Erlent

Sex falla vegna jarðsprengju á Sri Lanka

Að minnsta kosti s ex hermenn féllu og þrír særðust þegar dráttarvagni sem þeir voru á var ekið á öfluga jarðsprengju í norðurhluta Sri Lanka í dag því er varnarmálaráðuneytið greindi frá. Þetta er mesta mannfall af völdum einnar jarðsprengju sem orðið hefur síðan stjórnvöld og uppreisnarmenn úr röðum tamílatígra skrifuðu undir vopnahlé í febrúar 2002.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×