Engu nær lausn á fjárlagadeilu ESB 4. desember 2005 07:00 Tregir til að fylgja Blair. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sem nú gegnir formennskunni í ESB, og starfsbræður hans frá nýju aðildarríkjunum, Tékklandi, Ungverjalandi, Slóvakíu og Póllandi, í Búdapest á föstudag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sem gegnir nú formennskunni í Evrópusambandinu, hefur á ferð sinni milli höfuðborga nýju aðildarríkjanna í austanverðri álfunni ekki orðið mikið ágengt við að afla sjónarmiðum sínum hljómgrunns í mesta ágreiningsmálinu innan sambandsins um þessar mundir. Heimsóknarrúnturinn er liður í undirbúningi leiðtogafundar ESB sem markar hápunkt breska formennskumisserisins sem lýkur um áramótin, en hann fer fram í Brussel dagana 15. og 16. desember. Ágreiningurinn stendur um fjárlagaramma Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007-2013. Blair hitti starfsbræður sína frá Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Ungverjalandi í ungversku höfuðborginni Búdapest á föstudag. Hugmyndir Blairs um uppstokkun á sjóðakerfi sambandsins hlutu þar kaldar móttökur, enda óttast ráðamenn þar eystra að lönd þeirra missi við þær breytingar spón úr aski sínum - að minni fjárhagsaðstoð við efnahagsuppbyggingu í austantjaldslöndunum fyrrverandi berist úr sjóðum ESB. En Blair varaði við því að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sambandið ef ekki tekst samkomulag um fjármálin á leiðtogafundinum nú. "Náist ekki samkomulag núna... tel ég að það sé ólíklegt að við náum nokkru samkomulagi á næstu tveimur formennskumisserum (árið 2006)," tjáði Blair blaðamönnum í Búdapest. Hávær krafa er um það meðal margra aðildarríkja að Bretar gefi eftir endurgreiðslur sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því Margaret Thatcher tókst að semja um þær árið 1984. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hitti pólska forsætisráðherrann, Kazimierz Marcinkiewicz, líka á föstudaginn á heimavelli hans í Varsjá. Hún sagði við það tækifæri að ESB yrði að ná "sanngjarnri málamiðlun" í fjárlagamálinu. Merkel gaf í skyn eftir viðræður sínar við Marcinkiewicz að þýska stjórnin væri reiðubúin að koma til móts við sjónarmið nýju aðildarríkjanna. Erlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sem gegnir nú formennskunni í Evrópusambandinu, hefur á ferð sinni milli höfuðborga nýju aðildarríkjanna í austanverðri álfunni ekki orðið mikið ágengt við að afla sjónarmiðum sínum hljómgrunns í mesta ágreiningsmálinu innan sambandsins um þessar mundir. Heimsóknarrúnturinn er liður í undirbúningi leiðtogafundar ESB sem markar hápunkt breska formennskumisserisins sem lýkur um áramótin, en hann fer fram í Brussel dagana 15. og 16. desember. Ágreiningurinn stendur um fjárlagaramma Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007-2013. Blair hitti starfsbræður sína frá Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Ungverjalandi í ungversku höfuðborginni Búdapest á föstudag. Hugmyndir Blairs um uppstokkun á sjóðakerfi sambandsins hlutu þar kaldar móttökur, enda óttast ráðamenn þar eystra að lönd þeirra missi við þær breytingar spón úr aski sínum - að minni fjárhagsaðstoð við efnahagsuppbyggingu í austantjaldslöndunum fyrrverandi berist úr sjóðum ESB. En Blair varaði við því að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sambandið ef ekki tekst samkomulag um fjármálin á leiðtogafundinum nú. "Náist ekki samkomulag núna... tel ég að það sé ólíklegt að við náum nokkru samkomulagi á næstu tveimur formennskumisserum (árið 2006)," tjáði Blair blaðamönnum í Búdapest. Hávær krafa er um það meðal margra aðildarríkja að Bretar gefi eftir endurgreiðslur sem þeir hafa fengið úr sjóðum ESB frá því Margaret Thatcher tókst að semja um þær árið 1984. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hitti pólska forsætisráðherrann, Kazimierz Marcinkiewicz, líka á föstudaginn á heimavelli hans í Varsjá. Hún sagði við það tækifæri að ESB yrði að ná "sanngjarnri málamiðlun" í fjárlagamálinu. Merkel gaf í skyn eftir viðræður sínar við Marcinkiewicz að þýska stjórnin væri reiðubúin að koma til móts við sjónarmið nýju aðildarríkjanna.
Erlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira