert á undan áætlun.

Hreyfing al-Sadrs dregur sig út úr bandalagi sjía

Stjórnmálahreyfing sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs hefur dregið sig út úr bandalagi sjía sem heldur um stjórnartaumana í Írak. Þetta kom fram á blaðamannafundi í hinni helgu borg Najaf í dag.

Flugmaður lést í sýningaratriði í Bretlandi

Flugmaður lést þegar flugvél hans skall til jarðar á flugsýningu í Shoreham í Vestur-Sussex á Englandi í dag. Talið að flugmaðurinn hafi verið að taka þátt í sýningaratriði um baráttuna um Bretland í síðari heimsstyrjöldinni á vegum konunglega breska flughersins.

Fundu fimm ára stúlku látna

Svissneska lögreglan greindi frá því í dag að hún búið væri að finna líkið af fimm ára gamalli stúlku sem leitað hafði verið að í sex vikur. Ylenia Lenhard hvarf þann 31. júlí síðastliðinn í bænum Appenzell.

Kvarta undan káfi á Kastrup

Það ríkir allt annað en gleði meðal danskra flugþjóna vegna nýrra öryggisreglna sem tóku gildi á Kastrup-flugvelli í dag. Samkvæmt þeim eiga verðir í öryggishliðum að leita með höndunum á öllum farþegum, þar á meðal í klofi og á milli brjósta.

Al-Qaida hótar líka IKEA og Volvo

Lögregla í Svíþjóð hefur þegar hafið rannsókn á hótunum í garð sænska listamannsins Lars Vilks og ritstjóra héraðsblaðsins Nerikes Allehanda vegna Múhameðsteikninga.

Rændu íþróttaminjagripum á hótelherbergi

Ruðningskappinn fyrrverandi og kvikmyndaleikarinn O.J. Simpson var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Las Vegas í fyrradag, grunaður um aðild að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg.

Öldungar takast á um forsætisráðherraembættið í Japan

Tveir munu takast á um það sem að verða næsti forsætisráðherra Japans eftir að Shinzo Abe sagði af sér á dögunum. Það verða þeir Taro Aso og Yasuo Fukuda sem berjast munu um leiðtogahlutverkið í Frjálslynda demókrataflokknum sem heldur um stjórnartaumana í landinu.

Setur 100 þúsund dollara til höfuðs Lars Vilks

Abu Omar al-Baghdadi, leiðtogi al-Qaida í Írak, hefur sett hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 6,5 milljónum króna til höfuðs sænska teiknaranum Lars Vilks sem teiknaði á dögunum myndir af Múhameð spámanni í líki hunds.

Hermönnum hugsanlega fækkað í 100 þúsund eftir rúmt ár

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir vel koma til greina að kalla enn fleiri hermenn heim frá Írak en Bush Bandaríkjaforseti boðaði í ræðu á fimmtudaginn. Gates segir koma til greina að fækka hermönnum niður í hundrað þúsund fyrir lok næsta árs.

Norðvestursiglingaleiðin opin

Norðvestursiglingaleiðin yfir norðurpólinn er greiðfær skipum í fyrsta sinn síðan eftirlit með henni hófst fyrir tæpum þrjátíu árum. Um er að ræða beinustu siglingaleiðina milli Asíu og Evrópu.

Trúarleg skylda stúlku að giftast frænda sínum

Leiðtogi stærsta sértrúarsafnaðar Bandaríkjanna sem styður fjöldkvæni sagði fjórtán ára stúlku sem hann hafði nýlega gift nítjan ára frænda sínum að það væri trúarleg skylda hennar að gefa eiginmanninum hug sinn, líkama og sál. Þessu héldu saksóknarar í máli stúlkunnar gegn safnaðarleiðtoganum fram fyrir rétti í Utah í dag.

Holdafar unglinga hefur áhrif á frjósemi síðar meir

Holdafar á unglingsárum hefur áhrif á hve mörg börn fólk eignast síðarmeir. Vísindamenn fylgdust með þrettán hundruð finnskum ungmennum, frá árinu 1980, en þau voru þá á aldrinum 3 - 18 ára.

Ekki alveg dauður

Maður, sem hafði verið úrskurðaður látinn, vaknaði við nístandi sársauka á skurðarborði í Venesúela eftir að læknar hófu krufningu á honum.

Stöðugleiki og lægri vextir fylgja Evru

Fyrrverandi fjármálaráðherra Írlands ráðleggur Íslendingum að skoða upptöku Evru því hún hafi hjálpað Írum að viðhalda stöðugleika á tímum mikillar efnahagsuppbyggingar.

Sjá næstu 50 fréttir