Engu nær lausn á fjárlagadeilu ESB 4. desember 2005 07:00 Tregir til að fylgja Blair. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sem nú gegnir formennskunni í ESB, og starfsbræður hans frá nýju aðildarríkjunum, Tékklandi, Ungverjalandi, Slóvakíu og Póllandi, í Búdapest á föstudag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sem gegnir nú formennskunni í Evrópusambandinu, hefur á ferð sinni milli höfuðborga nýju aðildarríkjanna í austanverðri álfunni ekki orðið mikið ágengt við að afla sjónarmiðum sínum hljómgrunns í mesta ágreiningsmálinu innan sambandsins um þessar mundir. Heimsóknarrúnturinn er liður í undirbúningi leiðtogafundar ESB sem markar hápunkt breska formennskumisserisins sem lýkur um áramótin, en hann fer fram í Brussel dagana 15. og 16. desember. Ágreiningurinn stendur um fjárlagaramma Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007-2013. Blair hitti starfsbræður sína frá Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Ungverjalandi í ungversku höfuðborginni Búdapest á föstudag. Hugmyndir Blairs um uppstokkun á sjóðakerfi sambandsins hlutu þar kaldar móttökur, enda óttast ráðamenn þar eystra að lönd þeirra missi við þær breytingar spón úr aski sínum - að minni fjárhagsaðstoð við efnahagsuppbyggingu í austantjaldslöndunum fyrrverandi berist úr sjóðum ESB. En Blair varaði við því að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sambandið ef ekki tekst samkomulag um fjármálin á leiðtogafundinum nú. "Náist ekki samkomulag núna... tel ég að það sé ólíklegt að við náum nokkru samkomulagi á næstu tveimur formennskumisserum (árið 2006)," tjáði Blair blaðamönnum í Búdapest. Hávær krafa er um það meðal margra aðildarríkja að Bretar gefi eftir endurgreiðslur sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því Margaret Thatcher tókst að semja um þær árið 1984. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hitti pólska forsætisráðherrann, Kazimierz Marcinkiewicz, líka á föstudaginn á heimavelli hans í Varsjá. Hún sagði við það tækifæri að ESB yrði að ná "sanngjarnri málamiðlun" í fjárlagamálinu. Merkel gaf í skyn eftir viðræður sínar við Marcinkiewicz að þýska stjórnin væri reiðubúin að koma til móts við sjónarmið nýju aðildarríkjanna. Erlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sem gegnir nú formennskunni í Evrópusambandinu, hefur á ferð sinni milli höfuðborga nýju aðildarríkjanna í austanverðri álfunni ekki orðið mikið ágengt við að afla sjónarmiðum sínum hljómgrunns í mesta ágreiningsmálinu innan sambandsins um þessar mundir. Heimsóknarrúnturinn er liður í undirbúningi leiðtogafundar ESB sem markar hápunkt breska formennskumisserisins sem lýkur um áramótin, en hann fer fram í Brussel dagana 15. og 16. desember. Ágreiningurinn stendur um fjárlagaramma Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007-2013. Blair hitti starfsbræður sína frá Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Ungverjalandi í ungversku höfuðborginni Búdapest á föstudag. Hugmyndir Blairs um uppstokkun á sjóðakerfi sambandsins hlutu þar kaldar móttökur, enda óttast ráðamenn þar eystra að lönd þeirra missi við þær breytingar spón úr aski sínum - að minni fjárhagsaðstoð við efnahagsuppbyggingu í austantjaldslöndunum fyrrverandi berist úr sjóðum ESB. En Blair varaði við því að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sambandið ef ekki tekst samkomulag um fjármálin á leiðtogafundinum nú. "Náist ekki samkomulag núna... tel ég að það sé ólíklegt að við náum nokkru samkomulagi á næstu tveimur formennskumisserum (árið 2006)," tjáði Blair blaðamönnum í Búdapest. Hávær krafa er um það meðal margra aðildarríkja að Bretar gefi eftir endurgreiðslur sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því Margaret Thatcher tókst að semja um þær árið 1984. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hitti pólska forsætisráðherrann, Kazimierz Marcinkiewicz, líka á föstudaginn á heimavelli hans í Varsjá. Hún sagði við það tækifæri að ESB yrði að ná "sanngjarnri málamiðlun" í fjárlagamálinu. Merkel gaf í skyn eftir viðræður sínar við Marcinkiewicz að þýska stjórnin væri reiðubúin að koma til móts við sjónarmið nýju aðildarríkjanna.
Erlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira