Erlent

Létust þegar þak hrundi á sundhöll í Úralfjöllum

Fólk stendur fyrir utan sundlaugarbyggingina í Tjusovoj í Úralfjöllum.
Fólk stendur fyrir utan sundlaugarbyggingina í Tjusovoj í Úralfjöllum. MYND/AP

Að minnsta kosti 14 manns, þar af nokkur börn, létust í gær þegar þak á sundhöll í Úralfjöllum í Rússlandi hrundi.

Ekki er ljóst hvers vegna þakið hrundi en hugsanlegt er að það hafi gefið sig undan snjófargi. Um þrjú hundruð björgunarmenn unnu í nótt við að leita fólks í rústunum en talið er að um 30 manns hafi verið í lauginni þegar þakið, sem var hundrað fermetrar, hrundi. Nokkrir hafa þegar verið færðir á sjúkrahús, sumir alvarlega slasaðir. Lögreglan á staðnum hefur þegar hafið rannsókn á málinu en þetta er í annað sinn á tveimur árum sem þak hrynur á sundlaug í Rússlandi. Í febrúar í fyrra létust 28 og tvö hundruð slösuðust þegar glerþak á vatnsleikjagarði í Moskvu gaf sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×