Fleiri fréttir

Ættingjar vilja fá skýr svör

Dánardómstjóri í Lundúnum hefur hafið sérstaka rannsókn á dauða 93 Breta sem fórust í flóðbylgjunni í Asíu á öðrum degi jóla í fyrra. Ættingjar og vinir þeirra sem fórust munu verða yfirheyrðir, svo og vísindamenn og lögregluþjónar.

Óljósar fréttir af tjóni

Öflugur jarðskjálfti varð í miðri Afríku í gær. Óljóst var af fyrstu fréttum hversu alvarlegt tjón hlaust af. Frá Kongó fréttist að þar hefðu hús hrunið og að minnsta kosti eitt barn týnt lífi.

Sektað verður fyrir ruslpóst

Dönsk fyrirtæki sem senda fólki óumbeðnar auglýsingar með tölvupósti eða textaskilaboðum eiga von á háum sektum. Ráðherra neytendamála í Danmörku vill sekta fyrirtæki um tíu þúsund krónur fyrir hvern viðtakanda slíkra skilaboða.

Þak sundhallar hrundi saman

Þak sundhallar í bænum Chusovoi í Perm-héraði í Úralfjöllum í Rússlandi gaf sig á sunnudaginn með þeim afleiðingum að fjórtán laugargestir biðu bana, þar af tíu börn. Ellefu liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi. Laugin var full af fólki sem leitaði skjóls frá frosthörkunum með því að baða sig í ylvolgu vatninu þegar steinsteypa og stálbitar féllu ofan á það.

Búist við sigri Camerons

Úrslit í leiðtogakjöri í breska Íhaldsflokknum verða tilkynnt í dag. Er kjörkössunum var lokað í gær spáðu flestir því að hinn 39 ára gamli þingmaður David Cameron myndi hafa betur en hinn sautján árum eldri David Davis.

Rice ver stefnuna í hryðjuverkavörnum

Condoleezza Rice segir að allt sem Bandaríkjamenn aðhafist í nafni "stríðsins gegn hryðjuverkum" sé innan ramma laganna. Þeir líði ekki pyntingar á föngum. Við upphaf Evrópuferðar sagði hún þó ekkert um meint leynifangelsi CIA.

Saddam óttast ekki dauðadóm

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sagði fyrir rétti í Írak í dag að hann óttaðist ekki að vera tekinn af lífi. Aftökur væru enda minna virði en skór íraksks borgara, eins og Saddam orðaði það. Réttað er yfir einræðisherrranum fyrrverandi og sjö samverkamönnum hans fyrir fjöldamorð í stjórnartíð þeirra.

Öflugur skjálfti í Afríku

Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir Austur-Afríku fyrir rétt um klukkutíma síðan. Upptök skjálftans voru um fimmtíu og fimm kílómetra frá Kongó en ekki er enn vitað hvort mannfall hafi orðið eða miklar skemmdir á mannvirkjum.

Frönskum verkfræðingi rænt í Bagdad

Uppreisnarmenn í Írak rændu í morgun frönskum verkfræðingi í Bagdad. Að sögn vitna var maðurinn á leiðinni inn í íbúð sína þegar sjö vopnaðir menn stormuðu út úr tveim bílum og handsömuðu manninn. Undanfarna tíu daga hafa uppreisnarmenn í Írak rænt fimm vesturlandabúum og allir eru þeir enn í haldi.

Réttað yfir hryðjuverkahópi í Hollandi

Réttarhöld hófust í dag yfir fjórtán mönnum í Hollandi sem sakaðir eru um að tilheyra róttæku íslömsku hryðjuverkaneti, svokölluðum Hofstad-hópi sem hefur aðsetur í Haag. Meðal hinna ákærðu er Mohammed Bouyeri sem þegar afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh.

Fjölmenn mótmæli í Hong Kong

250.000 mótmælendur streymdu um götur Hong Kong í gær og kröfðust aukinna lýðræðislegra réttinda. Fjöldahreyfing, sem krefst aukinna lýðræðislegra réttinda, getur skapað mikil vandræði fyrir kínversk yfirvöld, sem hafa sagt það ólöglegt að jafnvel spyrjast fyrir um hvenær lýðræðislegar kosningar munu eiga sér stað.

Sjálfsmorðsárás í verðslunarmiðstöð í Ísrael

Að minnsta kosti fjórir létust í sjálfsmorðsárás inni í verslunarmiðstöð í borginni Netanya í Ísrael í morgun. Fjöldi fólks slasaðist í árásinni enda voru margir samankomnir inni í verslunarmiðstöðinni.

Verjendur Saddams gengu út

Verjendur Saddams Hússein gengu fyrir stundu út úr réttarsalnum í mótmælaskyni. Réttarhöldin voru rétt að hefjast þegar lögfræðingarnir gengu út.

Hyggjast herða innflytjendalöggjöf í Danmörku enn frekar

Dönsk stjórnvöld hyggjast gera innflytjendalöggjöf sína enn strangari til þess að draga frekar úr straumi innflytjenda til landsins. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir atvinnumálaráðherra landsins sem hefur lagt til að innflytjendum frá löndum eins og Sómalíu, Írak og Palestínu verði fækkað þar sem þeim gengur illa að fá vinnu í Danmörku og verða því byrði á samfélaginu.

Íranar aðeins örfáum mánuðum frá því að búa til kjarnavopn

Aðeins örfáir mánuðir eru í að Íranar komi sér upp kjarnavopnum. Þetta segir Mohammad ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Ef Íranar haldi áfram að auðga úran í nokkrum kjarnorkuverum taki það þá aðeins nokkra mánuði til viðbótar að koma sér upp kjarnavopnum.

Komu í veg fyrir árás á dómhús Saddams

Minnstu munaði að írakskir uppreisnarmenn hefðu skotið úr sprengjuvörpum á dómhúsið þar sem réttað var yfir Saddam Hussein í síðustu viku. Írökskum öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir árásina á síðustu stundu.

Gerðu aðsúg að Allawi í mosku í gær

Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks átti fótum sínum fjör að launa þegar um sextíu menn gerðu aðsúg að honum og fylgdarliði hans við Mosku í borginni Najaf í gær. Á myndum sem náðust af atburðunum sjást Allawi og fleiri hlaupa undan árásarmönnunum fyrir utan Imam Ali moskuna, þar sem þeir sóttu bænastund sjíta.

Flugvélar CIA lentu 437 sinnum í Þýskalandi

Flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA lentu 437 sinnum á þýskum flugvöllum á árunum 2002 og 2003. Þetta kemur fram í tímaritinu Der Spiegel, sem hefur undir höndum gögn sem þýsk flugmálayfirvöld hafa afhent að beiðni vinstri flokksins á þýska þinginu.

Hugðust sprengja réttarsalinn

Íröksk yfirvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu flett ofan af samsæri uppreisnarmanna um að skjóta eldflaugum að dómssalnum þar sem réttað verður yfir Saddam Hussein í dag.

CIA notar breska og þýska flugvelli

Flugvélar á vegum CIA virðast margoft hafa farið um breska og þýska flugvelli á ferðum sínum með grunaða hermdarverkamenn. Málið verður eflaust ofarlega á baugi í Evrópuför utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem hefst í dag.

Götubörn fundu sprengju

Tvö heimilislaus börn í leit að mat fundu tifandi tímasprengju undir einni rútunni á umferðarmiðstöð í Dakka, höfuðborg Bangladess. Þau létu lögreglu vita sem lét aftengja sprengjuna.

Nazarbayev gersigraði í forsetakosningunum

Útgönguspár benda til að Nursultan Nazarbayev hafi verið endurkjörinn með 75 prósent atkvæða í forsetakosningunum í Kasakstan sem fram fóru í gær. Þær virðast að mestu hafa farið fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt.

Ágreiningur um lát Rabia

Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, vildi ekki staðfesta að einn þeirra fimm manna sem féllu í árás pakistanskra hermanna á fimmtudaginn sé Hamza Rabia, yfirmaður al-Kaída í Pakistan.

Þróunin í heimsviðskiptum of frjálsleg

Leiðtogar Frakklands og 53 Afríkuríkja segja þróunina í heimsviðskiptum vera of frjálslega. Þetta sagði hann á fundi sem haldinn var um málið um helgina. Forseti Malí sagði að viðskiptatengsl sem byggðust á jöfnuði og réttlæti væru grundvallaratriði og að gífurlegir vaxtarmöguleikar væru í landbúnaði og á fjölgun starfa í allmörgum Afríkuríkjum. Hann sagði þó að Afríkuríki nytu lítils af hagnaðinum, vegna þess að heimsmarkaður fyrir landbúnaðarvörur væri skekktur með niðurgreiðslum.

Forseta Kazakstans spáð sigri

Nursultan Nazarbaíjev, sem verið hefur forseti Kazakstans í sextán ár, mun að öllum líkindum ná endurkjöri til næstu sjö ára í kosningum sem fram fara í landinu í dag. Forsetinn nýtur mikils fylgis vegna vaxandi velmegunar í Kazakstan en erlend fyrirtæki hafa fjárfest í landinu fyrir hundruð milljarða króna, aðallega í olíulindum en sérfræðingar spá því að næsta áratug verði landið meðal tíu stærstu olíuframleiðsluríkja heims. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann um svindl í kosningunum, spillingu og einræðistilburði.

Óttast olíuleka

Óttast er að olía úr tönkum flutningaskips sem sökk úti fyrir norðvesturströnd Ítalíu í óveðri, leki í hafið en alls er um 14 þúsund lítra að ræða. Skipið lá við akkeri úti fyrir höfninni í La Spezia en mjög grunnt er þar sem skipið sökk. Skip með mengunarvarnabúnað eru komin á vettvang og haft er eftir umhverfisráðherra Ítalíu, Altero Matteoli, að ekki sé útlit fyrir að mengunarslys verði.

Abbas býður páfa í heimsókn

Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur boðið Benedikt páfa sextánda, að heimsækja landið helga. Abbas sagði í lok einkaáheyrnar páfa í Páfagarði að hann væri velkominn til Jerúsalem og annarra helgistaða. Ísraelsmenn hertóku arabíska hlutann í austur Jerúsalem árið 1967 og innlimuðu hann sem hluta af höfuðborg Ísraelsríkis. Í Austur Jerúsalem er grátmúrinn, einn mesti helgistaður Gyðinga, múslima og kristinna manna.

Kveikt á trénu við Austurvöll

Ljósin á Óslóartrénu, sem stendur á Austurvelli í Reykjavík, verða kveikt klukkan fjögur í dag. Tréð er hefðbundin gjöf Norðmanna til Íslendinga, en rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslendingum fyrst grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð stóð við Sanderstua í Maridalen í Ósló og er rúmlega 12 metra hátt.

Sex falla vegna jarðsprengju á Sri Lanka

Að minnsta kosti sex hermenn féllu og þrír særðust þegar dráttarvagni sem þeir voru á var ekið á öfluga jarðsprengju í norðurhluta Sri Lanka í dag að því er varnarmálaráðuneytið greindi frá. Þetta er mesta mannfall af völdum einnar jarðsprengju sem orðið hefur síðan stjórnvöld og uppreisnarmenn úr röðum tamílatígra skrifuðu undir vopnahlé í febrúar 2002.

Fleiri tilfelli fuglaflensu í Rúmeníu

Ný tilfelli fuglaflensunnar hafa greinst í Rúmeníu. Fjórir kjúklingar í austurhluta landsins hafa greinst og er flensan af H5 stofni. Sýni úr fuglunum verða rannsökuð í Englandi til að kanna hvort um sé að ræða H5N1 afbrigði veirunnar, sem getur borist í menn. Þetta er í fjórða skiptið sem fuglaflensuveira greinist á þessu svæði frá því á fimmtudag.

Ferðakostnaður forsætisráðuneytisins eykst

Ferðakostnaður forsætisráðuneytisins jókst um tæp fjörutíu prósent á síðasta ári. Risnukostnaður einn og sér jókst um rúm áttatíu prósent. Ferðakostnaður allra ráðuneytanna jókst að jafnaði um 29 milljónir króna á síðasta ári. Kostnaður lækkaði hins vegar mest hjá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Jóhanna spurði fjármálaráðherra ennfremur að því hvort hann teldi ástæðu til að bregðast sérstaklega við með þvi að herða sparnaðarkröfuna á ráðuneytin. Ráðherra sagði að þótt útgjöld hefðu aukist í fyrra, hefði náðst fram þrjúhundruð og tuttugu milljóna sparnaður frá því árið 2002. Því þætti honum ekki ástæða til þess.

Fjölmenn mótmæli í Hong Kong

Yfir eitt hundrað þúsund manns tóku þátt í fjöldagöngu í Hong Kong í dag og kröfðust fulls lýðræðis líkt og lofað hafi verið þegar Bretar fólu Kínverjum borgina í hendur fyrir átta árum. Mótmælendurnir eru ósáttir við tillögur yfirvalda um lýðræðisumbætur en samkvæmt þeim myndi nefndin sem kýs borgarstjóra, er nú er skipuð 800 mönnum sem hallir eru undir stjórnvöld í Peking, verða stækkuð um helming. Mótmælendur segja að verði þessar tillögur að veruleika þýði það í rauninni skref aftur á bak miðað við ákvæði stjórnarskrár Hong Kong, sem kveði á um fullt lýðræði.

Svíar vilja utanríkisráðherrann út

Mikill meirihluti Svía vill að utanríkisráðherra landsins, Laila Freivalds, segi af sér embætti. Gagnrýni á sænsku stjórnina hefur aukist verulega, eftir að skýrsla um náttúrhamfarirnar á Indlandshafi um síðustu jól og viðbrögð stjórnvalda fyrstu dagana var birt. Þó bendir ný skoðanakönnun til þess að Göran Persson, forsætisráðherra landsins hafi verið fyrirgefið. En 57% vilja að hann gegni embætti þessu áfram.

Óttast að fleiri deyi

Óttast er að þeir hundruð þúsunda manna sem búa í fjallahéröðum í Pakistan muni látast af völdum kulda berist þeim ekki hjálp áður en harðasti veturinn skellur á. Eftir jarðskjálftann í landinu þann áttunda október síðastliðinn, hefur fólkinu lítil sem engin hjálp borist og segja Sameinuðu þjóðirnar allt eins líklegt að það verði að koma niður úr fjöllunum til að búa í neyðarskýlum sem sett hafa verið upp, því erfiðlega gangi að koma hjálp til þeirra. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að enn vanti tugi milljarða króna svo hjálparstarf geti gengið eðlilega fyrir sig og þó svo enn fleiri þyrlur, lyf, matur og önnur gögn hafi borist, þurfi þjóðir heimsins að gera enn betur ef dauðsföllum eigi ekki að fjölga enn frekar.

Engu nær lausn á fjárlagadeilu ESB

Tony Blair hefur lítið orðið ágengt við að afla fylgis við hugmyndir Breta að uppstokkun á fjárlögum ESB í undirbúningi leiðtogafundar sem fram fer um miðjan mánuðinn. Leiðtogar nýju aðildarríkjanna óttast um sinn hag.

Áritunarskylda afnumin

Úkraínsk yfirvöld hafa fellt niður vegabréfsáritunarskyldu ferðamanna frá Íslandi og nokkr­um öðrum ríkjum í Evrópu sem eiga ekki aðild að Evrópusambandinu.

Vilja Persson en ekki Freivalds

Sænski utanríkisráð-herrann Laila Freivalds á að segja af sér en Göran Persson forsætisráðherra á að halda áfram. Þetta er niðurstaða í skoðanakönnun sem gerð var í framhaldi af gagnrýninni á sænsk stjórnvöld eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi í fyrra.

Níu milljónir dúsa í fangelsi

Fangar heimsins eru orðn­ir rúmlega níu milljón tals­ins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum: Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta bak við lás og slá.

Neyðarástand í Jakarta

Fulgaflensa hefur breiðst út um alla höfuðborg Indónesíu og heilbrigðisyfirvöld segja neyðarástand yfirvofandi í borginni. Samkvæmt lauslegri athugun heilbrigðisyfirvalda í Jakarta er fjöldi manna smitaður af flensunni.

Fleiri innflytjendur í opinber störf

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vill að fjögur prósent ríkisstarfs­manna í landinu verði af erlendu bergi brotin. Þetta er tillaga ríkis­stjórnarinnar um breytingar á þriggja ára gamalli áætlun um aukna atvinnuþátttöku inn­flytjenda.

Fangaflugvél kom frá Íslandi

Í það minnsta tvær flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA eru taldar hafa komið við í Frakklandi, önnur eftir millilendingu á Íslandi, eftir því sem franska dagblaðið Le Figaro hermir.

Sæskjaldbaka með tvö höfuð

Tvíhöfða skjaldbaka kom úr eggi á Kyrrahafsströnd Kosta-Ríku í síðasta mánuði. Systkinin Melvin og Olger Chavarria komu auga á skepnuna á dögunum þar sem hún stakk báðum hausunum upp úr sjónum til að anda.

Bandarískir hermenn dóu

Tíu hermenn í landgönguliði bandaríska flotans biðu bana í sprengjuárás nærri írösku borginni Falluja í fyrradag. Ellefu félagar þeirra særðust. Þetta er mannskæðasta árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir í landinu um alllangt skeið.

Sjá næstu 50 fréttir